Skoðun

Að sparka í liggjandi aumingja

Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar
Það er til siðs á Íslandi. Trúið mér, þannig er það. Í þessu pínulitla samfélagi þar sem maður getur hætt að telja eftir eeeinn. Þar látið þið kerfið tala fyrir ykkur við hvert tækifæri.

Rétt eins og við værum svo mörg og stór, að hvert ykkar þurfi að svara svo mörgum, að starfsmenn fyrirtækisins ykkar anni því ekki – að þeir „þurfi“ að svara öllum fyrirspurnum með því að senda erindi þeirra þjáðu Beint. Til. Lögfræðings.

En vitiði hvað? Þetta fólk sem þið reynið endalaust að kreista eitthvað út úr – það getur ekki meir. Þessi lenska að tala ekki saman nema með lögfræðibréfum – hún gengur ekki lengur. Þessi hugmynd að það skili árangri – hún gengur ekki upp.

Kúnnarnir fara á sósjalinn, drepa sig eða flytja til Noregs. Og hvernig gengur þá að innheimta kröfur?

Og næsta kynslóð, kynslóðin sem á að erfa skuldirnar, kynslóðin sem elst upp við þessa örmögnun? Hún örmagnast líka og borgar ekki eyri. Hvað græðið þið þá á yndislega einka- eða opinbera akrinum ykkar uppi í skýjunum?

Ekkert. Þið skíttapið.




Skoðun

Sjá meira


×