Fórnum ekki meiri áhrifum fyrir minni Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Dragi Ísland aðildarumsóknina að ESB til baka glötum við aðgengi að milliliðalausum samskiptum við löggjafarvald Evrópusambandsins sem nýst gætu Íslandi í hagsmunagæslu gagnvart sambandinu. Nýleg greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði, staðfestir þetta. Í greinargerðinni, sem kom út í september 2014, kemur fram að með gildistöku nýs sáttmála Evrópusambandsins árið 2009 hafi aðkoma Evrópuþingsins að löggjafarvinnu verið aukin til muna. Evrópsk löggjöf mótist í flestum tilfellum í umræðum innan, og svo milli, ráðherraráðs ESB og þingsins, eftir að þessir aðilar hafa fengið tillögu að nýrri löggjöf frá framkvæmdastjórn sambandsins. Frá því völd Evrópuþingsins jukust er æ algengara að verulegar breytingar verði á löggjöfinni á lokametrunum, þ.e.a.s í viðræðum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Í greinargerðinni segir ennfremur: „Aðkoma EES/EFTA-ríkjanna að þessu ferli er engin. Því er erfitt fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að hafa áhrif á endanlega útgáfu löggjafarinnar eða hefja tímanlega undirbúning fyrir innleiðingu hennar.“ Í ljósi þessa væri glapræði að draga aðildarumsóknina að ESB til baka en staða Íslands sem umsóknarríkis veitir okkur beinan aðgang að löggjafar- og framkvæmdavaldi ESB.Í sterkari stöðu Þegar Ísland sótti um aðild að ESB var komið á fót sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópuþingsins. Í nefndinni eiga sæti níu alþingismenn og jafnmargir Evrópuþingmenn auk þess sem fulltrúar ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins sækja alla jafna fundi nefndarinnar. Með því að afturkalla umsóknina væru tækifæri Íslands til að eiga í milliliðalausum samskiptum við Evrópuþingmenn og fulltrúa ráðherraráðsins (löggjafarvaldið) og framkvæmdastjórnarinnar (framkvæmdavaldið) á vettvangi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB úr sögunni. Að vera umsóknarríki setur Ísland nefnilega í sterkari stöðu gagnvart ESB en EES-samningurinn einn og sér getur gert. Það veitir Íslandi fleiri og öflugri tækifæri til að láta sinn málstað heyrast en EES getur nokkurn tímann veitt. Það er á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna að hagnýta stöðu okkar sem umsóknarríki til að efla hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu. Það er holur hljómur í því að stefna að auknum áhrifum Íslands á löggjöf ESB en draga á sama tíma úr getu landsins til að gæta þessara hagsmuna sinna. Engum hagsmunum er fórnað með því að vera umsóknarríki. Aftur á móti fórnum við miklum hagsmunum með því að draga umsóknina til baka og missa þannig stöðu umsóknarríkis. Það er í raun ógerningur að sjá hvernig það að draga aðildarumsóknina til baka getur á nokkurn hátt orðið íslensku samfélagi til framdráttar. Við hljótum því að spyrja okkur, hvað býr að baki þeirri ákvörðun ef af henni verður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Dragi Ísland aðildarumsóknina að ESB til baka glötum við aðgengi að milliliðalausum samskiptum við löggjafarvald Evrópusambandsins sem nýst gætu Íslandi í hagsmunagæslu gagnvart sambandinu. Nýleg greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði, staðfestir þetta. Í greinargerðinni, sem kom út í september 2014, kemur fram að með gildistöku nýs sáttmála Evrópusambandsins árið 2009 hafi aðkoma Evrópuþingsins að löggjafarvinnu verið aukin til muna. Evrópsk löggjöf mótist í flestum tilfellum í umræðum innan, og svo milli, ráðherraráðs ESB og þingsins, eftir að þessir aðilar hafa fengið tillögu að nýrri löggjöf frá framkvæmdastjórn sambandsins. Frá því völd Evrópuþingsins jukust er æ algengara að verulegar breytingar verði á löggjöfinni á lokametrunum, þ.e.a.s í viðræðum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Í greinargerðinni segir ennfremur: „Aðkoma EES/EFTA-ríkjanna að þessu ferli er engin. Því er erfitt fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að hafa áhrif á endanlega útgáfu löggjafarinnar eða hefja tímanlega undirbúning fyrir innleiðingu hennar.“ Í ljósi þessa væri glapræði að draga aðildarumsóknina að ESB til baka en staða Íslands sem umsóknarríkis veitir okkur beinan aðgang að löggjafar- og framkvæmdavaldi ESB.Í sterkari stöðu Þegar Ísland sótti um aðild að ESB var komið á fót sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópuþingsins. Í nefndinni eiga sæti níu alþingismenn og jafnmargir Evrópuþingmenn auk þess sem fulltrúar ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins sækja alla jafna fundi nefndarinnar. Með því að afturkalla umsóknina væru tækifæri Íslands til að eiga í milliliðalausum samskiptum við Evrópuþingmenn og fulltrúa ráðherraráðsins (löggjafarvaldið) og framkvæmdastjórnarinnar (framkvæmdavaldið) á vettvangi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB úr sögunni. Að vera umsóknarríki setur Ísland nefnilega í sterkari stöðu gagnvart ESB en EES-samningurinn einn og sér getur gert. Það veitir Íslandi fleiri og öflugri tækifæri til að láta sinn málstað heyrast en EES getur nokkurn tímann veitt. Það er á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna að hagnýta stöðu okkar sem umsóknarríki til að efla hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu. Það er holur hljómur í því að stefna að auknum áhrifum Íslands á löggjöf ESB en draga á sama tíma úr getu landsins til að gæta þessara hagsmuna sinna. Engum hagsmunum er fórnað með því að vera umsóknarríki. Aftur á móti fórnum við miklum hagsmunum með því að draga umsóknina til baka og missa þannig stöðu umsóknarríkis. Það er í raun ógerningur að sjá hvernig það að draga aðildarumsóknina til baka getur á nokkurn hátt orðið íslensku samfélagi til framdráttar. Við hljótum því að spyrja okkur, hvað býr að baki þeirri ákvörðun ef af henni verður?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun