Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun Jóhanna Einarsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu árið 2007. Tilgangur samningsins er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Í honum er tilgreint að aðildarríkin skuli stefna að því að koma á menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um jafnrétti til náms hefur fólk með þroskahömlun á Íslandi og í öðrum löndum átt fá tækifæri til að afla sér frekari menntunar að framhaldsskóla loknum. Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er fyrsta námsframboð í háskóla fyrir fólk með þroskahömlun hér á landi. Námið hefur verið starfrækt frá árinu 2007 og mun fjórði hópurinn útskrifast nú í vor. Meginmarkmið námsins er tvíþætt. Annars vegar að undirbúa nemendur til starfa á afmörkuðum starfsvettvangi, svo sem í leikskólum, frístundaheimilum og á vettvangi fatlaðs fólks. Hins vegar að gera nemendum kleift að öðlast hagnýta þekkingu og félagslega færni í námsumhverfi án aðgreiningar í því skyni að greiða fyrir aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu. Starfstengda diplómanámið hefur verið mikil lyftistöng fyrir fólk með þroskahömlun og mikilvægt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Námið miðar að því að veita nemendum möguleika á fullgildri þátttöku í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri til náms í háskóla. Námið hefur vakið mikla athygli í útlöndum þar sem áhugi hefur verið á að taka upp sambærilegt nám við erlenda háskóla. Námið hefur jafnframt hlotið viðurkenningar innanlands, Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar árið 2007 og á Alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember sl. hlaut Menntavísindasvið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Í umsögn dómnefndar kemur fram að verðlaunin séu veitt fyrir „frumkvöðlastarf á heimsvísu í að bjóða fólki með þroskahömlun tækifæri til að stunda háskólanám. Þetta framtak hefur mikla þýðingu fyrir jafnrétti fólks með þroskahömlun til náms og atvinnuþátttöku“. Diplómanámið hefur þegar sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem hafa lokið náminu eiga mun auðveldara með að komast í störf á sínu námssviði og bera meiri ábyrgð að námi loknu. Félagsleg þátttaka í háskólaumhverfinu og samvera við aðra háskólanemendur er jafnframt mikilvægur ávinningur. Námið hefur rutt brautina við að bæta líf og aðstæður fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu árið 2007. Tilgangur samningsins er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Í honum er tilgreint að aðildarríkin skuli stefna að því að koma á menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar. Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu um jafnrétti til náms hefur fólk með þroskahömlun á Íslandi og í öðrum löndum átt fá tækifæri til að afla sér frekari menntunar að framhaldsskóla loknum. Starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er fyrsta námsframboð í háskóla fyrir fólk með þroskahömlun hér á landi. Námið hefur verið starfrækt frá árinu 2007 og mun fjórði hópurinn útskrifast nú í vor. Meginmarkmið námsins er tvíþætt. Annars vegar að undirbúa nemendur til starfa á afmörkuðum starfsvettvangi, svo sem í leikskólum, frístundaheimilum og á vettvangi fatlaðs fólks. Hins vegar að gera nemendum kleift að öðlast hagnýta þekkingu og félagslega færni í námsumhverfi án aðgreiningar í því skyni að greiða fyrir aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu. Starfstengda diplómanámið hefur verið mikil lyftistöng fyrir fólk með þroskahömlun og mikilvægt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Námið miðar að því að veita nemendum möguleika á fullgildri þátttöku í samfélaginu með því að gefa þeim tækifæri til náms í háskóla. Námið hefur vakið mikla athygli í útlöndum þar sem áhugi hefur verið á að taka upp sambærilegt nám við erlenda háskóla. Námið hefur jafnframt hlotið viðurkenningar innanlands, Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar árið 2007 og á Alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember sl. hlaut Menntavísindasvið Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Í umsögn dómnefndar kemur fram að verðlaunin séu veitt fyrir „frumkvöðlastarf á heimsvísu í að bjóða fólki með þroskahömlun tækifæri til að stunda háskólanám. Þetta framtak hefur mikla þýðingu fyrir jafnrétti fólks með þroskahömlun til náms og atvinnuþátttöku“. Diplómanámið hefur þegar sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem hafa lokið náminu eiga mun auðveldara með að komast í störf á sínu námssviði og bera meiri ábyrgð að námi loknu. Félagsleg þátttaka í háskólaumhverfinu og samvera við aðra háskólanemendur er jafnframt mikilvægur ávinningur. Námið hefur rutt brautina við að bæta líf og aðstæður fatlaðs fólks í íslensku samfélagi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun