Ísland – best í heimi? Sema Erla Serdar skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun