Þróun í rétta átt kjartan hreinn njálsson skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Evolve. Leikurinn er ný nálgun á skotleiki. Evolve Turtle Rock Studios/XBOX ONE/PS4 Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann. Leikjavísir Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Evolve Turtle Rock Studios/XBOX ONE/PS4 Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann.
Leikjavísir Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira