
Erum við í ruglinu?
Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum.
Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd.
Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd?
Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað.
Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst.
Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar.
Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri.
Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni.
Skoðun

Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða
Marín Þórsdóttir skrifar

Sonur minn er þörungasérfræðingur
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Blekkingar Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku
Reynir Sævarsson skrifar

Rán í skjóli laga?
Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar

Auðvitað er verðbólgan öðrum að kenna
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvar er þríeykið?
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Ég er bókaþjófur
Þórhallur Gunnarsson skrifar

Lýðheilsu fórnað fyrir innflutning
Anton Guðmundsson skrifar

Átta milljón dauðsföll á ári
Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar

Beðið eftir mannréttindum - í sjötíu og fimm ár!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ
Haraldur R Ingvason skrifar

Evrópumet í vaxtahækkunum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Strandveiðar án kvóta
Magnús Jónsson skrifar

Til hamingju Austurland!
María Ósk Kristmundsdóttir skrifar

Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan
Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar

UN Global Compact á Íslandi
Auður Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þau dulbúa hatur sitt sem áhyggjur af velferð barna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum
Bjarni Jónsson skrifar

Eitt dauðsfall er of mikið
Willum Þór Þórsson skrifar

Vopnin kvödd
Friðrik Jónsson skrifar

Hvað er gott eða virðulegt andlát?
Ingrid Kuhlman skrifar

Geðþóttaákvarðanir valdhafanna
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Leitin að fullkomnun
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Sjálfbærar hvalveiðar?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Tvær þjóðir í sama landi
Ingólfur Sverrisson skrifar

Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Víst ríma þau, Jón og flón
Pétur Heimisson skrifar