Opið bréf til stjórnar Strætó bs. – flutningur gæludýra Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Undirritaður lögmaður, sem situr í stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands, vill hér með koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við stjórn Strætó bs. – nú þegar það kemur fram í fjölmiðlum (Visir.is/GÁG) frá Stætó bs. að „framtaki Andra“ við undirskriftasöfnun sé fagnað innan Strætó bs. Að áliti undirritaðs mætti fremur nefna þetta frumhlaup Andra og stjórnarinnar. Vil ég hér gefa örstuttar skýringar á þeirri skoðun minni:1 Með Strætó ferðast fjölmargt fólk, sem hefur líffræðilegt ofnæmi fyrir hundum, köttum og fleiri gæludýrum. Með áformuðu leyfi til að flytja gæludýr í Strætó, er heilsufarshagsmunum þessa fólks stefnt í bráða hættu. Sjálfsagt væri að gera þá undantekningu, að leyfa blindrahundum för með strætisvögnum í fylgd eiganda síns, enda sé viðeigandi skilríkjum framvísað.2 Í greinum 33a til 33d í fjöleignarhúsalögum nr. 26/1994, sbr. 1 gr. laga nr. 40/2011, felast almennar reglur um hundahald í fjöleignarhúsum, sem stjórn Strætó bs. væri hollt að kynna sér til að draga af þeim nothæfan lærdóm fyrir þá hættulegu nánd, sem verður í strætisvögnum, ef til leyfis kemur.3 Fram hefur komið nýlega í fréttum, að í Reykjavík séu nú taldir vera u.þ.b. 10.000 hundar. Hins vegar hafa aðeins um 5.000 hundar verið löglega skráðir. Þetta þýðir að hinn hópurinn, þ.e. u.þ.b. 5.000 hundar, er óskráður og ólöglegur. Í því felst, að eigendur þeirra hafa ekki sótt um eða fengið leyfi til hundahalds. Þeir hundar eru þá ekki merktir (örmerktir), þeir eru ekki undir eftirliti um sjúkdóma, þeir eru ekki hreinsaðir (sullaveiki), ekki bólusettir og einhverjir þeirra eru af mjög hættulegum tegundum, sem ekki er unnt að fá leyfi fyrir hér á landi og síðast en ekki síst hafa eigendur þessara ca. 5.000 hunda ekki keypt eða fengið keypta lögbundna ábyrgðartryggingu fyrir tjóni, sem hundar þeirra kunna að valda á fólki eða dýrum. Hyggst stjórn Strætó bs. flytja ótryggða, óhreinsaða, óbólusetta og jafnvel stórhættulega hunda innan um fólk í strætisvögnum? Verður það e.t.v. lagt á herðar vagnstjóra að kanna skírteini fyrir hundum áður en þeim er hleypt inn í vagnana? Það er skoðun undirritaðs, að stjórn Strætó bs. þurfi að ígrunda öll þessi atriði og eflaust fleiri mun betur áður endanleg ákvörðun verður tekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undirritaður lögmaður, sem situr í stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands, vill hér með koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við stjórn Strætó bs. – nú þegar það kemur fram í fjölmiðlum (Visir.is/GÁG) frá Stætó bs. að „framtaki Andra“ við undirskriftasöfnun sé fagnað innan Strætó bs. Að áliti undirritaðs mætti fremur nefna þetta frumhlaup Andra og stjórnarinnar. Vil ég hér gefa örstuttar skýringar á þeirri skoðun minni:1 Með Strætó ferðast fjölmargt fólk, sem hefur líffræðilegt ofnæmi fyrir hundum, köttum og fleiri gæludýrum. Með áformuðu leyfi til að flytja gæludýr í Strætó, er heilsufarshagsmunum þessa fólks stefnt í bráða hættu. Sjálfsagt væri að gera þá undantekningu, að leyfa blindrahundum för með strætisvögnum í fylgd eiganda síns, enda sé viðeigandi skilríkjum framvísað.2 Í greinum 33a til 33d í fjöleignarhúsalögum nr. 26/1994, sbr. 1 gr. laga nr. 40/2011, felast almennar reglur um hundahald í fjöleignarhúsum, sem stjórn Strætó bs. væri hollt að kynna sér til að draga af þeim nothæfan lærdóm fyrir þá hættulegu nánd, sem verður í strætisvögnum, ef til leyfis kemur.3 Fram hefur komið nýlega í fréttum, að í Reykjavík séu nú taldir vera u.þ.b. 10.000 hundar. Hins vegar hafa aðeins um 5.000 hundar verið löglega skráðir. Þetta þýðir að hinn hópurinn, þ.e. u.þ.b. 5.000 hundar, er óskráður og ólöglegur. Í því felst, að eigendur þeirra hafa ekki sótt um eða fengið leyfi til hundahalds. Þeir hundar eru þá ekki merktir (örmerktir), þeir eru ekki undir eftirliti um sjúkdóma, þeir eru ekki hreinsaðir (sullaveiki), ekki bólusettir og einhverjir þeirra eru af mjög hættulegum tegundum, sem ekki er unnt að fá leyfi fyrir hér á landi og síðast en ekki síst hafa eigendur þessara ca. 5.000 hunda ekki keypt eða fengið keypta lögbundna ábyrgðartryggingu fyrir tjóni, sem hundar þeirra kunna að valda á fólki eða dýrum. Hyggst stjórn Strætó bs. flytja ótryggða, óhreinsaða, óbólusetta og jafnvel stórhættulega hunda innan um fólk í strætisvögnum? Verður það e.t.v. lagt á herðar vagnstjóra að kanna skírteini fyrir hundum áður en þeim er hleypt inn í vagnana? Það er skoðun undirritaðs, að stjórn Strætó bs. þurfi að ígrunda öll þessi atriði og eflaust fleiri mun betur áður endanleg ákvörðun verður tekin.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar