Skoðun

„Einfaldanir í trúarefnum valda oft dauða“!

Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar
Fyrirsögnin hér að ofan er tekin innan úr grein séra Sigurðar Árna Þórðarsonar, sóknarprests Hallgrímskirkju, en hann fann sig knúinn til að senda Jóni Gnarr tóninn í Fréttablaðinu vegna magnaðrar greinar, sem borgarstjórinn fyrrverandi fékk birta í sama blaði þann 14. febrúar sl. um það, aðallega, hvernig hann varð trúlaus.

Að mati undirritaðs ber svarpistill séra Sigurðar Árna fyrst og fremst með sér keim oflætis og ofmetnaðar og því verðfellir pistillinn hans sig sjálfkrafa við lesturinn. Með því, sem hér er skrifað, er ekki ætlunin að hlaupa, óumbeðinn, fram fyrir skjöldu Jóns Gnarr, en samt langar undirritaðan til að benda á tvö athyglisverð atriði í málflutningi prestsins. Annað atriðið varðar þetta, þar sem séra Sigurður Árni mærir kristna trú:

„Að auki elur kristnin á umburðarlyndi vegna jákvæðrar mannsýnar Jesú Krists sem bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess.“ Stuttu síðar skrifar presturinn: „Afstaða til samkynhneigðra er t.d. oftast fremur menningarmál en mál trúar.“ Já, sæll! Hér er samkynhneigðin óþægilega einfaldlega sett í aðra skúffu. Tekin út fyrir sviga, svo kynhneigðin abbist ekki upp á umburðarlyndi Jesú Krists? Hitt atriðið sem undirritaður hnaut um var fyrirsögn greinarinnar. Hvað merkir hún, í Jesú nafni? Er þetta klassísk kristin hótun? Einfaldið eigi efni trúar, því þá…?




Skoðun

Sjá meira


×