Ísland – best í heimi? Sema Erla Serdar skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Fjórða læknaferðin endurgreidd Líneik Anna Sævarsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Þau eru mörg dæmin sem hægt er að telja upp sem gætu rökstutt þá fullyrðingu að Ísland sé best í heimi. Hrein náttúra, lág glæpatíðni, staða jafnréttismála, besti bjórinn, Björk og Bæjarins bestu eru nokkur af þeim dæmum sem við Íslendingar notum óspart til þess að sannfæra okkur sjálf og aðra um að Ísland sé í raun best í heimi. Annað sem við viljum gjarnan státa okkur af er hið opna og frjálsa lýðræðissamfélag þar sem jafnrétti og réttlæti er við lýði og fólki er ekki mismunað, hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, trúarbragða, litarhafts eða öðru sem greinir einn einstakling frá öðrum, enda er öllum tekið með opnum örmum hér á Íslandi. Það eru ekki einungis Íslendingar sem sjá rómantíkina í þessu öllu saman og því hefur Ísland í langan tíma vakið áhuga fólks á landi og þjóð og margir hafa lagt leið sína hingað til þess að kynnast þessari dularfullu, framandi og fjarlægu eyju. Sumir hafa gengið enn lengra og sest hér að, með von um betra líf. Imane Errajea er ein af þeim. Imane sagði sögu sína í Fréttatímanum. Þar segir hún frá því að hún geti ekki hugsað sér lengur að búa á Íslandi vegna þeirrar framkomu sem fólk hefur sýnt henni þau þrjú ár sem hún hefur búið hér ásamt eiginmanni sínum og barni. Hún segir frá því hvernig fólk hefur forðast hana, ekki viljað kynnast henni vegna uppruna hennar, niðurlægt hana, hunsað hana úti á götu og hvernig hún hefur verið lögð í einelti af hendi starfsmanna Strætó! Það er ekki annað hægt en að finna fyrir sorg, reiði og skömm eftir slíkan lestur. Að einstaklingum sem koma hingað til lands til þess að finna hamingju, frið og frelsi sé útskúfað úr samfélaginu, hafi aldrei verið jafn einmana og hér á landi og telji sig þurfa að leita til annars lands til þess að börn þeirra fái tækifæri til þess að verða hamingjusöm. Það er ólíðandi að hér sé einstaklingum mismunað vegna uppruna þeirra, trúarbragða eða húðlitar. Það er ólíðandi að hér sé fólk lagt í einelti vegna þess að það er ekki fætt og uppalið á Íslandi. Það er ólíðandi að hér leyfi menn sér að útskúfa fólki vegna þess að það talar annað tungumál og það er ólíðandi að fólk leyfi sér framkomu eins og Imane lýsir. Verum áfram það samfélag sem státar sig af náttúruperlum, friði, öryggi og Björk Guðmundsdóttur. Verum ekki það samfélag sem einkennist af þjóðernisrembingi, fordómum og einelti og hrekur í burtu fólk sem hefur ákveðið að koma til Íslands, setjast hér að og hefja nýtt líf. Það Ísland er langt frá því að vera best í heimi.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar