Leiguíbúðir fyrir efnameiri í forgang í Mosfellsbæ Sigrún H. Pálsdóttir skrifar 9. mars 2015 08:00 Nýverið gerði Íbúahreyfingin tillögur starfshóps Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um uppbyggingu leiguhúsnæðis í miðbæ Mosfellsbæjar að umræðuefni í bæjarstjórn. Ástæðan er sú að þær fela ekki í sér nein úrræði fyrir unga og efnaminni íbúa, heldur einungis þá efnameiri. Lóðarvalið segir sína sögu. Það á að byggja í miðbænum þar sem íbúðir eru eftirsóttar og byggingarkostnaður hár vegna kvaða um bílakjallara og fleira. Staðsetningin ein kallar því á hátt sölu- og leiguverð nema til komi sértækar ráðstafanir sveitarfélagsins. Í umræðum kom fram að starfshópurinn ætlar hvorki að hafa frumkvæði að samstarfi við húsnæðissamvinnufélög, - en þau eru rekin án hagnaðarsjónarmiða, - né lækka gatnagerðargjöld. Orðrétt sagði bæjarstjóri: „Leiguverð ræðst af markaðsaðstæðum. Bærinn mun ekki koma með neinum hætti að rekstri þessara íbúða og þetta eru ekki félagslegar leiguíbúðir, heldur almennt leiguhúsnæði á frjálsum markaði.“ Það er sem sagt framboðið sem á að sjá til þess að lækka leiguverð. En hvað styður þá kenningu? Þetta eru einungis þrjátíu íbúðir á dýrasta stað í bænum. Samkvæmt minnisblaði á að úthluta lóðum fyrir sextíu íbúðir á mörkum Þverholts og Skeiðholts í miðbæ Mosfellsbæjar. Í fyrsta áfanga á að byggja fjörutíu íbúðir, þar af þrjátíu leiguíbúðir sem á hvílir þinglýst kvöð um varanlega útleigu sem er besta mál. En að aflétta þinglýstri kvöð er auðvelt og engar aðgerðir til lækkunar á upphafskostnaði sem stuðla að viðráðanlegri leigu til frambúðar. Í tillögunum segir ekkert um hvernig haga skuli rekstri, halda utan um útleigu, viðhald og fleira. Á bæjarstjórnarfundinum lýsti undirrituð afstöðu Íbúahreyfingarinnar til málsins: „Íbúahreyfingin er tilbúin til að koma að vinnu valnefndarinnar sem fái jafnframt það hlutverk að tryggja að væntanlegar leiguíbúðir verði á viðráðanlegu verði og útfærsla á því hvernig rekstur og fyrirkomulag leiguíbúðanna verði tryggð til langs tíma. Íbúahreyfingin telur mjög mikilvægt að allar raddir heyrist við undirbúning þessa máls. En […] lítur svo á að markmið með úthlutun lóða undir leiguíbúðir sé fyrst og fremst að tryggja fólki og þá sérstaklega ungu fólki leiguíbúðir á sem lægstu leigugjaldi til langs tíma.“Gæta þarf jafnræðis Íbúahreyfingin tekur undir nauðsyn þess að byggja upp leigumarkað í Mosfellsbæ. Íslensk heimili eru í sárum eftir mesta bankahrun sögunnar og sögð þau skuldsettustu í heimi. Nú sex árum síðar hefur mikill fjöldi fólks misst húsnæði sitt og lánshæfi í bönkunum. Margir eru því ekki borgunarmenn fyrir eigin húsnæði. Enn aðrir geta ekki hugsað sér að láta binda sig aftur á skuldaklafann. Uppbygging leigumarkaðar er því knýjandi. Þetta fyrsta skref í þróun leigumarkaðar í Mosfellsbæ er með öðrum formerkjum en Íbúahreyfingin hefði kosið. Forgangsröðunin vekur undrun. Undirrituð frétti fyrst af tilvist starfshópsins á fundi bæjarráðs nú í lok janúar. Hefði ekki verið skynsamlegra að hafa þverpólitíska sátt um svo mikilvægt mál? Og muna að sveitarstjórnir þurfa að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum, muna að það er líka þeirra verkefni að tryggja ungum og efnaminni fjölskyldum leiguhúsnæði á viðráðanlegu leiguverði. Í stefnumótandi starfi í bæjarstjórn þurfa ráðandi öfl að þola að hlusta á öll sjónarmið. Þannig er lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið gerði Íbúahreyfingin tillögur starfshóps Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um uppbyggingu leiguhúsnæðis í miðbæ Mosfellsbæjar að umræðuefni í bæjarstjórn. Ástæðan er sú að þær fela ekki í sér nein úrræði fyrir unga og efnaminni íbúa, heldur einungis þá efnameiri. Lóðarvalið segir sína sögu. Það á að byggja í miðbænum þar sem íbúðir eru eftirsóttar og byggingarkostnaður hár vegna kvaða um bílakjallara og fleira. Staðsetningin ein kallar því á hátt sölu- og leiguverð nema til komi sértækar ráðstafanir sveitarfélagsins. Í umræðum kom fram að starfshópurinn ætlar hvorki að hafa frumkvæði að samstarfi við húsnæðissamvinnufélög, - en þau eru rekin án hagnaðarsjónarmiða, - né lækka gatnagerðargjöld. Orðrétt sagði bæjarstjóri: „Leiguverð ræðst af markaðsaðstæðum. Bærinn mun ekki koma með neinum hætti að rekstri þessara íbúða og þetta eru ekki félagslegar leiguíbúðir, heldur almennt leiguhúsnæði á frjálsum markaði.“ Það er sem sagt framboðið sem á að sjá til þess að lækka leiguverð. En hvað styður þá kenningu? Þetta eru einungis þrjátíu íbúðir á dýrasta stað í bænum. Samkvæmt minnisblaði á að úthluta lóðum fyrir sextíu íbúðir á mörkum Þverholts og Skeiðholts í miðbæ Mosfellsbæjar. Í fyrsta áfanga á að byggja fjörutíu íbúðir, þar af þrjátíu leiguíbúðir sem á hvílir þinglýst kvöð um varanlega útleigu sem er besta mál. En að aflétta þinglýstri kvöð er auðvelt og engar aðgerðir til lækkunar á upphafskostnaði sem stuðla að viðráðanlegri leigu til frambúðar. Í tillögunum segir ekkert um hvernig haga skuli rekstri, halda utan um útleigu, viðhald og fleira. Á bæjarstjórnarfundinum lýsti undirrituð afstöðu Íbúahreyfingarinnar til málsins: „Íbúahreyfingin er tilbúin til að koma að vinnu valnefndarinnar sem fái jafnframt það hlutverk að tryggja að væntanlegar leiguíbúðir verði á viðráðanlegu verði og útfærsla á því hvernig rekstur og fyrirkomulag leiguíbúðanna verði tryggð til langs tíma. Íbúahreyfingin telur mjög mikilvægt að allar raddir heyrist við undirbúning þessa máls. En […] lítur svo á að markmið með úthlutun lóða undir leiguíbúðir sé fyrst og fremst að tryggja fólki og þá sérstaklega ungu fólki leiguíbúðir á sem lægstu leigugjaldi til langs tíma.“Gæta þarf jafnræðis Íbúahreyfingin tekur undir nauðsyn þess að byggja upp leigumarkað í Mosfellsbæ. Íslensk heimili eru í sárum eftir mesta bankahrun sögunnar og sögð þau skuldsettustu í heimi. Nú sex árum síðar hefur mikill fjöldi fólks misst húsnæði sitt og lánshæfi í bönkunum. Margir eru því ekki borgunarmenn fyrir eigin húsnæði. Enn aðrir geta ekki hugsað sér að láta binda sig aftur á skuldaklafann. Uppbygging leigumarkaðar er því knýjandi. Þetta fyrsta skref í þróun leigumarkaðar í Mosfellsbæ er með öðrum formerkjum en Íbúahreyfingin hefði kosið. Forgangsröðunin vekur undrun. Undirrituð frétti fyrst af tilvist starfshópsins á fundi bæjarráðs nú í lok janúar. Hefði ekki verið skynsamlegra að hafa þverpólitíska sátt um svo mikilvægt mál? Og muna að sveitarstjórnir þurfa að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum, muna að það er líka þeirra verkefni að tryggja ungum og efnaminni fjölskyldum leiguhúsnæði á viðráðanlegu leiguverði. Í stefnumótandi starfi í bæjarstjórn þurfa ráðandi öfl að þola að hlusta á öll sjónarmið. Þannig er lýðræðið.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun