Hamfarir með augum barnsins Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 13:30 Andrea Ösp Karlsdóttir er í hlutverki sveitastúlkunnar Sólveigar en Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir fara með öll önnur hlutverk verksins. Visir/GVA Eldbarnið Höfundur: Pétur Eggerz Leikstjóri:Sigrún Valbergsdóttir Leikarar:Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz Leikmynd og búningar:Guðrún Øyahals Tónlist: Kristján Guðjónsson Lýsing:Arnþór ÞórsteinssonMöguleikhúsið sýnir Eldbarnið í Tjarnarbíói um þessar mundir og er leikritið byggt á sömu atburðum og sýningin Eldklerkurinn sem hefur verið í sýningu hjá hópnum síðustu misseri. Sögusviðið er Ísland árið 1783, nánar til tekið Austurland, þegar Lakagígar hófu að gjósa þá um sumarið. Afleiðingarnar voru ekkert annað en skelfilegar og er sýningin tilraun til þess að sjá þessar hryllilegu hamfarir með barnsaugum. Sveitastúlkan Sólveig, sem nýlega hefur misst föður sinn af slysförum, og móðir hennar flýja undan Skaftáreldum af miklu harðfylgi en finna loks skjól hjá séra Jóni Steingrímssyni og verða vitni að goðsagnakenndri eldmessu hans. Eftir að frekari áföll dynja á stúlkubarninu endar hún í samfylgd með þjófum sem ferðast um landsvæðið í þýfisleit. Andrea Ösp Karlsdóttir leikur hina þjáðu Sólveigu og gerir það ágætlega þó að eitthvað vanti upp á tilfinningalegu dýptina sem hún sýnir. Viðbrögð Sólveigar við öllum þeim harmi sem umvefur líf hennar sveiflast á milli undrunar og ótta en lítið meira, jafnvel þegar öll von virðist úti. Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz sjá um að leika allar hinar persónur verksins en þær eru flestar skissur af fólki frekar en þrívíðar persónur fyrir utan Jón Steingrímsson sem Pétur hefur mikla reynslu af að leika og stífu sýslumannsfrúna í leik Öldu. Handritið er frekar einsleitt og blæbrigðin fá í textanum sem er á köflum bæði of þungur og óþjáll fyrir yngstu kynslóðina, gamansömu uppbrotin hefðu líka mátt vera fleiri. Leikritið er rammað inn með veikri sögu af ungri stelpu á okkar tímum sem er að uppgötva fjölskyldusögu sína í gegnum frásagnir eldri bónda. Ekki er þörf á stóru stökki til að sjá ákveðið samhengi milli Skaftárelda fyrri tíma og eldgossins í Holuhrauni nú, tengingarnar eru undirstrikaðar í Eldbarninu en eru iðulega yfirborðskenndar. Sviðshönnunin er skemmtilega unnin og útfærð, Guðrún Øyahals hefur næmt auga fyrir smáatriðum og má þar sérstaklega nefna notkunina á sviðsmununum. Sviðsetningin er mjög minimalísk en í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur kvikna áhugaverðar myndir út frá litlum augnablikum. Aftur á móti hefði verið gaman að sjá jafn góða vinnu í búningunum en þeir voru helst til of einfaldir og ófrumlegir. Tónlistin er hljómþýð en ekkert sérstaklega afgerandi og sömu sögu má segja um lýsinguna.Niðurstaða:Magnaður efniviður og skýr grunnhugmynd en Eldbarnið er að mestu kraftlaust. Gagnrýni Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Eldbarnið Höfundur: Pétur Eggerz Leikstjóri:Sigrún Valbergsdóttir Leikarar:Alda Arnardóttir, Andrea Ösp Karlsdóttir og Pétur Eggerz Leikmynd og búningar:Guðrún Øyahals Tónlist: Kristján Guðjónsson Lýsing:Arnþór ÞórsteinssonMöguleikhúsið sýnir Eldbarnið í Tjarnarbíói um þessar mundir og er leikritið byggt á sömu atburðum og sýningin Eldklerkurinn sem hefur verið í sýningu hjá hópnum síðustu misseri. Sögusviðið er Ísland árið 1783, nánar til tekið Austurland, þegar Lakagígar hófu að gjósa þá um sumarið. Afleiðingarnar voru ekkert annað en skelfilegar og er sýningin tilraun til þess að sjá þessar hryllilegu hamfarir með barnsaugum. Sveitastúlkan Sólveig, sem nýlega hefur misst föður sinn af slysförum, og móðir hennar flýja undan Skaftáreldum af miklu harðfylgi en finna loks skjól hjá séra Jóni Steingrímssyni og verða vitni að goðsagnakenndri eldmessu hans. Eftir að frekari áföll dynja á stúlkubarninu endar hún í samfylgd með þjófum sem ferðast um landsvæðið í þýfisleit. Andrea Ösp Karlsdóttir leikur hina þjáðu Sólveigu og gerir það ágætlega þó að eitthvað vanti upp á tilfinningalegu dýptina sem hún sýnir. Viðbrögð Sólveigar við öllum þeim harmi sem umvefur líf hennar sveiflast á milli undrunar og ótta en lítið meira, jafnvel þegar öll von virðist úti. Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz sjá um að leika allar hinar persónur verksins en þær eru flestar skissur af fólki frekar en þrívíðar persónur fyrir utan Jón Steingrímsson sem Pétur hefur mikla reynslu af að leika og stífu sýslumannsfrúna í leik Öldu. Handritið er frekar einsleitt og blæbrigðin fá í textanum sem er á köflum bæði of þungur og óþjáll fyrir yngstu kynslóðina, gamansömu uppbrotin hefðu líka mátt vera fleiri. Leikritið er rammað inn með veikri sögu af ungri stelpu á okkar tímum sem er að uppgötva fjölskyldusögu sína í gegnum frásagnir eldri bónda. Ekki er þörf á stóru stökki til að sjá ákveðið samhengi milli Skaftárelda fyrri tíma og eldgossins í Holuhrauni nú, tengingarnar eru undirstrikaðar í Eldbarninu en eru iðulega yfirborðskenndar. Sviðshönnunin er skemmtilega unnin og útfærð, Guðrún Øyahals hefur næmt auga fyrir smáatriðum og má þar sérstaklega nefna notkunina á sviðsmununum. Sviðsetningin er mjög minimalísk en í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur kvikna áhugaverðar myndir út frá litlum augnablikum. Aftur á móti hefði verið gaman að sjá jafn góða vinnu í búningunum en þeir voru helst til of einfaldir og ófrumlegir. Tónlistin er hljómþýð en ekkert sérstaklega afgerandi og sömu sögu má segja um lýsinguna.Niðurstaða:Magnaður efniviður og skýr grunnhugmynd en Eldbarnið er að mestu kraftlaust.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Unnur Birna verður Elma Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira