Vandi háskólanna er undirfjármögnun Helgi Þór Thorarensen skrifar 12. febrúar 2015 06:00 Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um sameiningu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrarvanda þeirra. Tillögurnar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá einföldu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóðfélag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsynlegt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslenskir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undirgengist að bjóða sambærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þessar kröfur.Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðaltali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og gerist í öðrum löndum Norður-Evrópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skorin svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýjun á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurðurinn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vísindastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að sameining háskóla gæti bætt rekstrarstöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofuhaldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkisháskólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skilað stórum hluta af þeim rekstrarlega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfsstöðvar, en varla eru menn tilbúnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjárframlög til skólanna. Rekstrarvandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjármögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um sameiningu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrarvanda þeirra. Tillögurnar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá einföldu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóðfélag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsynlegt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslenskir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undirgengist að bjóða sambærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þessar kröfur.Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðaltali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og gerist í öðrum löndum Norður-Evrópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skorin svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýjun á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurðurinn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vísindastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að sameining háskóla gæti bætt rekstrarstöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofuhaldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkisháskólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skilað stórum hluta af þeim rekstrarlega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfsstöðvar, en varla eru menn tilbúnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjárframlög til skólanna. Rekstrarvandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjármögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun