Náttúruverndarskattur í stað náttúrupassa Guðlaugur R. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2015 00:00 Jæja, þá er sneipuför frumvarpsins um náttúrupassa á enda. Frumvarpið er komið niður í skúffu og bullið búið í bili. En eftir sitja þingmenn í þoku villtir og ráðlausir. Sumir þeirra vilja fara einhverja vandrataða leið út úr þokunni með hækkun á gistináttagjaldi. Margir þeirra skilja þó, að þar er yfir klungur og foráttu að fara og villustígar eru margir. Nokkrir þeirra leiða til þvælu og vandræða í útreikningi á gjaldinu og mörgum spurningum er erfitt að svara. Eiga þeir sem gista á hóteli í 101 að greiða meira en þeir sem gista á farfuglaheimili eða í tjaldi? Á gjaldið að vera það sama fyrir eins og tveggja manna herbergi og á að vera sama gjald fyrir einn í tjaldi og fyrir fjóra í tjaldi? Á að greiða fyrir hverja nótt sem maður gistir? Fer maður sem gistir í 20 nætur oftar á hina forboðnu staði, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en maður sem gistir bara í 5 nætur? Og svo það versta. Margir villustígarnir liggja til svartra púka sem skila ekki gjaldinu. Ekki er gott að þeir fitni, helvískir. Eftirlit með púkunum er líka í rugli. Guðni hefði orðað það þannig, að þar sem rugl og bull koma saman væri ruglubull. En er þá engin leið út úr þokunni? Jú, gatan liggur greið með því að hætta að hugsa um gjaldið sem passa eða aðgangseyri. Hugsum um þetta sem skatt og látum hvern ferðamann greiða andvirði 10 evra við kaup á farseðli til landsins. Skemmtiferðaskip og ferjur greiði sama skatt á hvern farþega. Þeir ferðamenn, sem koma oftar en einu sinni á ári til landsins geta fengið umframskatt endurgreiddan úr Ferðamálasjóði og þurfa aðeins að fylla út þar til gert eyðublað með kortaupplýsingum ásamt afriti af farseðli eða brottfararspjaldi. Eyðublaðinu skila þeir síðan í tollskoðun. Innlendu flugfélögin skuli standa skil á skattinum beint til Ferðamálasjóðs en erlendu flugfélögin greiði skattinn með lendingargjöldum og skemmtiferðaskipin greiði til hafnarsjóðs í fyrstu viðkomuhöfn til landsins. Skatturinn sem hafnarsjóðir og lendingarhafnir erlendu flugfélaganna innheimta verði greiddur sem fyrst t.d. á tveggja mánaða fresti í Ferðamálasjóð. Farþegar flugfélaga sem hafa hér aðeins viðkomu eða svokallaðir transit-farþegar verði undanþegnir skattinum þó þeir skreppi í Bláa lónið.Pottþétt Þetta er pottþétt og nánast ósýnileg innheimta með örfáum innheimtuaðilum og eftirlit er næstum óþarft. Auk þess kostar innheimtan ekkert og engir púkar eru að stinga skattinum undan. Skatturinn hefur engin áhrif á með hvaða flugfélagi er flogið því allir farþegar greiða skattinn, sama með hverjum þeir fljúga. Á þennan hátt verðum við laus við skúra, hlið, girðingar og rukkara og engin krafa verður um money, money á ferðamannastöðum. Ímynd Íslands um óspillta náttúru helst óbreytt. En hvað með landann? Eigum við ekki að borga líka? Hvað með óljósar skuldbindingar við einhverja E-skammstöfun um enga mismunun milli þegna? Við svörum því með að leggja helming af skattfjárhæðinni eða u.þ.b. 800 kr á alla framteljendur og rökstyðjum lægri skatt með því að segja að flestir ferðamenn séu að greiða skattinn einu sinni á ævinni en við Íslendingar séum að greiða skattinn alla ævi. Ríkið ætti að greiði skattinn strax eftir álagningu inn í Ferðamálasjóð því við viljum ekki að það læsi krumlum sínum í skattinn eins og það gerir með útvarpsgjaldið, bensíngjaldið og tryggingagjaldið. Skatturinn gæti orðið um 1,3 milljarður á ári en hvernig eigum við að skipta honum? Það getum við gert með rökstuddum umsóknum um uppbyggingu á ferðamannastöðum og kostnaði björgunarsveita. Til að flýta fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum ætti Ferðamálasjóður að hafa heimild til að taka lán sem væri endurgreitt með framtíðartekjum sjóðsins. Stjórn Ferðamálasjóðs ætti að vera ólaunuð því stjórnarmenn eru væntanlega bara að sinna vinnunni sinni og vilja hafa áhrif á hvernig sjóðnum er skipt. Enginn sitji í stjórn sjóðsins lengur en í tvö ár. Ennfremur er það farsælast að stjórnmálamenn séu ekki í stjórn sjóðsins því við viljum vera laus við allt kjördæmapot við úthlutun úr sjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er sneipuför frumvarpsins um náttúrupassa á enda. Frumvarpið er komið niður í skúffu og bullið búið í bili. En eftir sitja þingmenn í þoku villtir og ráðlausir. Sumir þeirra vilja fara einhverja vandrataða leið út úr þokunni með hækkun á gistináttagjaldi. Margir þeirra skilja þó, að þar er yfir klungur og foráttu að fara og villustígar eru margir. Nokkrir þeirra leiða til þvælu og vandræða í útreikningi á gjaldinu og mörgum spurningum er erfitt að svara. Eiga þeir sem gista á hóteli í 101 að greiða meira en þeir sem gista á farfuglaheimili eða í tjaldi? Á gjaldið að vera það sama fyrir eins og tveggja manna herbergi og á að vera sama gjald fyrir einn í tjaldi og fyrir fjóra í tjaldi? Á að greiða fyrir hverja nótt sem maður gistir? Fer maður sem gistir í 20 nætur oftar á hina forboðnu staði, Þingvöll, Gullfoss og Geysi, en maður sem gistir bara í 5 nætur? Og svo það versta. Margir villustígarnir liggja til svartra púka sem skila ekki gjaldinu. Ekki er gott að þeir fitni, helvískir. Eftirlit með púkunum er líka í rugli. Guðni hefði orðað það þannig, að þar sem rugl og bull koma saman væri ruglubull. En er þá engin leið út úr þokunni? Jú, gatan liggur greið með því að hætta að hugsa um gjaldið sem passa eða aðgangseyri. Hugsum um þetta sem skatt og látum hvern ferðamann greiða andvirði 10 evra við kaup á farseðli til landsins. Skemmtiferðaskip og ferjur greiði sama skatt á hvern farþega. Þeir ferðamenn, sem koma oftar en einu sinni á ári til landsins geta fengið umframskatt endurgreiddan úr Ferðamálasjóði og þurfa aðeins að fylla út þar til gert eyðublað með kortaupplýsingum ásamt afriti af farseðli eða brottfararspjaldi. Eyðublaðinu skila þeir síðan í tollskoðun. Innlendu flugfélögin skuli standa skil á skattinum beint til Ferðamálasjóðs en erlendu flugfélögin greiði skattinn með lendingargjöldum og skemmtiferðaskipin greiði til hafnarsjóðs í fyrstu viðkomuhöfn til landsins. Skatturinn sem hafnarsjóðir og lendingarhafnir erlendu flugfélaganna innheimta verði greiddur sem fyrst t.d. á tveggja mánaða fresti í Ferðamálasjóð. Farþegar flugfélaga sem hafa hér aðeins viðkomu eða svokallaðir transit-farþegar verði undanþegnir skattinum þó þeir skreppi í Bláa lónið.Pottþétt Þetta er pottþétt og nánast ósýnileg innheimta með örfáum innheimtuaðilum og eftirlit er næstum óþarft. Auk þess kostar innheimtan ekkert og engir púkar eru að stinga skattinum undan. Skatturinn hefur engin áhrif á með hvaða flugfélagi er flogið því allir farþegar greiða skattinn, sama með hverjum þeir fljúga. Á þennan hátt verðum við laus við skúra, hlið, girðingar og rukkara og engin krafa verður um money, money á ferðamannastöðum. Ímynd Íslands um óspillta náttúru helst óbreytt. En hvað með landann? Eigum við ekki að borga líka? Hvað með óljósar skuldbindingar við einhverja E-skammstöfun um enga mismunun milli þegna? Við svörum því með að leggja helming af skattfjárhæðinni eða u.þ.b. 800 kr á alla framteljendur og rökstyðjum lægri skatt með því að segja að flestir ferðamenn séu að greiða skattinn einu sinni á ævinni en við Íslendingar séum að greiða skattinn alla ævi. Ríkið ætti að greiði skattinn strax eftir álagningu inn í Ferðamálasjóð því við viljum ekki að það læsi krumlum sínum í skattinn eins og það gerir með útvarpsgjaldið, bensíngjaldið og tryggingagjaldið. Skatturinn gæti orðið um 1,3 milljarður á ári en hvernig eigum við að skipta honum? Það getum við gert með rökstuddum umsóknum um uppbyggingu á ferðamannastöðum og kostnaði björgunarsveita. Til að flýta fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum ætti Ferðamálasjóður að hafa heimild til að taka lán sem væri endurgreitt með framtíðartekjum sjóðsins. Stjórn Ferðamálasjóðs ætti að vera ólaunuð því stjórnarmenn eru væntanlega bara að sinna vinnunni sinni og vilja hafa áhrif á hvernig sjóðnum er skipt. Enginn sitji í stjórn sjóðsins lengur en í tvö ár. Ennfremur er það farsælast að stjórnmálamenn séu ekki í stjórn sjóðsins því við viljum vera laus við allt kjördæmapot við úthlutun úr sjóðnum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun