Viðskipti innlent

Átta milljarða króna efnahagsleg áhrif

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Skemmtiferðaskip hafa jákvæð áhrif á íslenskan efnahag.
Skemmtiferðaskip hafa jákvæð áhrif á íslenskan efnahag. Mynd/GVA
Bein efnahagsleg áhrif komu farþega skemmtiferðaskipa voru um það bil 3 milljarðar króna árin 2013 og 2014. Óbein efnahagsleg áhrif farþega voru rúmir 5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í könnun sem Hafnarsamband Íslands lét framkvæma.

Í könnuninni kemur fram að hver farþegi eyði um það bil 12.000 krónum að meðaltali í hverri viðkomuhöfn. Þá kemur fram að rúmlega 96 prósent farþega skemmtiferðaskipa fari á land í einhverri hafnanna.

Könnunin mældi aðeins hvaða áhrif neysla ferðamanna sem komu með skemmtiferðaskipum hefði á íslenska hagsæld. Ýmis önnur bein áhrif koma til viðbótar. Þar má nefna hafnargjöld, vistir, skatta og umboðstekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×