Ertu verktaki eða launþegi? Vala Valtýsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar. Hér þurfa menn að staldra við því að það er ekki á þeirra valdi að ákveða hver skattaleg staða þeirra er, þ.e. hvort þeir eru skattlagðir sem verktakar eða launþegar. Skattyfirvöld hafa ríkar heimildir til að meta starfssambandið og skattleggja eftir því hvort þau telja vera um að ræða. Verulegur munur er á því hvort einhver teljist launþegi eða verktaki. Verktaki hefur með höndum sjálfstæða starfsemi. Hann hefur mikið frjálsræði í sínum störfum og ræður t.d. innan vissra marka hvenær hann vinnur verkið og hvort hann vinnur það einn eða með öðrum. Alla jafna er frekar einfalt að kanna hvort einhver sé verktaki eða launþegi. Þau atriði sem benda til þess að frekar sé um að ræða launað starf en verktaka eru til dæmis; að viðkomandi beri engan kostnað af verkinu/starfseminni; starfsstöð hans er hjá verkkaupa sem skaffar honum þau tæki og tól sem hann þarf til að vinna verkið; hann vinnur fyrir einn eða fáa verkkaupa og fær greidda þóknun þegar hann tekur orlof og í veikindum. Hér skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn fær greitt fyrir verkið beint eða í gegnum félag. Ef einstaklingur hefur fengið greitt fyrir starf sitt sem verktaki en staða hans er í raun eins og um launþega sé að ræða þá geta skattyfirvöld endurákvarðað skatta viðkomandi. Þá má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni framtöldum kostnaði og stofn til greiðslu skatta hækki sem því nemur. Ef viðkomandi „verktaki“ hefur verið skráður á virðisaukaskattsskrá og innheimt virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni öllum innskatti „verktakans“ þar sem ekki verður talið að hann hafi með höndum sjálfstæða starfsemi. Auk þessa má gera ráð fyrir að skattyfirvöld taki upp skattskil verkkaupans þannig að innskatti verkkaupa af reikningum „verktaka“ verði hafnað. Jafnframt má ætla að skattyfirvöld leggi tryggingagjald á „laun“ verktakans. Auk þess bera verkkaupinn (launagreiðandinn) og verktakinn (launþeginn) sameiginlega ábyrgð á vangreiddri staðgreiðslu skatta. Að telja rangt fram í þá veru sem hér hefur verið tæpt á getur haft verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir „verktakann“ og „verkkaupann“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samningssambandið getur líka valdið fjárhagslegu tjóni í öðrum tilvikum eins og t.d. ef verktakinn slasast við störf og hefur ekki sjálfur tryggt sig eins og almennt er skylt ef viðkomandi hefði verið launþegi verkkaupa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú um þessar mundir þurfa einstaklingar að fara að huga að hinni árlegu skattframtalsgerð. Oft hafa fyrirtæki samið við einstaklinga um að þeir séu verktakar hjá viðkomandi en ekki launþegar. Hér þurfa menn að staldra við því að það er ekki á þeirra valdi að ákveða hver skattaleg staða þeirra er, þ.e. hvort þeir eru skattlagðir sem verktakar eða launþegar. Skattyfirvöld hafa ríkar heimildir til að meta starfssambandið og skattleggja eftir því hvort þau telja vera um að ræða. Verulegur munur er á því hvort einhver teljist launþegi eða verktaki. Verktaki hefur með höndum sjálfstæða starfsemi. Hann hefur mikið frjálsræði í sínum störfum og ræður t.d. innan vissra marka hvenær hann vinnur verkið og hvort hann vinnur það einn eða með öðrum. Alla jafna er frekar einfalt að kanna hvort einhver sé verktaki eða launþegi. Þau atriði sem benda til þess að frekar sé um að ræða launað starf en verktaka eru til dæmis; að viðkomandi beri engan kostnað af verkinu/starfseminni; starfsstöð hans er hjá verkkaupa sem skaffar honum þau tæki og tól sem hann þarf til að vinna verkið; hann vinnur fyrir einn eða fáa verkkaupa og fær greidda þóknun þegar hann tekur orlof og í veikindum. Hér skiptir ekki máli hvort einstaklingurinn fær greitt fyrir verkið beint eða í gegnum félag. Ef einstaklingur hefur fengið greitt fyrir starf sitt sem verktaki en staða hans er í raun eins og um launþega sé að ræða þá geta skattyfirvöld endurákvarðað skatta viðkomandi. Þá má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni framtöldum kostnaði og stofn til greiðslu skatta hækki sem því nemur. Ef viðkomandi „verktaki“ hefur verið skráður á virðisaukaskattsskrá og innheimt virðisaukaskatt má gera ráð fyrir að skattyfirvöld hafni öllum innskatti „verktakans“ þar sem ekki verður talið að hann hafi með höndum sjálfstæða starfsemi. Auk þessa má gera ráð fyrir að skattyfirvöld taki upp skattskil verkkaupans þannig að innskatti verkkaupa af reikningum „verktaka“ verði hafnað. Jafnframt má ætla að skattyfirvöld leggi tryggingagjald á „laun“ verktakans. Auk þess bera verkkaupinn (launagreiðandinn) og verktakinn (launþeginn) sameiginlega ábyrgð á vangreiddri staðgreiðslu skatta. Að telja rangt fram í þá veru sem hér hefur verið tæpt á getur haft verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir „verktakann“ og „verkkaupann“. En þar með er ekki öll sagan sögð. Samningssambandið getur líka valdið fjárhagslegu tjóni í öðrum tilvikum eins og t.d. ef verktakinn slasast við störf og hefur ekki sjálfur tryggt sig eins og almennt er skylt ef viðkomandi hefði verið launþegi verkkaupa.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun