Er þjóðnýting á fiskveiðirétti lausnin? Skúli Magnússon skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Allt frá landnámi hefur fiskveiðiréttur í sjó hvorki verið eign einkaaðila né ríkisins. Hin forna meginregla um að allir eigi rétt til fiskjar, þegar netlögum sjávarjarða sleppir, gildir enn þótt reglur um veiðileyfi og áskilnaður um kvóta í öllum helstu stofnum hafi á síðustu áratugum að verulegu leyti rýmt henni út. Í umræðu um fiskveiðistjórn síðustu vikur hefur ítrekað komið fram sú hugmynd að þessu fyrirkomulagi eigi að breyta og rétturinn til nýtingar á fiskistofnum í efnahagslögsögu Íslands verði lagaleg eign ríkisins. Ástæða er til að staldra við og spyrja hver geti verið rökin fyrir slíkri grundvallarbreytingu.Misskilningur um eignarrétt ríkisins Ekki fer á milli mála að nytjastofnar í efnahagslögsögunni eru háðir fullveldisrétti íslenska ríkisins (reyndar með ákveðnum takmörkunum). Af þessu leiðir að íslenska ríkið getur, í krafti valdheimilda sinna, sett reglur um ráðstöfun og stjórn þessarar auðlindar og framfylgt þessum reglum. Kvótakerfinu var t.a.m. komið á fót og það þróað á þessum grundvelli. Þannig liggur fyrir að fiskveiðiauðlindin er nú þegar tryggilega undir yfirráðum íslenska ríkisins. Það er því misskilningur að eignarréttur ríkisins á nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni feli það í sér að „forræði þjóðarinnar“ verði betur tryggt en áður. Eignarréttarleg skilgreining á auðlindinni skiptir í reynd engu um heimildir ríkisins að þessu leyti, þ.á m. veitingu nýtingarheimilda til einkaaðila og stjórnskipulega vernd þeirra heimilda. Ef marka má umræðu síðustu vikna virðist markmiðið með því að slá föstum eignarrétti ríkisins vera að skapa grundvöll fyrir svokallaðri „samningaleið“ í sjávarútvegi. Hinn eiginlegi tilgangurinn með eignarrétti ríkisins er þá ekki sá að tryggja forræði þjóðarinnar yfir auðlindinni heldur fremur að skapa grundvöll fyrir framsali þessa eignarréttar til núverandi handhafa veiðiheimilda í formi leigu. Þar með yrðu til óbein en stjórnarskrárvarin eignaréttindi núverandi handhafa veiðiheimilda. Rökin að baki fyrirhuguðum eignarrétti ríkisins eru samkvæmt þessu talsvert önnur en þau sem liggja til grundvallar eignarrétti ríkisins að auðlindum hafsbotnsins eða þjóðlendum, svo dæmi séu tekin.Stefnumótun um auðlindamál Það er ekki sjálfgefið að svokölluð samningaleið sé til þess fallin að auka „forræði þjóðarinnar“ á fiskveiðiauðlindinni, jafnvel þótt slíkum réttindum sé ætlað að vera tímabundnum, a.m.k. í orði kveðnu. Ástæða er til að rifja upp að allar tillögur um grunnfyrirkomulag auðlindamála á síðustu áratugum hafa, með einum eða öðrum hætti, gert ráð fyrir því að forræði löggjafans á stjórn auðlinda sé óafsalanlegt, t.d. þannig að því yrði slegið föstu í stjórnarskrá að hvers kyns úthlutun nýtingarheimilda til einkaaðila skapaði ekki eignarrétt handhafa þessara réttinda, en þetta kemur þegar fram í 3. ml. 1. gr. fiskveiðistjórnarlaga (sjá nú síðast áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar, júní 2014). Rökin eru í grófum dráttum þau að almannavaldinu beri stöðugt að fylgjast með því að tiltekin auðlindastýring, t.d. í formi kvótakerfis, þjóni í reynd hagsmunum þjóðarinnar og ríkið hafi rúmar heimildir til að grípa inn í með breytingum ef svo ber undir. Hér verður einnig að horfa til þess að auðlindamál eru meðal allra mikilvægustu málefna samfélagsins og hljóta því að vera meðal þeirra atriða sem tekist er á um og ráðið er til lykta með lýðræðislegum hætti. Ef framangreind stefnumótun er lögð til grundvallar verða handhafar kvótans að sætta sig við það að fiskveiðistjórn snertir samfélagið allt – auðlindin er ótvíræð „þjóðareign“ í þessum skilningi – og af því hljóta að leiða ákveðnar takmarkanir á varanleika og „fyrirsjáanleika“ nýtingarheimilda. Með því er þó ekki sagt að handhafar kvótans njóti engrar stjórnskipulegrar verndar. Af þessu leiðir hins vegar að rekstraröryggi verður einnig, og e.t.v. umfram allt, að ná með samfélagslegri sátt sem getur orðið grunnur að pólitískum stöðugleika og varanlegum friði um fiskveiðistjórn. Að mínu mati er vandséð hvernig þjóðnýting fiskveiðiréttar í sjó getur orðið heppilegt fyrsta skref í átt að slíkri sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Allt frá landnámi hefur fiskveiðiréttur í sjó hvorki verið eign einkaaðila né ríkisins. Hin forna meginregla um að allir eigi rétt til fiskjar, þegar netlögum sjávarjarða sleppir, gildir enn þótt reglur um veiðileyfi og áskilnaður um kvóta í öllum helstu stofnum hafi á síðustu áratugum að verulegu leyti rýmt henni út. Í umræðu um fiskveiðistjórn síðustu vikur hefur ítrekað komið fram sú hugmynd að þessu fyrirkomulagi eigi að breyta og rétturinn til nýtingar á fiskistofnum í efnahagslögsögu Íslands verði lagaleg eign ríkisins. Ástæða er til að staldra við og spyrja hver geti verið rökin fyrir slíkri grundvallarbreytingu.Misskilningur um eignarrétt ríkisins Ekki fer á milli mála að nytjastofnar í efnahagslögsögunni eru háðir fullveldisrétti íslenska ríkisins (reyndar með ákveðnum takmörkunum). Af þessu leiðir að íslenska ríkið getur, í krafti valdheimilda sinna, sett reglur um ráðstöfun og stjórn þessarar auðlindar og framfylgt þessum reglum. Kvótakerfinu var t.a.m. komið á fót og það þróað á þessum grundvelli. Þannig liggur fyrir að fiskveiðiauðlindin er nú þegar tryggilega undir yfirráðum íslenska ríkisins. Það er því misskilningur að eignarréttur ríkisins á nýtingarrétti á fiskveiðiauðlindinni feli það í sér að „forræði þjóðarinnar“ verði betur tryggt en áður. Eignarréttarleg skilgreining á auðlindinni skiptir í reynd engu um heimildir ríkisins að þessu leyti, þ.á m. veitingu nýtingarheimilda til einkaaðila og stjórnskipulega vernd þeirra heimilda. Ef marka má umræðu síðustu vikna virðist markmiðið með því að slá föstum eignarrétti ríkisins vera að skapa grundvöll fyrir svokallaðri „samningaleið“ í sjávarútvegi. Hinn eiginlegi tilgangurinn með eignarrétti ríkisins er þá ekki sá að tryggja forræði þjóðarinnar yfir auðlindinni heldur fremur að skapa grundvöll fyrir framsali þessa eignarréttar til núverandi handhafa veiðiheimilda í formi leigu. Þar með yrðu til óbein en stjórnarskrárvarin eignaréttindi núverandi handhafa veiðiheimilda. Rökin að baki fyrirhuguðum eignarrétti ríkisins eru samkvæmt þessu talsvert önnur en þau sem liggja til grundvallar eignarrétti ríkisins að auðlindum hafsbotnsins eða þjóðlendum, svo dæmi séu tekin.Stefnumótun um auðlindamál Það er ekki sjálfgefið að svokölluð samningaleið sé til þess fallin að auka „forræði þjóðarinnar“ á fiskveiðiauðlindinni, jafnvel þótt slíkum réttindum sé ætlað að vera tímabundnum, a.m.k. í orði kveðnu. Ástæða er til að rifja upp að allar tillögur um grunnfyrirkomulag auðlindamála á síðustu áratugum hafa, með einum eða öðrum hætti, gert ráð fyrir því að forræði löggjafans á stjórn auðlinda sé óafsalanlegt, t.d. þannig að því yrði slegið föstu í stjórnarskrá að hvers kyns úthlutun nýtingarheimilda til einkaaðila skapaði ekki eignarrétt handhafa þessara réttinda, en þetta kemur þegar fram í 3. ml. 1. gr. fiskveiðistjórnarlaga (sjá nú síðast áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar, júní 2014). Rökin eru í grófum dráttum þau að almannavaldinu beri stöðugt að fylgjast með því að tiltekin auðlindastýring, t.d. í formi kvótakerfis, þjóni í reynd hagsmunum þjóðarinnar og ríkið hafi rúmar heimildir til að grípa inn í með breytingum ef svo ber undir. Hér verður einnig að horfa til þess að auðlindamál eru meðal allra mikilvægustu málefna samfélagsins og hljóta því að vera meðal þeirra atriða sem tekist er á um og ráðið er til lykta með lýðræðislegum hætti. Ef framangreind stefnumótun er lögð til grundvallar verða handhafar kvótans að sætta sig við það að fiskveiðistjórn snertir samfélagið allt – auðlindin er ótvíræð „þjóðareign“ í þessum skilningi – og af því hljóta að leiða ákveðnar takmarkanir á varanleika og „fyrirsjáanleika“ nýtingarheimilda. Með því er þó ekki sagt að handhafar kvótans njóti engrar stjórnskipulegrar verndar. Af þessu leiðir hins vegar að rekstraröryggi verður einnig, og e.t.v. umfram allt, að ná með samfélagslegri sátt sem getur orðið grunnur að pólitískum stöðugleika og varanlegum friði um fiskveiðistjórn. Að mínu mati er vandséð hvernig þjóðnýting fiskveiðiréttar í sjó getur orðið heppilegt fyrsta skref í átt að slíkri sátt.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun