Fórnum ekki meiri áhrifum fyrir minni Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Dragi Ísland aðildarumsóknina að ESB til baka glötum við aðgengi að milliliðalausum samskiptum við löggjafarvald Evrópusambandsins sem nýst gætu Íslandi í hagsmunagæslu gagnvart sambandinu. Nýleg greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði, staðfestir þetta. Í greinargerðinni, sem kom út í september 2014, kemur fram að með gildistöku nýs sáttmála Evrópusambandsins árið 2009 hafi aðkoma Evrópuþingsins að löggjafarvinnu verið aukin til muna. Evrópsk löggjöf mótist í flestum tilfellum í umræðum innan, og svo milli, ráðherraráðs ESB og þingsins, eftir að þessir aðilar hafa fengið tillögu að nýrri löggjöf frá framkvæmdastjórn sambandsins. Frá því völd Evrópuþingsins jukust er æ algengara að verulegar breytingar verði á löggjöfinni á lokametrunum, þ.e.a.s í viðræðum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Í greinargerðinni segir ennfremur: „Aðkoma EES/EFTA-ríkjanna að þessu ferli er engin. Því er erfitt fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að hafa áhrif á endanlega útgáfu löggjafarinnar eða hefja tímanlega undirbúning fyrir innleiðingu hennar.“ Í ljósi þessa væri glapræði að draga aðildarumsóknina að ESB til baka en staða Íslands sem umsóknarríkis veitir okkur beinan aðgang að löggjafar- og framkvæmdavaldi ESB.Í sterkari stöðu Þegar Ísland sótti um aðild að ESB var komið á fót sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópuþingsins. Í nefndinni eiga sæti níu alþingismenn og jafnmargir Evrópuþingmenn auk þess sem fulltrúar ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins sækja alla jafna fundi nefndarinnar. Með því að afturkalla umsóknina væru tækifæri Íslands til að eiga í milliliðalausum samskiptum við Evrópuþingmenn og fulltrúa ráðherraráðsins (löggjafarvaldið) og framkvæmdastjórnarinnar (framkvæmdavaldið) á vettvangi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB úr sögunni. Að vera umsóknarríki setur Ísland nefnilega í sterkari stöðu gagnvart ESB en EES-samningurinn einn og sér getur gert. Það veitir Íslandi fleiri og öflugri tækifæri til að láta sinn málstað heyrast en EES getur nokkurn tímann veitt. Það er á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna að hagnýta stöðu okkar sem umsóknarríki til að efla hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu. Það er holur hljómur í því að stefna að auknum áhrifum Íslands á löggjöf ESB en draga á sama tíma úr getu landsins til að gæta þessara hagsmuna sinna. Engum hagsmunum er fórnað með því að vera umsóknarríki. Aftur á móti fórnum við miklum hagsmunum með því að draga umsóknina til baka og missa þannig stöðu umsóknarríkis. Það er í raun ógerningur að sjá hvernig það að draga aðildarumsóknina til baka getur á nokkurn hátt orðið íslensku samfélagi til framdráttar. Við hljótum því að spyrja okkur, hvað býr að baki þeirri ákvörðun ef af henni verður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Dragi Ísland aðildarumsóknina að ESB til baka glötum við aðgengi að milliliðalausum samskiptum við löggjafarvald Evrópusambandsins sem nýst gætu Íslandi í hagsmunagæslu gagnvart sambandinu. Nýleg greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Umbætur á löggjöf á fjármálamarkaði, staðfestir þetta. Í greinargerðinni, sem kom út í september 2014, kemur fram að með gildistöku nýs sáttmála Evrópusambandsins árið 2009 hafi aðkoma Evrópuþingsins að löggjafarvinnu verið aukin til muna. Evrópsk löggjöf mótist í flestum tilfellum í umræðum innan, og svo milli, ráðherraráðs ESB og þingsins, eftir að þessir aðilar hafa fengið tillögu að nýrri löggjöf frá framkvæmdastjórn sambandsins. Frá því völd Evrópuþingsins jukust er æ algengara að verulegar breytingar verði á löggjöfinni á lokametrunum, þ.e.a.s í viðræðum ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Í greinargerðinni segir ennfremur: „Aðkoma EES/EFTA-ríkjanna að þessu ferli er engin. Því er erfitt fyrir Ísland, Noreg og Liechtenstein að hafa áhrif á endanlega útgáfu löggjafarinnar eða hefja tímanlega undirbúning fyrir innleiðingu hennar.“ Í ljósi þessa væri glapræði að draga aðildarumsóknina að ESB til baka en staða Íslands sem umsóknarríkis veitir okkur beinan aðgang að löggjafar- og framkvæmdavaldi ESB.Í sterkari stöðu Þegar Ísland sótti um aðild að ESB var komið á fót sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og Evrópuþingsins. Í nefndinni eiga sæti níu alþingismenn og jafnmargir Evrópuþingmenn auk þess sem fulltrúar ráðherraráðs ESB og framkvæmdastjórnar sambandsins sækja alla jafna fundi nefndarinnar. Með því að afturkalla umsóknina væru tækifæri Íslands til að eiga í milliliðalausum samskiptum við Evrópuþingmenn og fulltrúa ráðherraráðsins (löggjafarvaldið) og framkvæmdastjórnarinnar (framkvæmdavaldið) á vettvangi sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB úr sögunni. Að vera umsóknarríki setur Ísland nefnilega í sterkari stöðu gagnvart ESB en EES-samningurinn einn og sér getur gert. Það veitir Íslandi fleiri og öflugri tækifæri til að láta sinn málstað heyrast en EES getur nokkurn tímann veitt. Það er á ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna að hagnýta stöðu okkar sem umsóknarríki til að efla hagsmunagæslu Íslands í EES-samstarfinu. Það er holur hljómur í því að stefna að auknum áhrifum Íslands á löggjöf ESB en draga á sama tíma úr getu landsins til að gæta þessara hagsmuna sinna. Engum hagsmunum er fórnað með því að vera umsóknarríki. Aftur á móti fórnum við miklum hagsmunum með því að draga umsóknina til baka og missa þannig stöðu umsóknarríkis. Það er í raun ógerningur að sjá hvernig það að draga aðildarumsóknina til baka getur á nokkurn hátt orðið íslensku samfélagi til framdráttar. Við hljótum því að spyrja okkur, hvað býr að baki þeirri ákvörðun ef af henni verður?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun