Erum við í ruglinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun