Rautt sem hjarta Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru nokkrar byggingar í höfuðborginni baðaðar rauðu ljósi. Tilefnið er átakið „GoRed for Women“ eða „klæðumst rauðu fyrir konur“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeirri staðreynd að enn í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna hér á landi sem og í flestum iðnríkjum heims. Nýleg rannsókn sýndi að 55 ára gamall Hollendingur hefur óháð kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúkdómi áður en ævin er öll. Ríflega 50 lönd um allan heim eru aðilar að GoRed-átakinu. Hér á landi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagfélag hjartahjúkrunarfræðinga sem standa að verkefninu. Nú kann margur að spyrja hvort í þessu landi jafnréttis kynjanna, og með því öfluga heilbrigðiskerfi sem við eigum, sé nokkur þörf á átaki til að minna sérstaklega á hjarta- og æðasjúkdóma kvenna? Svarið er já: Enn lifir ímyndin um að hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé miðaldra karl, fremur en t.d. eldri kona. Rannsóknir sýna að stór hluti kvenna vanmetur líkurnar á þessum sjúkdómum og óttast fremur að veikjast af krabbameini. Því hefur jafnvel brugðið við að heilbrigðisstarfsmenn séu síður vakandi fyrir hjartasjúkdómum hjá konum en körlum.Efla rannsóknir Hlutfall kvenna í rannsóknum á einkennum og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma er á bilinu 0-60%, en í langflestum tilfellum hefur einungis fjórðungur þátttakenda verið konur, oft vegna inntökuskilyrða sem hafa útilokað þátttöku kvenna. Vitað er að konur hafa smærri æðar og hjörtu en karlar og að viðbrögðin við lyfjum og áreiti eru ekki að öllu leyti sambærileg. Einnig móta kyn og félagsleg staða einkenni og líkurnar á því að leita sér hjálpar. Því er ekki æskilegt að heimfæra allar rannsóknarniðurstöður sem gerðar eru á körlum yfir á konur. Af þessum sökum er eitt af markmiðum GoRed for women að efla rannsóknir á meðferð hjarta- og æðasjúkdóma kvenna. Þegar rætt er um hjarta- og æðasjúkdóma kemur kransæðasjúkdómur fyrst upp í hugann, enda algengasti og kannski dramatískasti sjúkdómurinn. Það má þó ekki gleyma öðrum sjúkdómum eins og heilablóðföllum, hjartabilun, hjartsláttartruflunum og lokusjúkdómum sem oft draga verulega úr lífsgæðum fólks. Með góðum lífsvenjum má t.d. draga verulega úr líkunum á kransæðasjúkdómi, heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá mikilvægast að huga að reglubundinni hreyfingu, hollu mataræði, tóbaksbindindi, hóflegri notkun áfengis og að halda sér í kjörþyngd. Líkt og í öðrum Evrópulöndum hefur átt sér stað jákvæð þróun á síðustu árum, með færri tilfellum kransæðasjúkdóms hjá báðum kynjum og má rekja það til hagstæðari áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur má þó ef duga skal. Því viljum við hvetja allar konur til að velta fyrir sér hvar þær eru staddar, hvernig þeirra áhættu er háttað og leita sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst konum í tilefni GoRed-átaksins að sækja fræðslu og áhættuþáttaskimun í húsnæði Hjartaheilla á konudaginn.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun