Erum við í ruglinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson Skoðun Gallar frambjóðandans - hjálparhönd til óákveðinna Gunnar Helgason Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir Skoðun Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson,Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun ....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Treystandi fyrir stjórn landsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar Skoðun ....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson,Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Lausn húsnæðisvandans Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Staða evrunnar í Evrópusambandinu árið 2024 Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Áfengisstefnu breytt með lögbrotum Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifar Skoðun Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar Skoðun Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Viðreisn er tilbúin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun „Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar Skoðun Höfum við efni á þessu Stríðsbrölti? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstofnun Norðurlands tíu ára í dag Jón Helgi Björnsson skrifar Skoðun Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Hugsum út fyrir rammann til að leysa húsnæðisvandann Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar Skoðun Allt sem þú vilt vita um dánaraðstoð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Hljómar kunnuglega ekki satt? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þú breytir öllu Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Styðjum mannréttindi - Lærum af sögunni Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gömul þekking sem fékk ekki athygli þá, en er komin aftur Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni.
Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifar
Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir,Guðrún Ragnarsdóttir,María Jónasdóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen,Ösp Vilberg Baldursdóttir Skoðun