Skapraunandi augnakonfekt Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2015 12:00 Aaru's Awakening er allur handteiknaður og er einstaklega fallegur leikur Það er mjög auðvelt að mistakast í Aaru's Awakening og það mun gerast oft. Þrátt fyrir að það sé auðvelt að verða pirraður yfir leiknum, þá er enn meira pirrandi að gefast upp. Þannig heldur leikurinn manni við efnið. Hann er einstaklega fallegur, en allar útlínur hans voru handteiknaðar.Leikurinn er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox og á uppruna sinn að rekja til Game Creator-verðlaunanna, sem hann hlaut árið 2011. Um er að ræða fyrsta leik þeirra sem að honum koma og í samtali við Vísi sagði Jóhann Ingi Guðjónsson, markaðsstjóri Lumenox, að hann væri alls ekki sá síðasti.Aaru, sem er hetja leiksins, þarf að leysa ýmsar þrautir og til þess beitir hann loftfimleikum og fjarflutningum. Skjóta þarf kúlu á milli óvina til að birtast hinum megin við þá og halda ferðinni áfram. Einnig er hægt að skjóta kúlunni beint í þá og gera út af við þá.Ákvarðanir þarf mjög oft að taka á stuttum tíma og auðvelt er að ruglast á áttum. Að auki kemur fyrir að nauðsynlegt er að hoppa fram af syllum án þess að sjá hvað er fyrir neðan. Það endar yfirleitt með dauða og endurtekningu. Aaru's Awakening er þó skemmtilegur leikur og er kjörinn fyrir einstaklinga með keppnisskap og þolinmæði. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira