Frjálst val en samt ekki Íris Hauksdóttir skrifar 17. febrúar 2015 00:00 Nýlega kom fram ályktun frá Femínistafélagi Íslands er varðar staðgöngumæðrun á Íslandi og það hvort hana eigi að heimila eða ekki. Sjá nánar á á https://www.feministinn.is/?p=404 Í tilkynningu segir m.a.: „Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Félagið segir að barneignir séu ekki sjálfsögð mannréttindi og konur og æxlunarfæri þeirra ekki leið að markmiðum annarra.“ Nei, það er eflaust rétt hjá þeim að þetta séu ekki sjálfsögð mannréttindi enda eru það forréttindi að fá að vera foreldri. Ef Jón og Gunna eiga í vandræðum með að eignast barn, hvað er það þá okkar hinna að skipta okkur af leiðinni sem þau velja að fara sér til aðstoðar? Ef systir Gunnu býðst til að bera barn fyrir parið er það þá ekki bara hennar ákvörðun, ákvörðun sem við hin ættum frekar að virða en að agnúast út í? Í tilkynningunni segir einnig: „Hagsmunir þeirra sem vilja eignast börn vega hins vegar minna en yfirráð kvenna yfir eigin líkama og frelsi kvenna frá kröfum um að þær vinni tilfinningaleg og líkamleg þrekvirki til að tryggja hamingju annarra.“Forræðishyggja Bíddu, fyrirgefið að ég spyrji, en hvað varð um frjálst val? Fellur það að „ráða yfir eigin líkama“ ekki þar undir ef valið snýr að því að ganga með barn fyrir aðra, af fúsum og frjálsum vilja? Ég er orðin ansi þreytt á þeirri forræðishyggju sem virðist ríkja á alltof mörgum stöðum í samfélaginu þegar kemur að málefni eins og staðgöngumæðrun. Hvernig er með einhleypar konur sem fara á Art Medica og fá aðstoð lækna til að verða þungaðar? Á ekki bara að banna það líka? Eru það eitthvað frekar mannréttindi en staðgöngumæðrun? Er sæði karlmanna eitthvað frekar leið að markmiðum annarra en konur og æxlunarfæri þeirra? Er Femínistafélag Íslands þess umkomið að taka ákvarðanir fyrir aðra? Getum við ekki verið sammála um það að frjálst val eigi að vera frjálst val? Svona í alvörunni talað… árið er örugglega 2015, er það ekki annars? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom fram ályktun frá Femínistafélagi Íslands er varðar staðgöngumæðrun á Íslandi og það hvort hana eigi að heimila eða ekki. Sjá nánar á á https://www.feministinn.is/?p=404 Í tilkynningu segir m.a.: „Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Félagið segir að barneignir séu ekki sjálfsögð mannréttindi og konur og æxlunarfæri þeirra ekki leið að markmiðum annarra.“ Nei, það er eflaust rétt hjá þeim að þetta séu ekki sjálfsögð mannréttindi enda eru það forréttindi að fá að vera foreldri. Ef Jón og Gunna eiga í vandræðum með að eignast barn, hvað er það þá okkar hinna að skipta okkur af leiðinni sem þau velja að fara sér til aðstoðar? Ef systir Gunnu býðst til að bera barn fyrir parið er það þá ekki bara hennar ákvörðun, ákvörðun sem við hin ættum frekar að virða en að agnúast út í? Í tilkynningunni segir einnig: „Hagsmunir þeirra sem vilja eignast börn vega hins vegar minna en yfirráð kvenna yfir eigin líkama og frelsi kvenna frá kröfum um að þær vinni tilfinningaleg og líkamleg þrekvirki til að tryggja hamingju annarra.“Forræðishyggja Bíddu, fyrirgefið að ég spyrji, en hvað varð um frjálst val? Fellur það að „ráða yfir eigin líkama“ ekki þar undir ef valið snýr að því að ganga með barn fyrir aðra, af fúsum og frjálsum vilja? Ég er orðin ansi þreytt á þeirri forræðishyggju sem virðist ríkja á alltof mörgum stöðum í samfélaginu þegar kemur að málefni eins og staðgöngumæðrun. Hvernig er með einhleypar konur sem fara á Art Medica og fá aðstoð lækna til að verða þungaðar? Á ekki bara að banna það líka? Eru það eitthvað frekar mannréttindi en staðgöngumæðrun? Er sæði karlmanna eitthvað frekar leið að markmiðum annarra en konur og æxlunarfæri þeirra? Er Femínistafélag Íslands þess umkomið að taka ákvarðanir fyrir aðra? Getum við ekki verið sammála um það að frjálst val eigi að vera frjálst val? Svona í alvörunni talað… árið er örugglega 2015, er það ekki annars?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar