Körfubolti

Ellefu bikarúrslitaleikir um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir tekur þátt í nokkrum bikarúrslitaleikjum um helgina.
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir tekur þátt í nokkrum bikarúrslitaleikjum um helgina. Vísir/Vilhelm

Það verður mikil körfuboltaveisla í Laugardalshöllinni um komandi helgi en þá fara fram allir bikarúrslitaleikir sambandsins, allt frá meistaraflokkunum báðum niður í 9. flokk karla og kvenna.

Þetta eru samtals ellefu bikarúrslitaleikir á 50 klukkutímum, tveir leikir á föstudagskvöldi, fjórir leikir á laugardegi og fimm leikir á sunnudegi.

10. flokkur kvenna ríður á vaðið á föstudagskvöldið en þá verður einnig spilað í stúlknaflokki. 10. flokkur karla og drengjaflokkur spila sitthvorum megin við úrslitaleiki karla og kvenna á laugardeginum og á sunnudaginn spila síðan 9. flokkur karla og kvenna, 11. flokkur karla og unglingaflokkar karla og kvenna.

Þetta er í fyrsta sinn sem allir bikarúrslitaleikir körfuboltans fara fram á sama stað og um sömu helgi en undanfarin ár hafa yngri flokkarnir verið á annarri helgi en meistaraflokkarnir.


Bikarúrslitin í körfuboltanum 2015:

Föstudagurinn 20. febrúar
18.30 10. flokkur kvenna (Keflavík-Ármann/Hrunamenn)
20.30 Stúlknaflokkur (Haukar-Keflavík)

Laugardagurinn 21. febrúar
9.30 10. flokkur karla (Haukar-KR)
13.30 Meistaraflokkur kvenna (Grindavík-Keflavík)
16.00 Meistaraflokkur karla (Stjarnan-KR)
19.00 Drengjaflokkur (Haukar-Tindastóll)

Sunnudagurinn 22. febrúar
10.00 9. flokkur karla (Haukar-Stjarnan)
12.00 9. flokkur kvenna (Grindavík-Keflavík)
14.00 11. flokkur karla (KR-Grindavík/Þór Þorl.)
16.00 Unglingaflokkur kvenna (Haukar-Keflavík)
18.00 Unglingaflokkur karla (Njarðvík-FSu)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.