Að gefa von Bergsteinn Jónsson skrifar 5. mars 2015 07:00 Stríðið í Sýrlandi hófst 15. mars 2011. Á þeim fjórum árum sem senn eru liðin frá upphafi átakanna hafa 7,5 milljónir barna neyðst til að flýja skelfilegt ofbeldi og átök og yfirgefa heimili sín. Stór hluti þeirra er á vergangi innan heimalandsins en tæpar tvær milljónir barna hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. Á bak við þessar sorglegu tölur eru raunveruleg börn af holdi og blóði. Börn sem eiga sér drauma og vonir um hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Því stríð rænir börn ekki aðeins æsku þeirra heldur varpar það líka skugga á möguleika þeirra fyrir framtíðina. Með ómetanlegri hjálp heimsforeldra og fleiri sem stutt hafa neyðarhjálp UNICEF, höfum við veitt börnum frá Sýrlandi lífsnauðsynlega aðstoð allt frá upphafi átakanna. Hjálp á borð við vatn, heilsugæslu, hlý föt, næringu, sálrænan stuðning og menntun. Menntun er ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar neyðarhjálp er nefnd. Skólaganga skiptir hins vegar ekki aðeins máli fyrir framtíðarmöguleika barna heldur skapar skólinn einnig mikilvægan, fastan punkt í tilveru sem hefur verið umturnað í ringulreið stríðsins. Menntun verður enn mikilvægari þegar neyðarástand varir í marga mánuði. Mörg ár. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðsins fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Okkar von er að þessi börn verði hluti af þeirri kynslóð sem fær það gífurlega stóra hlutverk að byggja sýrlenskt samfélag upp á nýjan leik. Börn dagsins í dag eru læknar, smiðir, kennarar og verkfræðingar framtíðarinnar. En þau þurfa hjálp. Einfaldur pakki af skólagögnum gefur gleði og von og getur endurvakið drauma fyrir framtíðina. Þú getur lagt þitt af mörkum til neyðarsöfnunar UNICEF og Fatimusjóðsins með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.490 krónur) og gefið flóttabarni pakka af skólagögnum, eða styrkt um frjálst framlag á reikning UNICEF á Íslandi eða Fatimusjóðs. Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af. Þín hjálp getur veitt flóttabarni frá Sýrlandi von og betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stríðið í Sýrlandi hófst 15. mars 2011. Á þeim fjórum árum sem senn eru liðin frá upphafi átakanna hafa 7,5 milljónir barna neyðst til að flýja skelfilegt ofbeldi og átök og yfirgefa heimili sín. Stór hluti þeirra er á vergangi innan heimalandsins en tæpar tvær milljónir barna hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. Á bak við þessar sorglegu tölur eru raunveruleg börn af holdi og blóði. Börn sem eiga sér drauma og vonir um hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Því stríð rænir börn ekki aðeins æsku þeirra heldur varpar það líka skugga á möguleika þeirra fyrir framtíðina. Með ómetanlegri hjálp heimsforeldra og fleiri sem stutt hafa neyðarhjálp UNICEF, höfum við veitt börnum frá Sýrlandi lífsnauðsynlega aðstoð allt frá upphafi átakanna. Hjálp á borð við vatn, heilsugæslu, hlý föt, næringu, sálrænan stuðning og menntun. Menntun er ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar neyðarhjálp er nefnd. Skólaganga skiptir hins vegar ekki aðeins máli fyrir framtíðarmöguleika barna heldur skapar skólinn einnig mikilvægan, fastan punkt í tilveru sem hefur verið umturnað í ringulreið stríðsins. Menntun verður enn mikilvægari þegar neyðarástand varir í marga mánuði. Mörg ár. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF og Fatimusjóðsins fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Okkar von er að þessi börn verði hluti af þeirri kynslóð sem fær það gífurlega stóra hlutverk að byggja sýrlenskt samfélag upp á nýjan leik. Börn dagsins í dag eru læknar, smiðir, kennarar og verkfræðingar framtíðarinnar. En þau þurfa hjálp. Einfaldur pakki af skólagögnum gefur gleði og von og getur endurvakið drauma fyrir framtíðina. Þú getur lagt þitt af mörkum til neyðarsöfnunar UNICEF og Fatimusjóðsins með því að senda sms-ið BARN í númerið 1900 (1.490 krónur) og gefið flóttabarni pakka af skólagögnum, eða styrkt um frjálst framlag á reikning UNICEF á Íslandi eða Fatimusjóðs. Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af. Þín hjálp getur veitt flóttabarni frá Sýrlandi von og betri framtíð.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun