Vandi háskólanna er undirfjármögnun Helgi Þór Thorarensen skrifar 12. febrúar 2015 06:00 Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um sameiningu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrarvanda þeirra. Tillögurnar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá einföldu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóðfélag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsynlegt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslenskir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undirgengist að bjóða sambærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þessar kröfur.Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðaltali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og gerist í öðrum löndum Norður-Evrópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skorin svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýjun á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurðurinn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vísindastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að sameining háskóla gæti bætt rekstrarstöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofuhaldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkisháskólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skilað stórum hluta af þeim rekstrarlega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfsstöðvar, en varla eru menn tilbúnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjárframlög til skólanna. Rekstrarvandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjármögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um sameiningu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrarvanda þeirra. Tillögurnar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá einföldu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóðfélag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsynlegt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslenskir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undirgengist að bjóða sambærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þessar kröfur.Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðaltali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og gerist í öðrum löndum Norður-Evrópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skorin svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýjun á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurðurinn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vísindastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að sameining háskóla gæti bætt rekstrarstöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofuhaldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkisháskólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skilað stórum hluta af þeim rekstrarlega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfsstöðvar, en varla eru menn tilbúnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjárframlög til skólanna. Rekstrarvandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjármögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun