Rautt sem hjarta Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun