Ótrúlegur stuðningur Bjarni Gíslason skrifar 11. mars 2015 07:00 Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum mjög þakklát fyrir þann frábæra stuðning sem starf okkar fær úr öllum áttum. Mjög margir leggja sitt af mörkum, einstaklingar greiða valgreiðslur sem við sendum í heimabanka, leggja inn á söfnunarreikninga, hringja í söfnunarsíma og kaupa gjafabréfin okkar á gjofsemgefur.is. Fyrirtæki taka mjög vel í styrkbeiðni okkar, bankar, stéttarfélög, sóknir og samtök leggja fram umtalsverða fjármuni. Heildarsöfnunarfé síðustu þrjá mánuði er samtals 70 milljónir króna, þar af eru 37 milljónir til innanlandsstarfsins og 33 milljónir til verkefna erlendis. Markmið starfsins, heima og að heiman, er að hjálpa fólki og samfélögum að finna eigin lausnir á vanda sem að þeim steðjar og fræða um rétt og skyldur einstaklinga, samfélags og stjórnvalda. Nálgun stofnunarinnar felst í að efla fólk til áhrifa (valdefling) með formlegri og óformlegri skólagöngu, ýmiss konar fræðslu, þjálfun og efnislegri aðstoð. Hún er réttindamiðuð og sniðin til þess að byggja upp þekkingu og færni fólks svo þróun verði sjálfbær og utanaðkomandi aðstoð óþörf. Hjálparstarfið veitir þannig aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga til þátttöku í öllu ferlinu. Stuðningur er veittur á grundvelli þarfar án tillits til trúar, þjóðernis, kyns, fötlunar, kynhneigðar, stéttar né nokkurs annars sem er ólíkt með fólki. Sá mikli stuðningur sem starfið nýtur ber vott um að margir eru sammála þessum markmiðum hvort heldur sem er í þróunarsamvinnuverkefnum erlendis, t.d. í Eþíópíu þar sem fleirum er tryggður aðgangur að hreinu vatni eða í starfinu á Íslandi þar sem t.d. er veittur tímabundinn efnislegur stuðningur með inneignarkortum í matvöruverslunum og efnaminni framhaldsskólanemendur fá styrk til greiðslu skólagjalda. Orð unglingsstúlku á Indlandi sem hefur fengið stuðning til skólagöngu gætu allt eins verið orð ungmennis á Íslandi sem hefur fengið stuðning til náms: „Fjölskylda mín er af lægstu stétt og mjög fátæk, ég hefði aldrei náð að vera svona lengi í skóla án þess stuðnings sem ég fæ. Með menntuninni hef ég miklu betri möguleika en foreldrar mínir, kannski verð ég læknir.“ Spakmæli frá Keníu segir: „Eitt góðverk leiðir af sér annað.“ Það er nákvæmlega það sem gildir um stuðninginn og starfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum mjög þakklát fyrir þann frábæra stuðning sem starf okkar fær úr öllum áttum. Mjög margir leggja sitt af mörkum, einstaklingar greiða valgreiðslur sem við sendum í heimabanka, leggja inn á söfnunarreikninga, hringja í söfnunarsíma og kaupa gjafabréfin okkar á gjofsemgefur.is. Fyrirtæki taka mjög vel í styrkbeiðni okkar, bankar, stéttarfélög, sóknir og samtök leggja fram umtalsverða fjármuni. Heildarsöfnunarfé síðustu þrjá mánuði er samtals 70 milljónir króna, þar af eru 37 milljónir til innanlandsstarfsins og 33 milljónir til verkefna erlendis. Markmið starfsins, heima og að heiman, er að hjálpa fólki og samfélögum að finna eigin lausnir á vanda sem að þeim steðjar og fræða um rétt og skyldur einstaklinga, samfélags og stjórnvalda. Nálgun stofnunarinnar felst í að efla fólk til áhrifa (valdefling) með formlegri og óformlegri skólagöngu, ýmiss konar fræðslu, þjálfun og efnislegri aðstoð. Hún er réttindamiðuð og sniðin til þess að byggja upp þekkingu og færni fólks svo þróun verði sjálfbær og utanaðkomandi aðstoð óþörf. Hjálparstarfið veitir þannig aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga til þátttöku í öllu ferlinu. Stuðningur er veittur á grundvelli þarfar án tillits til trúar, þjóðernis, kyns, fötlunar, kynhneigðar, stéttar né nokkurs annars sem er ólíkt með fólki. Sá mikli stuðningur sem starfið nýtur ber vott um að margir eru sammála þessum markmiðum hvort heldur sem er í þróunarsamvinnuverkefnum erlendis, t.d. í Eþíópíu þar sem fleirum er tryggður aðgangur að hreinu vatni eða í starfinu á Íslandi þar sem t.d. er veittur tímabundinn efnislegur stuðningur með inneignarkortum í matvöruverslunum og efnaminni framhaldsskólanemendur fá styrk til greiðslu skólagjalda. Orð unglingsstúlku á Indlandi sem hefur fengið stuðning til skólagöngu gætu allt eins verið orð ungmennis á Íslandi sem hefur fengið stuðning til náms: „Fjölskylda mín er af lægstu stétt og mjög fátæk, ég hefði aldrei náð að vera svona lengi í skóla án þess stuðnings sem ég fæ. Með menntuninni hef ég miklu betri möguleika en foreldrar mínir, kannski verð ég læknir.“ Spakmæli frá Keníu segir: „Eitt góðverk leiðir af sér annað.“ Það er nákvæmlega það sem gildir um stuðninginn og starfið.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun