Rautt sem hjarta Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun