Einlægur og rómantískur sjarmör Elín Albertsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 14:00 Helgi segist vera rómantískur og finnst gaman að koma eiginkonunni á óvart. Ekkert frekar á konudegi en öðrum dögum ársins. „Ég er ekki rómantískur á ákveðnum dögum heldur þegar mér dettur það í hug. Þá verður það óvænt og skemmtilegt.“ Mynd/Stefán Helgi Björnsson, söngvari og leikari, höfðar vel til þjóðarinnar með lögum sínum. Hver smellurinn á fætur öðrum flýgur upp vinsældalistann. Um þessa helgi verður Helgi þó hvorki á Mývatni né Kópaskeri. Edduverðlaunin verða afhent í kvöld þar sem mikið verður um dýrðir. Meðal þeirra sem eru tilnefndir er Helgi Björnsson. Hann hlaut tilnefninguna besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni París norðursins. „Það verður nóg að gera um helgina,“ svaraði Helgi þegar við slógum á þráðinn til hans. Hann ætlar þó að vera í fríi frá söng og leik. Í gærkvöldi var hann viðstaddur afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna en þar koma allir helstu tónlistarmenn landsins saman. Síðan er það Eddan í kvöld þar sem kvikmynda- og sjónvarpsfólk hittist. Hann segist ekki vera búinn að semja ræðuna, ef hann skyldi vinna. „Maður spinnur bara eitthvað á staðnum ef til þess kemur.“ Á Eddunni hittist bransinn og allir í sínu fínasta pússi. „Það er virkilega skemmtilegt að gleðjast með þessu fólki. Hátíðin er ekki síst mikilvæg fyrir það fólk sem vinnur á bak við myndavélina. Það er stór hópur, frábærir fagmenn sem starfa bæði við íslenskar kvikmyndir og á alþjóðlegum markaði. Kvikmyndagerðin er orðin stór atvinnugrein sem skiptir verulegu máli. Ekki er langt síðan þetta fagfólk var í annarri vinnu meðfram þar sem verkefnin voru ekki nægilega mörg. Nú hefur þetta breyst og margir sem starfa við kvikmyndagerð eru í fullu starfi. Það er ánægjuleg þróun,“ segir Helgi.Pabbar sem gráta Helgi fagnaði þrjátíu ára starfsferli síðasta haust. Í tilefni af því fór hann í vel heppnaða tónleikaferð um landið. Hann á farsælan feril að baki en mörg laga hans hafa orðið feikilega vinsæl og þjóðin syngur gjarnan þegar hún er í góðu skapi. Má þar nefna lög eins og Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já með Grafík og síðan lög eins og Geta pabbar ekki grátið sem Helgi söng með Sssól. Undanfarin ár hefur Helgi gert vinsælar plötur með Reiðmönnum vindanna en mörg þeirra laga hljóma reglulega á öldum ljósvakans. Í haust kom síðan út lagið Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers sem náði miklum vinsældum. Hann segist nú reyndar ekki bruna um landið á Land Rover heldur á Dodge. „Þetta lag varð einmitt til á ferðalagi um landið. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og alls staðar mikil stemning.“ Þegar Helgi er spurður hver sé galdurinn á bak við þessar vinsældir segist hann ekki átta sig á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að svara því. Ég hef alltaf haft mjög gaman af fallegum og grípandi melódíum. Áhersla mín er kannski á slík lög auk þess sem ég vil vera einlægur og sannur gagnvart hlustendum. Ég hef undanfarið sungið mikið lög eftir aðra, gömul og góð lög, en nú langar mig að leggja meiri áherslu á frumsamda tónlist. Ég er að vinna að slíkri plötu og lagið Ég fer á Land Rover er fyrsta lagið sem kemur út af henni. Síðan verða fleiri lög í þessum anda. Ég hef samið töluvert af lögum og þau hafa safnast upp, mörg eru ekki enn fullunnin. Áður setti maður ófullgerð lög inn á segulband en nú dælist þetta inn á tölvuna. Sum verða að „barni“ en önnur ekki. Ég býst við að koma einu lagi út í vor eða sumar en platan kemur síðan út með haustinu.“Ástríðan í lífinu Helgi hefur haft mikið að gera undanfarið. Fyrir utan tónleika kemur hann fram á alls kyns mannfögnuðum, á árshátíðum, í brúðkaupum, afmælum og því um líku. „Það er yndislegt að fá tækifæri til að vinna við það sem manni þykir skemmtilegt. Vinnan er í raun mín ástríða. Ég get því ekki kvartað,“ segir hann. Það hefur farið minna fyrir vinnu í leikhúsum og Helgi segist sakna þess. Hann hefur meira verið á hvíta tjaldinu, síðast í París norðursins og Hross í oss. „Ég tók síðast þátt í leiksýningu með Vesturporti 2012. Ég væri alveg til í að kíkja aftur á leiksviðið, ég myndi að minnsta kosti ekki hafna tilboði. Leikhúsið bindur mann á staðnum en þar sem ég hef dvalið mikið í Berlín undanfarin ár hefur það ekki hentað mér. Svo eru alltaf einhverjar kvikmyndir á teikniborðinu sem bíða fjármagns og maður veit aldrei hvenær af þeim verður.“Óvænt rómantík Það er konudagur á morgun. Þar sem Helgi er rómantískur sjarmör er sjálfsagt að spyrja hvað hann ætli að gera fyrir frúna, Vilborgu Halldórsdóttur. „Jú, ég er rómantískur. Það er nauðsynlegt til að halda í litbrigði lífsins. Ég gæti hugsað mér að vakna snemma í fyrramálið, fara í blómabúð og kaupa eitt tonn af rósum sem ég dreifi um svefnherbergið og fram á bað. Læt renna í baðið og sæki ískalt kampavín og jarðarber. Ég ber síðan olíu á hana eftir baðið. Fyrir utan húsið bíða tveir hvítir hestar sem við ríðum vestur á Gróttu og horfum á sólarlagið saman. Hljómar þetta ekki vel?“ spyr Helgi sem var hugsanlega að semja nýtt lag eða láta sig dreyma. Hann er nefnilega á förum til Berlínar á morgun og hefur því varla mikinn tíma fyrir rómantík. „Ég er ekki rómantískur á ákveðnum dögum heldur þegar mér dettur það í hug. Þá verður það óvænt og skemmtilegt,“ viðurkennir hann. „Ég hef reyndar stráð rósablöðum heima hjá mér og kom þá konunni rækilega á óvart. Það er svo gaman að gleðja einhvern sem ekki á von á því.“Á ferð og flugi Helgi flýgur utan á morgun, fyrst er ferðinni heitið til Berlínar en síðan Brussel. „Þar ætlum við Jakob Frímann Magnússon að funda fyrir hönd Félags tónskálda og textahöfunda. Þetta er fagfundur slíkra félaga í Evrópu. Eftir þann fund tek ég annan fund í Berlín á leiðinni heim. Ég eignaðist mikið af vinum í borginni og hef starfað með hljómsveitinni Capital Dance Orchestra sem ég flutti hingað til lands í fyrra. Við erum að skoða nokkur verkefni.“Er Berlín svona æðisleg, eins og sagt er? „Já, Berlín er svona æðisleg, eins og sagt er,“ svarar Helgi um hæl. „Borgin hefur upp á svo margt að bjóða en er þó afslappaðri en margar aðrar heimsborgir. Þarna er gróskumikið mannlíf og suðupottur alls kyns hugmynda. Í Berlín finnast mörg tækifæri,“ segir Helgi sem flýgur þangað nokkrum sinnum á ári.Lífið er fallegt Þegar Helgi er spurður hvernig notaleg fríhelgi myndi hljóma hjá honum, svarar hann: „Ég myndi elda góðan mat og bjóða gestum. Spjalla og sötra gott rauðvín. Það finnst mér skemmtilegt á föstudags- eða laugardagskvöldi þegar ég er ekki að vinna.“ Helgi viðurkennir að hann sé góður kokkur og matgæðingur. „Ítalskur matur er í sérstöku uppáhaldi. Við bjuggum á Ítalíu um tíma og það býr í manni. Ítalir hafa skemmtilega afstöðu til lífsins, þeir taka setninguna „La vita e bella“ alvarlega, það er „Lífið er fallegt“. Við eigum að njóta lífsins á meðan við getum. Þeir horfa öðrum augum á lífsgæði en Íslendingar. Reyndar finnst mér nóg komið af neikvæðri umræðu hér á landi, þetta endalausa skítkast er löngu komið út í öfgar,“ segir poppgoðið og sjarmörinn Helgi Björnsson. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Helgi Björnsson, söngvari og leikari, höfðar vel til þjóðarinnar með lögum sínum. Hver smellurinn á fætur öðrum flýgur upp vinsældalistann. Um þessa helgi verður Helgi þó hvorki á Mývatni né Kópaskeri. Edduverðlaunin verða afhent í kvöld þar sem mikið verður um dýrðir. Meðal þeirra sem eru tilnefndir er Helgi Björnsson. Hann hlaut tilnefninguna besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni París norðursins. „Það verður nóg að gera um helgina,“ svaraði Helgi þegar við slógum á þráðinn til hans. Hann ætlar þó að vera í fríi frá söng og leik. Í gærkvöldi var hann viðstaddur afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna en þar koma allir helstu tónlistarmenn landsins saman. Síðan er það Eddan í kvöld þar sem kvikmynda- og sjónvarpsfólk hittist. Hann segist ekki vera búinn að semja ræðuna, ef hann skyldi vinna. „Maður spinnur bara eitthvað á staðnum ef til þess kemur.“ Á Eddunni hittist bransinn og allir í sínu fínasta pússi. „Það er virkilega skemmtilegt að gleðjast með þessu fólki. Hátíðin er ekki síst mikilvæg fyrir það fólk sem vinnur á bak við myndavélina. Það er stór hópur, frábærir fagmenn sem starfa bæði við íslenskar kvikmyndir og á alþjóðlegum markaði. Kvikmyndagerðin er orðin stór atvinnugrein sem skiptir verulegu máli. Ekki er langt síðan þetta fagfólk var í annarri vinnu meðfram þar sem verkefnin voru ekki nægilega mörg. Nú hefur þetta breyst og margir sem starfa við kvikmyndagerð eru í fullu starfi. Það er ánægjuleg þróun,“ segir Helgi.Pabbar sem gráta Helgi fagnaði þrjátíu ára starfsferli síðasta haust. Í tilefni af því fór hann í vel heppnaða tónleikaferð um landið. Hann á farsælan feril að baki en mörg laga hans hafa orðið feikilega vinsæl og þjóðin syngur gjarnan þegar hún er í góðu skapi. Má þar nefna lög eins og Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já með Grafík og síðan lög eins og Geta pabbar ekki grátið sem Helgi söng með Sssól. Undanfarin ár hefur Helgi gert vinsælar plötur með Reiðmönnum vindanna en mörg þeirra laga hljóma reglulega á öldum ljósvakans. Í haust kom síðan út lagið Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers sem náði miklum vinsældum. Hann segist nú reyndar ekki bruna um landið á Land Rover heldur á Dodge. „Þetta lag varð einmitt til á ferðalagi um landið. Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og alls staðar mikil stemning.“ Þegar Helgi er spurður hver sé galdurinn á bak við þessar vinsældir segist hann ekki átta sig á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að svara því. Ég hef alltaf haft mjög gaman af fallegum og grípandi melódíum. Áhersla mín er kannski á slík lög auk þess sem ég vil vera einlægur og sannur gagnvart hlustendum. Ég hef undanfarið sungið mikið lög eftir aðra, gömul og góð lög, en nú langar mig að leggja meiri áherslu á frumsamda tónlist. Ég er að vinna að slíkri plötu og lagið Ég fer á Land Rover er fyrsta lagið sem kemur út af henni. Síðan verða fleiri lög í þessum anda. Ég hef samið töluvert af lögum og þau hafa safnast upp, mörg eru ekki enn fullunnin. Áður setti maður ófullgerð lög inn á segulband en nú dælist þetta inn á tölvuna. Sum verða að „barni“ en önnur ekki. Ég býst við að koma einu lagi út í vor eða sumar en platan kemur síðan út með haustinu.“Ástríðan í lífinu Helgi hefur haft mikið að gera undanfarið. Fyrir utan tónleika kemur hann fram á alls kyns mannfögnuðum, á árshátíðum, í brúðkaupum, afmælum og því um líku. „Það er yndislegt að fá tækifæri til að vinna við það sem manni þykir skemmtilegt. Vinnan er í raun mín ástríða. Ég get því ekki kvartað,“ segir hann. Það hefur farið minna fyrir vinnu í leikhúsum og Helgi segist sakna þess. Hann hefur meira verið á hvíta tjaldinu, síðast í París norðursins og Hross í oss. „Ég tók síðast þátt í leiksýningu með Vesturporti 2012. Ég væri alveg til í að kíkja aftur á leiksviðið, ég myndi að minnsta kosti ekki hafna tilboði. Leikhúsið bindur mann á staðnum en þar sem ég hef dvalið mikið í Berlín undanfarin ár hefur það ekki hentað mér. Svo eru alltaf einhverjar kvikmyndir á teikniborðinu sem bíða fjármagns og maður veit aldrei hvenær af þeim verður.“Óvænt rómantík Það er konudagur á morgun. Þar sem Helgi er rómantískur sjarmör er sjálfsagt að spyrja hvað hann ætli að gera fyrir frúna, Vilborgu Halldórsdóttur. „Jú, ég er rómantískur. Það er nauðsynlegt til að halda í litbrigði lífsins. Ég gæti hugsað mér að vakna snemma í fyrramálið, fara í blómabúð og kaupa eitt tonn af rósum sem ég dreifi um svefnherbergið og fram á bað. Læt renna í baðið og sæki ískalt kampavín og jarðarber. Ég ber síðan olíu á hana eftir baðið. Fyrir utan húsið bíða tveir hvítir hestar sem við ríðum vestur á Gróttu og horfum á sólarlagið saman. Hljómar þetta ekki vel?“ spyr Helgi sem var hugsanlega að semja nýtt lag eða láta sig dreyma. Hann er nefnilega á förum til Berlínar á morgun og hefur því varla mikinn tíma fyrir rómantík. „Ég er ekki rómantískur á ákveðnum dögum heldur þegar mér dettur það í hug. Þá verður það óvænt og skemmtilegt,“ viðurkennir hann. „Ég hef reyndar stráð rósablöðum heima hjá mér og kom þá konunni rækilega á óvart. Það er svo gaman að gleðja einhvern sem ekki á von á því.“Á ferð og flugi Helgi flýgur utan á morgun, fyrst er ferðinni heitið til Berlínar en síðan Brussel. „Þar ætlum við Jakob Frímann Magnússon að funda fyrir hönd Félags tónskálda og textahöfunda. Þetta er fagfundur slíkra félaga í Evrópu. Eftir þann fund tek ég annan fund í Berlín á leiðinni heim. Ég eignaðist mikið af vinum í borginni og hef starfað með hljómsveitinni Capital Dance Orchestra sem ég flutti hingað til lands í fyrra. Við erum að skoða nokkur verkefni.“Er Berlín svona æðisleg, eins og sagt er? „Já, Berlín er svona æðisleg, eins og sagt er,“ svarar Helgi um hæl. „Borgin hefur upp á svo margt að bjóða en er þó afslappaðri en margar aðrar heimsborgir. Þarna er gróskumikið mannlíf og suðupottur alls kyns hugmynda. Í Berlín finnast mörg tækifæri,“ segir Helgi sem flýgur þangað nokkrum sinnum á ári.Lífið er fallegt Þegar Helgi er spurður hvernig notaleg fríhelgi myndi hljóma hjá honum, svarar hann: „Ég myndi elda góðan mat og bjóða gestum. Spjalla og sötra gott rauðvín. Það finnst mér skemmtilegt á föstudags- eða laugardagskvöldi þegar ég er ekki að vinna.“ Helgi viðurkennir að hann sé góður kokkur og matgæðingur. „Ítalskur matur er í sérstöku uppáhaldi. Við bjuggum á Ítalíu um tíma og það býr í manni. Ítalir hafa skemmtilega afstöðu til lífsins, þeir taka setninguna „La vita e bella“ alvarlega, það er „Lífið er fallegt“. Við eigum að njóta lífsins á meðan við getum. Þeir horfa öðrum augum á lífsgæði en Íslendingar. Reyndar finnst mér nóg komið af neikvæðri umræðu hér á landi, þetta endalausa skítkast er löngu komið út í öfgar,“ segir poppgoðið og sjarmörinn Helgi Björnsson.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira