Hver á að bera áhættuna? Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að það verði ekki gengið mikið lengra í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Andvirði sölu á hlut í Landsbankanum megi aftur á móti nota til að greiða niður skuldir. Viðskiptaráð Íslands er algerlega ósammála því að ekki sé hægt að ganga lengra við hagræðingu í ríkisrekstri. Aftur á móti deilir Viðskiptaráð þeirri hugmynd með ráðherra að stefna beri að sölu eigna. Málið krefst umræðu enda liggur fyrir að ríkið greiðir um 80 milljarða króna í vexti árlega. Svimandi háar upphæðir sem væru betur nýttar með því að styrkja innviði samfélagsins. Hugmyndir Viðskiptaráðs voru kynntar á Viðskiptaþingi í síðustu viku og eru vægast sagt róttækar. Viðskiptaráð telur að hið opinbera eigi eignir fyrir 800 milljarða króna sem megi selja til að greiða niður skuldir. Þar undir er meðal annars allur hluturinn í Landsbankanum og allur hlutur ríkisins í Landsvirkjun líka og stórar eignir sveitarfélaga eins og Orkuveitan. Að auki eru minni eignir eins og Íslandspóstur og Vínbúðirnar. Viðbrögð við hugmyndunum létu ekki á sér standa. Sá mælski þingmaður, Ögmundur Jónasson, reið á vaðið og mótmælti kröftuglega í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, gekk skrefi lengra og kallaði hugmyndir Viðskiptaráðs vitfirrtar í grein sem hann skrifaði á Eyjuna. Báðir vísa þeir til hruns bankanna sem rök gegn einkavæðingu. Mér finnst eins og þeir horfi fram hjá nokkrum mikilvægum staðreyndum í málflutningi sínum og legg því nokkur orð í belg. Undir öllum kringumstæðum þurfa stjórnendur einkarekinna fyrirtækja að sýna ráðdeild í rekstri. Ef ekki þá fer fyrirtækið í þrot og hluthafar tapa sínu. Hið sama á ekki við um ríkisrekin fyrirtæki. Stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á fyrirtækjunum, geta seilst ofan í vasa skattgreiðenda til þess að rétta úr kútnum ef illa fer. Nokkur dæmi eru um þetta. Til að mynda árið 1993 þegar ríkissjóður veitti Landsbanka Íslands víkjandi lán eftir óábyrgar lánveitingar bankans til Sambandsins. Landsbankinn uppfyllti ekki alþjóðlegar reglur um lágmarks eigið fé og fékk peninga til að koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Og bankinn fór vissulega ekki í þrot. En hann kostaði skattgreiðendur peninga sem ellegar hefðu verið nýttir í annað. Og það á líka við um Íbúðalánasjóð í dag. Ríkisrekna lánastofnun sem hefur fengið 53 milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2009. Upphæðin slagar hátt í byggingu nýs Landspítala, en þetta fjármagn hefði líka verið hægt að nýta til þess að styrkja rekstur heilbrigðiskerfisins almennt eða menntastofnana. Og þótt Landsbankinn skili ríkissjóði góðum arði núna þá er ekkert sjálfgefið að hann muni alltaf gera það. Bankastarfsemi er áhættusamur rekstur og það er hreint ekkert sjálfgefið að skattgreiðendur eigi að bera áhættuna. En hitt þarf svo að vera alveg klárt að ef einkaaðilar reka banka og njóta ábatans af rekstrinum þegar vel gengur, þá er ekkert sem réttlætir að eigendur þeirra geti seilst ofan í ríkissjóð ef illa fer að ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sagt að það verði ekki gengið mikið lengra í niðurskurði á ríkisútgjöldum. Andvirði sölu á hlut í Landsbankanum megi aftur á móti nota til að greiða niður skuldir. Viðskiptaráð Íslands er algerlega ósammála því að ekki sé hægt að ganga lengra við hagræðingu í ríkisrekstri. Aftur á móti deilir Viðskiptaráð þeirri hugmynd með ráðherra að stefna beri að sölu eigna. Málið krefst umræðu enda liggur fyrir að ríkið greiðir um 80 milljarða króna í vexti árlega. Svimandi háar upphæðir sem væru betur nýttar með því að styrkja innviði samfélagsins. Hugmyndir Viðskiptaráðs voru kynntar á Viðskiptaþingi í síðustu viku og eru vægast sagt róttækar. Viðskiptaráð telur að hið opinbera eigi eignir fyrir 800 milljarða króna sem megi selja til að greiða niður skuldir. Þar undir er meðal annars allur hluturinn í Landsbankanum og allur hlutur ríkisins í Landsvirkjun líka og stórar eignir sveitarfélaga eins og Orkuveitan. Að auki eru minni eignir eins og Íslandspóstur og Vínbúðirnar. Viðbrögð við hugmyndunum létu ekki á sér standa. Sá mælski þingmaður, Ögmundur Jónasson, reið á vaðið og mótmælti kröftuglega í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, gekk skrefi lengra og kallaði hugmyndir Viðskiptaráðs vitfirrtar í grein sem hann skrifaði á Eyjuna. Báðir vísa þeir til hruns bankanna sem rök gegn einkavæðingu. Mér finnst eins og þeir horfi fram hjá nokkrum mikilvægum staðreyndum í málflutningi sínum og legg því nokkur orð í belg. Undir öllum kringumstæðum þurfa stjórnendur einkarekinna fyrirtækja að sýna ráðdeild í rekstri. Ef ekki þá fer fyrirtækið í þrot og hluthafar tapa sínu. Hið sama á ekki við um ríkisrekin fyrirtæki. Stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð á fyrirtækjunum, geta seilst ofan í vasa skattgreiðenda til þess að rétta úr kútnum ef illa fer. Nokkur dæmi eru um þetta. Til að mynda árið 1993 þegar ríkissjóður veitti Landsbanka Íslands víkjandi lán eftir óábyrgar lánveitingar bankans til Sambandsins. Landsbankinn uppfyllti ekki alþjóðlegar reglur um lágmarks eigið fé og fékk peninga til að koma í veg fyrir að hann færi í þrot. Og bankinn fór vissulega ekki í þrot. En hann kostaði skattgreiðendur peninga sem ellegar hefðu verið nýttir í annað. Og það á líka við um Íbúðalánasjóð í dag. Ríkisrekna lánastofnun sem hefur fengið 53 milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2009. Upphæðin slagar hátt í byggingu nýs Landspítala, en þetta fjármagn hefði líka verið hægt að nýta til þess að styrkja rekstur heilbrigðiskerfisins almennt eða menntastofnana. Og þótt Landsbankinn skili ríkissjóði góðum arði núna þá er ekkert sjálfgefið að hann muni alltaf gera það. Bankastarfsemi er áhættusamur rekstur og það er hreint ekkert sjálfgefið að skattgreiðendur eigi að bera áhættuna. En hitt þarf svo að vera alveg klárt að ef einkaaðilar reka banka og njóta ábatans af rekstrinum þegar vel gengur, þá er ekkert sem réttlætir að eigendur þeirra geti seilst ofan í ríkissjóð ef illa fer að ára.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar