Mótmæltu langri bið og slæmum aðbúnaði viktoría hermannsdóttir skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Hælisleitendurnir mótmæltu í gær. Mynd/Hilmar Bragi „Þeir þurfa meiri stuðning og að fá að gera eitthvað og betri aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir Lea María Lemarquis sem er í samtökunum Ekki fleiri brottvísanir en þau berjast fyrir bættum aðstæðum fyrir hælisleitendur. Á laugardag stóðu samtökin fyrir mótmælagöngu í Reykjavík þar sem mótmælt var slæmri meðferð yfirvalda í garð hælisleitenda, löngum biðtíma, slæmum aðstæðum á gistiheimilinu Fit, mismunun af hálfu lögreglu, niðurlægjandi viðmóti Útlendingastofnunar í garð þeirra, brottvísunum og það að þeim sé bannað að vinna meðan þeir bíða svara. „Við viljum hjálpa hælisleitendum að rjúfa einangrunina. Þeir finna ekki fyrir miklum stuðningi og eru mjög faldir í samfélaginu,“ segir Lea en þeir hælisleitendur sem voru með í mótmælunum eru átta karlmenn frá Afríku sem búsettir eru í Reykjavík. Tveimur þeirra hefur verið synjað um dvalarleyfi. Lea segir yfirvöld þurfa að laga margt í málefnum hælisleitenda. „Eins og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu, það hefur reynst þeim mjög erfitt. Sérstaklega í alvarlegri málum. Einn hælisleitandi sem er hér núna er með sýkingu í höfði eftir hnífstungu sem hann fékk í höfuðið frá Boko Haram-liða. Hann hefur farið til lækna sem segja að þetta sé mjög alvarlegt og muni annaðhvort skaða sjón hans eða heila. Hann þarf að fara í aðgerð en fær það ekki vegna þess að hann á ekki rétt á þeirri heilbrigðisþjónustu.“Í gær mótmæltu svo hælisleitendur sem búa á Fit hosteli hjá Félagsmálastofnun Suðurnesja. Adam Ibrahim Pasha er einn þeirra sem mótmæltu. Hann kom hingað til lands í júlí og fékk neitun um dvalarleyfi en kærði þann úrskurð. Adam er gyðingur og segist hafa sótt ofsóknum vegna þess bæði í heimalandinu Írak og í Slóvakíu þegar hann fékk hæli þar. „Við viljum fá einhver svör og betri aðstæður,“ segir hann. Adam segir mótmælendurna ekki hafa fengið góðar móttökur hjá félagsþjónustunni. „Þau sögðust ætla að hringja á lögregluna ef við myndum ekki fara. Við ætlum að hafa samband við Rauða krossinn og Útlendingastofnun út af þessu. Ef þau vilja ekki hjálpa okkur þá neyðumst við til að fara í hungurverkfall,“ segir Adam og tekur fram að sálrænt ástand hælisleitendanna sé í mörgum tilfellum mjög slæmt. „Það er mjög erfitt að bíða svona lengi í óvissu,“ segir Adam um mótmælin. Tengdar fréttir Óttast um öryggi barnanna sinna Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi. Hún segist hafa flúið ofríki eiginmanns síns og slæmar aðstæður í heimalandinu. Með henni í för voru tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. 6. febrúar 2015 07:00 Umræða lituð af fordómum Ný rannsókn leiðir í ljós að íbúar Reykjanesbæjar telja hælisleitendur fá meiri peninga en raun ber vitni. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja búsetu hælisleitenda þar ekki hafa góð áhrif á bæjarfélagið. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Þeir þurfa meiri stuðning og að fá að gera eitthvað og betri aðgang að heilbrigðisþjónustu,“ segir Lea María Lemarquis sem er í samtökunum Ekki fleiri brottvísanir en þau berjast fyrir bættum aðstæðum fyrir hælisleitendur. Á laugardag stóðu samtökin fyrir mótmælagöngu í Reykjavík þar sem mótmælt var slæmri meðferð yfirvalda í garð hælisleitenda, löngum biðtíma, slæmum aðstæðum á gistiheimilinu Fit, mismunun af hálfu lögreglu, niðurlægjandi viðmóti Útlendingastofnunar í garð þeirra, brottvísunum og það að þeim sé bannað að vinna meðan þeir bíða svara. „Við viljum hjálpa hælisleitendum að rjúfa einangrunina. Þeir finna ekki fyrir miklum stuðningi og eru mjög faldir í samfélaginu,“ segir Lea en þeir hælisleitendur sem voru með í mótmælunum eru átta karlmenn frá Afríku sem búsettir eru í Reykjavík. Tveimur þeirra hefur verið synjað um dvalarleyfi. Lea segir yfirvöld þurfa að laga margt í málefnum hælisleitenda. „Eins og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu, það hefur reynst þeim mjög erfitt. Sérstaklega í alvarlegri málum. Einn hælisleitandi sem er hér núna er með sýkingu í höfði eftir hnífstungu sem hann fékk í höfuðið frá Boko Haram-liða. Hann hefur farið til lækna sem segja að þetta sé mjög alvarlegt og muni annaðhvort skaða sjón hans eða heila. Hann þarf að fara í aðgerð en fær það ekki vegna þess að hann á ekki rétt á þeirri heilbrigðisþjónustu.“Í gær mótmæltu svo hælisleitendur sem búa á Fit hosteli hjá Félagsmálastofnun Suðurnesja. Adam Ibrahim Pasha er einn þeirra sem mótmæltu. Hann kom hingað til lands í júlí og fékk neitun um dvalarleyfi en kærði þann úrskurð. Adam er gyðingur og segist hafa sótt ofsóknum vegna þess bæði í heimalandinu Írak og í Slóvakíu þegar hann fékk hæli þar. „Við viljum fá einhver svör og betri aðstæður,“ segir hann. Adam segir mótmælendurna ekki hafa fengið góðar móttökur hjá félagsþjónustunni. „Þau sögðust ætla að hringja á lögregluna ef við myndum ekki fara. Við ætlum að hafa samband við Rauða krossinn og Útlendingastofnun út af þessu. Ef þau vilja ekki hjálpa okkur þá neyðumst við til að fara í hungurverkfall,“ segir Adam og tekur fram að sálrænt ástand hælisleitendanna sé í mörgum tilfellum mjög slæmt. „Það er mjög erfitt að bíða svona lengi í óvissu,“ segir Adam um mótmælin.
Tengdar fréttir Óttast um öryggi barnanna sinna Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi. Hún segist hafa flúið ofríki eiginmanns síns og slæmar aðstæður í heimalandinu. Með henni í för voru tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. 6. febrúar 2015 07:00 Umræða lituð af fordómum Ný rannsókn leiðir í ljós að íbúar Reykjanesbæjar telja hælisleitendur fá meiri peninga en raun ber vitni. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja búsetu hælisleitenda þar ekki hafa góð áhrif á bæjarfélagið. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Óttast um öryggi barnanna sinna Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi. Hún segist hafa flúið ofríki eiginmanns síns og slæmar aðstæður í heimalandinu. Með henni í för voru tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. 6. febrúar 2015 07:00
Umræða lituð af fordómum Ný rannsókn leiðir í ljós að íbúar Reykjanesbæjar telja hælisleitendur fá meiri peninga en raun ber vitni. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja búsetu hælisleitenda þar ekki hafa góð áhrif á bæjarfélagið. 16. febrúar 2015 07:00