Skoðanir barna og ungmenna skipta máli Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fengið það hlutverk að vera einn af talsmönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasáttmálann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst vonandi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmennaráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum velferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikilvægi þess að fullorðnir hlusti á börn og ungmenni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skólamáltíðir óháð fjárhag foreldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birtingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundurinn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heimasíðu Alþingis, var í alla staði frábær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverjum hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsingum og reynslu. Það er líka hlutverk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildarhring okkar fullorðnu.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun