Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2015 08:00 Tímabilið er búið hjá Þorgerði Önnu Atladóttur. Vísir/Anton „Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna. Handbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
„Ég hef oft haft það betra en núna. Ég þurfti að klípa mig nokkrum sinnum því ég hreinlega trúði því ekki að þetta væri að gerast,“ segir handboltakonan Þorgerður Anna Atladóttir en óheppnin hefur elt hana á röndum í að verða tæp tvö ár. Það eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur síðan hún sneri aftur út á handboltavöllinn eftir fimmtán mánaða fjarveru. Þá hafði hún verið að glíma við afar erfið axlarmeiðsli. Nú lenti hún í því að slíta krossband í hné og tímabilið er því búið hjá henni. „Þetta gerðist á æfingu. Við vorum að spila og ég ætlaði í fintu og þá gaf hnéð sig. Það fór ekkert á milli mála hvað hafði gerst. Ég sat eftir á gólfinu og öskraði því ég vissi hvað hafði gerst. Ég sá strax fyrir mér endurhæfinguna en það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var þar síðast. Mér varð eiginlega óglatt að hugsa til þess að fara að vera þar aftur fimm tíma á dag,“ segir Þorgerður Anna en fremra krossbandið fór hjá henni. „Ég fer í aðgerð á mánudag og svo tekur við hvíld áður en ég fer í endurhæfingu. Ég kannast því miður aðeins of vel við það. Í besta falli verð ég farin að spila handbolta aftur í október eða nóvember.“ Þorgerður Anna var á réttri leið og búin að taka þátt í tveim Meistaradeildarleikjum með hinu geysisterka þýska liði HC Leipzig áður en ógæfan dundi yfir á ný. „Það hlýtur eitthvað gott að gerast hjá mér á lífsleiðinni. Ég hlýt að fá þetta til baka á endanum eftir allt þetta mótlæti. Ég var búin að fá smjörþefinn af því sem beið mín og þetta er hreint ótrúlega svekkjandi.“ Þessi magnaða handboltakona hefur þó tímann fyrir sér enda aðeins 22 ára gömul. „Það kemur ekkert annað til greina en að taka á þessu. Ég neita að gefast upp. Ef ég væri 32 ára þá hefði ég örugglega bara hætt. Ég hef enn háleit markmið að standa mig vel með einu besta liði heims og ná þar árangri. Það er erfitt að hugsa jákvætt en ég hef fengið góðan stuðning frá fólkinu mínu sem og fólkinu hér úti,“ segir Þorgerður Anna.
Handbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira