Sykur er ekki ávanabindandi eitur Ragnheiður Héðinsdóttir skrifar 13. febrúar 2015 08:00 Nýlega opnaði Landlæknisembættið vefinn sykurmagn.is þar sem tekin eru dæmi um sykurinnihald ýmissa matvara og það umreiknað yfir í sykurmola. Ekkert er út á það að setja að starfsmenn Landlæknisembættisins sinni sínum störfum og hvetji landsmenn til hófsemi í neyslu á hvaða sviði sem er. Umfjöllin um sykur, sem fór í gang í kjölfarið, er hins vegar gagnrýniverð. Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust. Morgunútgáfan, á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, fékk til sín ýmsa viðmælendur í því skyni „að finna sökudólg“ fyrir sykurneyslu þjóðarinnar svo notuð séu orð þáttastjórnanda. Matar- og sykurfíkniráðgjafi var fenginn til viðtals 9. febrúar. Hún hélt því blygðunarlaust fram að sérstaklega sykur, en einnig fita, salt og sterkja væru ávanabindandi á sama hátt og tóbak, áfengi og eiturlyf og þar með matvæli sem innihalda þessi efni. Hún gekk jafnvel svo langt að halda því fram að flestallur „framleiddur“ matur væri beinlínis hættulegur. Þáttastjórnendur samsinntu öllu án nokkurrar gagnrýni. Þessar fullyrðingar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Fyrir því eru engin vísindaleg rök. Hópur vísindamanna birti yfirlitsgrein í virta vísindatímaritinu Neuroscience & Biobehavioral Reviews í nóvember 2014 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið í gegn um fjölda rannsókna um þetta efni, að ekki sé tilefni til að álykta að tilteknar matartegundir eða matvæli yfirleitt séu ávanabindandi. Hins vegar megi finna rök fyrir því að óhófleg neysla á mat sé hegðunarvandi sem geti snúist upp í ávana. Þ.e.a.s. ekki sé hægt að tala um matarfíkn eða sykurfíkn en frekar sé hægt að tala um átfíkn. Íslenskir matvælaframleiðendur kunna því illa að vera taldir eiturbyrlarar. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar skoði mál af gagnrýni áður en þeir láta steypa slíkum fullyrðingum yfir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega opnaði Landlæknisembættið vefinn sykurmagn.is þar sem tekin eru dæmi um sykurinnihald ýmissa matvara og það umreiknað yfir í sykurmola. Ekkert er út á það að setja að starfsmenn Landlæknisembættisins sinni sínum störfum og hvetji landsmenn til hófsemi í neyslu á hvaða sviði sem er. Umfjöllin um sykur, sem fór í gang í kjölfarið, er hins vegar gagnrýniverð. Fjallað er um sykur eins og hann sé undirrót alls ills. Honum er kennt um offitufaraldur heimsins og flesta aðra sjúkdóma og fjölmiðlarnir gleypa við öllu gagnrýnislaust. Morgunútgáfan, á samtengdum rásum ríkisútvarpsins, fékk til sín ýmsa viðmælendur í því skyni „að finna sökudólg“ fyrir sykurneyslu þjóðarinnar svo notuð séu orð þáttastjórnanda. Matar- og sykurfíkniráðgjafi var fenginn til viðtals 9. febrúar. Hún hélt því blygðunarlaust fram að sérstaklega sykur, en einnig fita, salt og sterkja væru ávanabindandi á sama hátt og tóbak, áfengi og eiturlyf og þar með matvæli sem innihalda þessi efni. Hún gekk jafnvel svo langt að halda því fram að flestallur „framleiddur“ matur væri beinlínis hættulegur. Þáttastjórnendur samsinntu öllu án nokkurrar gagnrýni. Þessar fullyrðingar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Fyrir því eru engin vísindaleg rök. Hópur vísindamanna birti yfirlitsgrein í virta vísindatímaritinu Neuroscience & Biobehavioral Reviews í nóvember 2014 þar sem þeir komast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa farið í gegn um fjölda rannsókna um þetta efni, að ekki sé tilefni til að álykta að tilteknar matartegundir eða matvæli yfirleitt séu ávanabindandi. Hins vegar megi finna rök fyrir því að óhófleg neysla á mat sé hegðunarvandi sem geti snúist upp í ávana. Þ.e.a.s. ekki sé hægt að tala um matarfíkn eða sykurfíkn en frekar sé hægt að tala um átfíkn. Íslenskir matvælaframleiðendur kunna því illa að vera taldir eiturbyrlarar. Það er lágmarkskrafa að fjölmiðlar skoði mál af gagnrýni áður en þeir láta steypa slíkum fullyrðingum yfir þjóðina.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun