Leggjum læsi lið – Evrópudagur talþjálfunar Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Í Evrópu halda talmeinafræðingar upp á dag talþjálfunar 6. mars. Á þessum tímamótum leggum við áherslu á að fræða um störf okkar og þann samfélagslega ávinning sem fagþekking okkar getur lagt af mörkum. Íslenskir talmeinafræðingar eru í auknum mæli að koma þekkingu og reynslu á framfæri með vönduðu greiningar- og þjálfunarefni sem metur undirstöðuþætti í málþroska, m.a. lesskilningi og hljóðkerfisþáttum sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli til undirbúnings læsi. Við komum með okkar nálgun í góðu samstarfi við menntasamfélagið og foreldra. Undirrituð hefur þróað og gefið út þjálfunarefni, m.a. smáforrit, sem sérstaklega er ætlað barnafjölskyldum og skólum til að laða fram réttan framburð hljóða um leið og þættir í hljóðkerfisvitund eru þjálfaðir sem styrkja læsi.Læsi er grundvöllur þekkingar Lesskilningur fer minnkandi í OECD-löndum heims og leita skólamenn og samfélög leiða til að breyta kennsluháttum, því til framtíðar er læsi grundvöllur að þekkingu. Lesskilningur unglinga á Íslandi hefur farið versnandi frá árinu 2000. Um 30% drengja lesa sér ekki til gagns. Tölvur og gagnvirk nálgun í leikjaformi smáforrita hentar drengjum vel til að undirbúa læsi. Sóknarfæri eru jafnframt í aðstoð við nemendur sem eru af erlendum uppruna því þeir standa mun verr en íslensk börn sbr. PISA 2012. Erlendir nemendur sem hafa farið í gegnum smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, læra að bera hljóðin fram rétt, tengja hljóð og bókstaf og þjálfast í hljóðkerfisvitundarþáttum sem rannsóknir sýna að færast yfir á önnur tungumál (Wren, Y., Hambly, H. & Roulstone, S., 2013). Þá sýna rannsóknir Gillon (2010) að sérstaklega þarf að gefa börnum með slaka félagslega stöðu og drengjum, gaum varðandi læsi. Sérstaklega þarf að skoða börn með framburðarfrávik, slæma hljóðkerfisvitund og seinkun í málþroska.Ávinningur samfélags Ávinningur samfélags sem stuðlar að því að öll börn séu vel læs og hafi góðan lesskilning við lok skólaskyldu skilar sér ekki eingöngu í samkeppnishæfu þekkingarsamfélagi heldur einnig í hæfari einstaklingum og meiri jöfnuði þar sem allir hafa sömu tækifæri til náms og atvinnu. Ný rannsókn frá Duke University í Bandaríkjunum sem tók yfir 13 ára tímabil þar sem gögn frá 100 sýslum í Norður-Karólínu voru skoðuð, sýndi að barn sem var í góðu leikskólaúrræði með góðri örvun á málþroska og framburði m.a. skólar fyrir félagslega illa staddar fjölskyldur, minnkuðu líkur á því að barn þyrfti sérkennslu við 8 ára aldur um 39% sem minnkaði kostnað fylkisins talsvert (Muschkin,C. 2015). Sérfræðiþjónusta skóla á Íslandi, með sérúrræðum er mismunandi eftir sveitarfélögum en algengt er að hlutfall sé allt að 30% af kostnaði sem sveitarfélag ver í þennan málaflokk eingöngu. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði; James J.Heckman (2013) og fleiri fræðimenn hafa sýnt fram á þjóðhagslegan sparnað af því að samfélög leggi áherslu á snemmtæka íhlutun þar sem gert er ráð fyrir því að fyrstu árin sé mikilvægast að leggja grunn að vitrænum þroska, læsi og námi barna. Langtímarannsóknir Heckman (Giving every child a fair chance. 2013) á hagrænum áhrifum af sértækum úrræðum fyrir hóp barna í áhættu sýna t.d. að fyrir hverja krónu sem samfélag veitir í vönduð leikskólaúrræði með áherslu á góðan málskilning og læsi, sparast sjö krónur í margvíslegum félagslegum kostnaði skattgreiðenda síðar. Samfélagslegur ávinningur er því töluverður þegar það tekst að stuðla að góðum málþroska og læsi. Þá eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir lítið málminnihlutasamfélag eins og Ísland að styrkja stöðu tungumálsins, menningarverðmæta okkar, með því að eiga aðgang að vönduðum smáforritum sem verja og viðhalda íslenskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópu halda talmeinafræðingar upp á dag talþjálfunar 6. mars. Á þessum tímamótum leggum við áherslu á að fræða um störf okkar og þann samfélagslega ávinning sem fagþekking okkar getur lagt af mörkum. Íslenskir talmeinafræðingar eru í auknum mæli að koma þekkingu og reynslu á framfæri með vönduðu greiningar- og þjálfunarefni sem metur undirstöðuþætti í málþroska, m.a. lesskilningi og hljóðkerfisþáttum sem rannsóknir sýna að skipta mestu máli til undirbúnings læsi. Við komum með okkar nálgun í góðu samstarfi við menntasamfélagið og foreldra. Undirrituð hefur þróað og gefið út þjálfunarefni, m.a. smáforrit, sem sérstaklega er ætlað barnafjölskyldum og skólum til að laða fram réttan framburð hljóða um leið og þættir í hljóðkerfisvitund eru þjálfaðir sem styrkja læsi.Læsi er grundvöllur þekkingar Lesskilningur fer minnkandi í OECD-löndum heims og leita skólamenn og samfélög leiða til að breyta kennsluháttum, því til framtíðar er læsi grundvöllur að þekkingu. Lesskilningur unglinga á Íslandi hefur farið versnandi frá árinu 2000. Um 30% drengja lesa sér ekki til gagns. Tölvur og gagnvirk nálgun í leikjaformi smáforrita hentar drengjum vel til að undirbúa læsi. Sóknarfæri eru jafnframt í aðstoð við nemendur sem eru af erlendum uppruna því þeir standa mun verr en íslensk börn sbr. PISA 2012. Erlendir nemendur sem hafa farið í gegnum smáforritið Lærum og leikum með hljóðin, læra að bera hljóðin fram rétt, tengja hljóð og bókstaf og þjálfast í hljóðkerfisvitundarþáttum sem rannsóknir sýna að færast yfir á önnur tungumál (Wren, Y., Hambly, H. & Roulstone, S., 2013). Þá sýna rannsóknir Gillon (2010) að sérstaklega þarf að gefa börnum með slaka félagslega stöðu og drengjum, gaum varðandi læsi. Sérstaklega þarf að skoða börn með framburðarfrávik, slæma hljóðkerfisvitund og seinkun í málþroska.Ávinningur samfélags Ávinningur samfélags sem stuðlar að því að öll börn séu vel læs og hafi góðan lesskilning við lok skólaskyldu skilar sér ekki eingöngu í samkeppnishæfu þekkingarsamfélagi heldur einnig í hæfari einstaklingum og meiri jöfnuði þar sem allir hafa sömu tækifæri til náms og atvinnu. Ný rannsókn frá Duke University í Bandaríkjunum sem tók yfir 13 ára tímabil þar sem gögn frá 100 sýslum í Norður-Karólínu voru skoðuð, sýndi að barn sem var í góðu leikskólaúrræði með góðri örvun á málþroska og framburði m.a. skólar fyrir félagslega illa staddar fjölskyldur, minnkuðu líkur á því að barn þyrfti sérkennslu við 8 ára aldur um 39% sem minnkaði kostnað fylkisins talsvert (Muschkin,C. 2015). Sérfræðiþjónusta skóla á Íslandi, með sérúrræðum er mismunandi eftir sveitarfélögum en algengt er að hlutfall sé allt að 30% af kostnaði sem sveitarfélag ver í þennan málaflokk eingöngu. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði; James J.Heckman (2013) og fleiri fræðimenn hafa sýnt fram á þjóðhagslegan sparnað af því að samfélög leggi áherslu á snemmtæka íhlutun þar sem gert er ráð fyrir því að fyrstu árin sé mikilvægast að leggja grunn að vitrænum þroska, læsi og námi barna. Langtímarannsóknir Heckman (Giving every child a fair chance. 2013) á hagrænum áhrifum af sértækum úrræðum fyrir hóp barna í áhættu sýna t.d. að fyrir hverja krónu sem samfélag veitir í vönduð leikskólaúrræði með áherslu á góðan málskilning og læsi, sparast sjö krónur í margvíslegum félagslegum kostnaði skattgreiðenda síðar. Samfélagslegur ávinningur er því töluverður þegar það tekst að stuðla að góðum málþroska og læsi. Þá eru mikil verðmæti fólgin í því fyrir lítið málminnihlutasamfélag eins og Ísland að styrkja stöðu tungumálsins, menningarverðmæta okkar, með því að eiga aðgang að vönduðum smáforritum sem verja og viðhalda íslenskunni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun