"Útivistarreglur“ barna og unglinga á netinu Bergþóra Þórhallsdóttir skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Umræðan um örugga tölvu- og netnotkun barna og unglinga snýst gjarnan um hvað beri að varast. Einnig er rætt um hvernig sótt er að börnum og unglingum sem netnotendum bæði af markaðsaðilum og aðilum sem hafa þar misjafnan ásetning. Umræða og fræðsla hér að lútandi er af hinu góða og vekur foreldra og þá sem umgangast börn og unglinga til umhugsunar. Fólk lýsir gjarnan yfir áhyggjum af þróuninni og veltir fyrir sér hvert við stefnum. Sannleikurinn er sá að tæknin er ekkert að fara og netið er ekki bóla. Tæknin er komin til að vera og er hluti af samfélaginu sem við lifum í. Mikilvægt er að heimili þar sem börn og unglingar eru notendur netsins kynni sér og nýti lausnir sem eru í boði hjá símafyrirtækjum og netþjónustuaðilum sem veita jafnframt upplýsingar um netöryggi á heimilum. Það eitt og sér dugar þó ekki til, því foreldrar þurfa sífellt að fylgjast með notkuninni og gera ráðstafanir ef þörf krefur.Viðmið um hæfilega notkun Tölvur sem tengjast alnetinu gera börnum og unglingum kleift að „ferðast um allan heiminn“, kynnast ólíku fólki, skoða mismunandi staði og eiga samskipti við fólk í ólíkum aðstæðum. Mikilvægt er því að setja viðmið um tölvunotkun eftir aldri barna og ekki síst á hvaða tíma notkunin fer fram. Það væri eftirsóknarvert að foreldrasamfélagið á hverjum stað kæmi sér saman um hæfileg grunnviðmið sem hægt væri að styðjast við í uppeldinu. Aðalatriðið er að einhver eigi frumkvæðið að því að viðmiðin verði sett og að þau fái lýðræðislega umfjöllun í undirbúningsvinnunni. Foreldrasáttmálar samtakanna Heimili og skóli eru dæmi um frumkvæði sem hægt er að nýta sem grunn að samræðunni. Gott er að rifja upp góðan árangur og samstöðu sem náðist með reglum um útivist barna og unglinga á almannafæri sem var á sínum tíma fylgt eftir með foreldrarölti og umræðu í foreldrasamfélaginu. Í dag hefur samræða foreldra færst í auknum mæli yfir á samfélagsmiðlana sem lýsir vel samfélaginu eins og það er í dag. Samtakamáttur um að virða útivistarreglur barna og unglinga á almannafæri bar ríkulegan árangur á sínum tíma og það velkist enginn í vafa um forvarnargildi þeirra. Það er því ekki úr vegi að byggja á reynslunni og hefja „foreldrarölt“ á þeim vettvangi sem börn fara sem mest um í dag. Það er hægt að gera með því að koma sér saman um viðmið sem mótuð eru á lýðræðislegan hátt og að sjónarmið allra þeirra sem málið varðar fái að koma fram. Rafrænt foreldrarölt og ábendingahnappar á vefsíðum eru dæmi um leiðir til að veita aðhald og eftirfylgni. Þessi skrif eru hvatning til foreldrasamfélagsins um að taka höndum saman og móta sáttmála og viðmið um notkunina, foreldrasamfélaginu, börnum og unglingum til heilla. Nokkur dæmi um hvað er hægt að gera strax með örugga tölvu og netnotkun barna og unglinga í huga. -Virða aldurstakmarkanir á tölvutengdu efni. -Setja skýr viðmið um tíma og fara eftir þeim. -Setja skýr sameiginleg viðmið með foreldrum þeirra barna sem barnið umgengst mest. -Sýna því sem barnið/unglingurinn er að fást við í tölvunni raunverulegan áhuga og ræða saman um það. -Sinna eftirliti – „Foreldrarölti“ á netinu/í tölvunni. -Styðja við og ræða um uppbyggilega tölvunotkun s.s. í námi og við forritun. -Taka þátt í fræðslu, kynningum og málstofum um málefnið. -Læra á tæknina með barninu. Þann 10. febrúar er alþjóða netöryggisdagurinn sem minnir okkur á mikilvægi málefnisins. Efni með fræðslu fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla um örugga netnotkun má finna á www.saft.is.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar