Náttúruverndarskattur í stað náttúrupassa Guðlaugur R. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2015 00:00 Jæja, þá er sneipuför frumvarpsins um náttúrupassa á enda. Frumvarpið er komið niður í skúffu og bullið búið í bili. En eftir sitja þingmenn í þoku villtir og ráðlausir. Sumir þeirra vilja fara einhverja vandrataða leið út úr þokunni með hækkun á gistináttagjaldi. Margir þeirra skilja þó, að þar er yfir klungur og foráttu að fara og villustígar eru margir. Nokkrir þeirra leiða til þvælu og vandræða í útreikningi á gjaldinu og mörgum spurningum er erfitt að svara. Eiga þeir sem gista á hóteli í 101 að greiða meira en þeir sem gista á farfuglaheimili eða í tjaldi? Á gjaldið að vera það sama fyrir eins og tveggja manna herbergi og á að vera sama gjald fyrir einn í tjaldi og fyrir fjóra í tjaldi? Á að greiða fyrir hverja nótt sem maður gistir? Fer maður sem gistir í 20 nætur oftar á hina forboðnu staði, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en maður sem gistir bara í 5 nætur? Og svo það versta. Margir villustígarnir liggja til svartra púka sem skila ekki gjaldinu. Ekki er gott að þeir fitni, helvískir. Eftirlit með púkunum er líka í rugli. Guðni hefði orðað það þannig, að þar sem rugl og bull koma saman væri ruglubull. En er þá engin leið út úr þokunni? Jú, gatan liggur greið með því að hætta að hugsa um gjaldið sem passa eða aðgangseyri. Hugsum um þetta sem skatt og látum hvern ferðamann greiða andvirði 10 evra við kaup á farseðli til landsins. Skemmtiferðaskip og ferjur greiði sama skatt á hvern farþega. Þeir ferðamenn, sem koma oftar en einu sinni á ári til landsins geta fengið umframskatt endurgreiddan úr Ferðamálasjóði og þurfa aðeins að fylla út þar til gert eyðublað með kortaupplýsingum ásamt afriti af farseðli eða brottfararspjaldi. Eyðublaðinu skila þeir síðan í tollskoðun. Innlendu flugfélögin skuli standa skil á skattinum beint til Ferðamálasjóðs en erlendu flugfélögin greiði skattinn með lendingargjöldum og skemmtiferðaskipin greiði til hafnarsjóðs í fyrstu viðkomuhöfn til landsins. Skatturinn sem hafnarsjóðir og lendingarhafnir erlendu flugfélaganna innheimta verði greiddur sem fyrst t.d. á tveggja mánaða fresti í Ferðamálasjóð. Farþegar flugfélaga sem hafa hér aðeins viðkomu eða svokallaðir transit-farþegar verði undanþegnir skattinum þó þeir skreppi í Bláa lónið.Pottþétt Þetta er pottþétt og nánast ósýnileg innheimta með örfáum innheimtuaðilum og eftirlit er næstum óþarft. Auk þess kostar innheimtan ekkert og engir púkar eru að stinga skattinum undan. Skatturinn hefur engin áhrif á með hvaða flugfélagi er flogið því allir farþegar greiða skattinn, sama með hverjum þeir fljúga. Á þennan hátt verðum við laus við skúra, hlið, girðingar og rukkara og engin krafa verður um money, money á ferðamannastöðum. Ímynd Íslands um óspillta náttúru helst óbreytt. En hvað með landann? Eigum við ekki að borga líka? Hvað með óljósar skuldbindingar við einhverja E-skammstöfun um enga mismunun milli þegna? Við svörum því með að leggja helming af skattfjárhæðinni eða u.þ.b. 800 kr á alla framteljendur og rökstyðjum lægri skatt með því að segja að flestir ferðamenn séu að greiða skattinn einu sinni á ævinni en við Íslendingar séum að greiða skattinn alla ævi. Ríkið ætti að greiði skattinn strax eftir álagningu inn í Ferðamálasjóð því við viljum ekki að það læsi krumlum sínum í skattinn eins og það gerir með útvarpsgjaldið, bensíngjaldið og tryggingagjaldið. Skatturinn gæti orðið um 1,3 milljarður á ári en hvernig eigum við að skipta honum? Það getum við gert með rökstuddum umsóknum um uppbyggingu á ferðamannastöðum og kostnaði björgunarsveita. Til að flýta fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum ætti Ferðamálasjóður að hafa heimild til að taka lán sem væri endurgreitt með framtíðartekjum sjóðsins. Stjórn Ferðamálasjóðs ætti að vera ólaunuð því stjórnarmenn eru væntanlega bara að sinna vinnunni sinni og vilja hafa áhrif á hvernig sjóðnum er skipt. Enginn sitji í stjórn sjóðsins lengur en í tvö ár. Ennfremur er það farsælast að stjórnmálamenn séu ekki í stjórn sjóðsins því við viljum vera laus við allt kjördæmapot við úthlutun úr sjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er sneipuför frumvarpsins um náttúrupassa á enda. Frumvarpið er komið niður í skúffu og bullið búið í bili. En eftir sitja þingmenn í þoku villtir og ráðlausir. Sumir þeirra vilja fara einhverja vandrataða leið út úr þokunni með hækkun á gistináttagjaldi. Margir þeirra skilja þó, að þar er yfir klungur og foráttu að fara og villustígar eru margir. Nokkrir þeirra leiða til þvælu og vandræða í útreikningi á gjaldinu og mörgum spurningum er erfitt að svara. Eiga þeir sem gista á hóteli í 101 að greiða meira en þeir sem gista á farfuglaheimili eða í tjaldi? Á gjaldið að vera það sama fyrir eins og tveggja manna herbergi og á að vera sama gjald fyrir einn í tjaldi og fyrir fjóra í tjaldi? Á að greiða fyrir hverja nótt sem maður gistir? Fer maður sem gistir í 20 nætur oftar á hina forboðnu staði, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en maður sem gistir bara í 5 nætur? Og svo það versta. Margir villustígarnir liggja til svartra púka sem skila ekki gjaldinu. Ekki er gott að þeir fitni, helvískir. Eftirlit með púkunum er líka í rugli. Guðni hefði orðað það þannig, að þar sem rugl og bull koma saman væri ruglubull. En er þá engin leið út úr þokunni? Jú, gatan liggur greið með því að hætta að hugsa um gjaldið sem passa eða aðgangseyri. Hugsum um þetta sem skatt og látum hvern ferðamann greiða andvirði 10 evra við kaup á farseðli til landsins. Skemmtiferðaskip og ferjur greiði sama skatt á hvern farþega. Þeir ferðamenn, sem koma oftar en einu sinni á ári til landsins geta fengið umframskatt endurgreiddan úr Ferðamálasjóði og þurfa aðeins að fylla út þar til gert eyðublað með kortaupplýsingum ásamt afriti af farseðli eða brottfararspjaldi. Eyðublaðinu skila þeir síðan í tollskoðun. Innlendu flugfélögin skuli standa skil á skattinum beint til Ferðamálasjóðs en erlendu flugfélögin greiði skattinn með lendingargjöldum og skemmtiferðaskipin greiði til hafnarsjóðs í fyrstu viðkomuhöfn til landsins. Skatturinn sem hafnarsjóðir og lendingarhafnir erlendu flugfélaganna innheimta verði greiddur sem fyrst t.d. á tveggja mánaða fresti í Ferðamálasjóð. Farþegar flugfélaga sem hafa hér aðeins viðkomu eða svokallaðir transit-farþegar verði undanþegnir skattinum þó þeir skreppi í Bláa lónið.Pottþétt Þetta er pottþétt og nánast ósýnileg innheimta með örfáum innheimtuaðilum og eftirlit er næstum óþarft. Auk þess kostar innheimtan ekkert og engir púkar eru að stinga skattinum undan. Skatturinn hefur engin áhrif á með hvaða flugfélagi er flogið því allir farþegar greiða skattinn, sama með hverjum þeir fljúga. Á þennan hátt verðum við laus við skúra, hlið, girðingar og rukkara og engin krafa verður um money, money á ferðamannastöðum. Ímynd Íslands um óspillta náttúru helst óbreytt. En hvað með landann? Eigum við ekki að borga líka? Hvað með óljósar skuldbindingar við einhverja E-skammstöfun um enga mismunun milli þegna? Við svörum því með að leggja helming af skattfjárhæðinni eða u.þ.b. 800 kr á alla framteljendur og rökstyðjum lægri skatt með því að segja að flestir ferðamenn séu að greiða skattinn einu sinni á ævinni en við Íslendingar séum að greiða skattinn alla ævi. Ríkið ætti að greiði skattinn strax eftir álagningu inn í Ferðamálasjóð því við viljum ekki að það læsi krumlum sínum í skattinn eins og það gerir með útvarpsgjaldið, bensíngjaldið og tryggingagjaldið. Skatturinn gæti orðið um 1,3 milljarður á ári en hvernig eigum við að skipta honum? Það getum við gert með rökstuddum umsóknum um uppbyggingu á ferðamannastöðum og kostnaði björgunarsveita. Til að flýta fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum ætti Ferðamálasjóður að hafa heimild til að taka lán sem væri endurgreitt með framtíðartekjum sjóðsins. Stjórn Ferðamálasjóðs ætti að vera ólaunuð því stjórnarmenn eru væntanlega bara að sinna vinnunni sinni og vilja hafa áhrif á hvernig sjóðnum er skipt. Enginn sitji í stjórn sjóðsins lengur en í tvö ár. Ennfremur er það farsælast að stjórnmálamenn séu ekki í stjórn sjóðsins því við viljum vera laus við allt kjördæmapot við úthlutun úr sjóðnum.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun