Að vera dæmdur fyrir að vinna vinnuna sína – og vinna hana vel! Lúðvík E. Gústafsson skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Hvernig má það vera? Hver gerir svona? Stundum gerast greinilega undarlegir hlutir og það jafnvel í dómum felldum af dómstólum. Nýlega var byggðasamlagið Sorpa dæmt til að greiða 45 milljóna króna sekt vegna misnotkunar á „markaðsráðandi stöðu“. Í lögum um úrgang nr. 55 frá árinu 2003 segir að sveitarfélög skuli sjá um að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir allan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Heimilt er að gera það í samvinnu við önnur sveitarfélög og einmitt þess vegna var Sorpa stofnuð fyrir um 25 árum. Sorpa hefur sinnt þessari lögbundnu skyldu fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru nú sjö, eftir sameiningu sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar. Í úrgangslögum er ekki minnst á samkeppni, heldur er einu stjórnvaldi, sveitarfélögum, gert að stofna og reka þjónustufyrirtæki. Þessu hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur þessarar þjónustu sé sem hagkvæmastur, þjónustuþegum til hagsbóta. Það er því eðlilegt að eigendur þessarar þjónustuveitu, sveitarfélög, njóti bestu kjara. En sveitarfélög, það erum við, íbúar þessa lands. Við höfum kosið að hafa þetta skipulag. Meðhöndlun úrgangs er ekki bara einhver þjónusta, heldur grunnþjónusta, sem allir þurfa á að halda. Löggjafinn hefur staðfest hlutverk sveitarfélaga með ábyrgðarákvæðum í áðurnefndum lögum um úrgang. Svo kom allt í einu Samkeppniseftirlitið og taldi að Sorpa bryti lög um samkeppni með því að veita eigendum sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega gerði Sorpa athugasemdir við þessa skoðun og var málinu skotið til dómstóla. Samkeppni hvað? Ef einum aðila er gert að veita tiltekna þjónustu, hvar er samkeppnin? Samkeppni og markaður ríkja þar sem það á við, og er það vel. Á Íslandi og reyndar víða í veröldinni er sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs.Misskilningur Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi, hafa menn reynt að hafa meðhöndlun t.d. heimilisúrgangs „á markaði“ eins og það heitir. Hver sem hafði áhuga gat þá keppt við aðra um að fá að taka úrgang og nýta sér til hagsbóta. Það leiddi til ringulreiðar og verri þjónustu fyrir íbúa og var því breytt og sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin, var sorphirðuþjónustan boðin út, en í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu að veita hana og gerir það enn. Í þessu ljósi er það undarlegt svo ekki sé meira sagt, að samkeppnisyfirvöld og nú dómstóll hér á landi hafi séð samkeppni þar sem hún er ekki fyrirhuguð og hafi úrskurðað að hefta eigi eðlilegar og hagkvæmar vinnuaðferðir. Eigum við, íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði Sorpu, að borga fyrir misskilning þessara aðila, ekki bara með dýrari þjónustu heldur með sektargjöldum í ofanálag? Ég vona að þessi skilningur á samkeppni og markaðshugsun breiðist ekki út á kostnað hagkvæmni. Það verður að leiðrétta þennan misskilning sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera? Hver gerir svona? Stundum gerast greinilega undarlegir hlutir og það jafnvel í dómum felldum af dómstólum. Nýlega var byggðasamlagið Sorpa dæmt til að greiða 45 milljóna króna sekt vegna misnotkunar á „markaðsráðandi stöðu“. Í lögum um úrgang nr. 55 frá árinu 2003 segir að sveitarfélög skuli sjá um að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir allan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Heimilt er að gera það í samvinnu við önnur sveitarfélög og einmitt þess vegna var Sorpa stofnuð fyrir um 25 árum. Sorpa hefur sinnt þessari lögbundnu skyldu fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru nú sjö, eftir sameiningu sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar. Í úrgangslögum er ekki minnst á samkeppni, heldur er einu stjórnvaldi, sveitarfélögum, gert að stofna og reka þjónustufyrirtæki. Þessu hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur þessarar þjónustu sé sem hagkvæmastur, þjónustuþegum til hagsbóta. Það er því eðlilegt að eigendur þessarar þjónustuveitu, sveitarfélög, njóti bestu kjara. En sveitarfélög, það erum við, íbúar þessa lands. Við höfum kosið að hafa þetta skipulag. Meðhöndlun úrgangs er ekki bara einhver þjónusta, heldur grunnþjónusta, sem allir þurfa á að halda. Löggjafinn hefur staðfest hlutverk sveitarfélaga með ábyrgðarákvæðum í áðurnefndum lögum um úrgang. Svo kom allt í einu Samkeppniseftirlitið og taldi að Sorpa bryti lög um samkeppni með því að veita eigendum sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega gerði Sorpa athugasemdir við þessa skoðun og var málinu skotið til dómstóla. Samkeppni hvað? Ef einum aðila er gert að veita tiltekna þjónustu, hvar er samkeppnin? Samkeppni og markaður ríkja þar sem það á við, og er það vel. Á Íslandi og reyndar víða í veröldinni er sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs.Misskilningur Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi, hafa menn reynt að hafa meðhöndlun t.d. heimilisúrgangs „á markaði“ eins og það heitir. Hver sem hafði áhuga gat þá keppt við aðra um að fá að taka úrgang og nýta sér til hagsbóta. Það leiddi til ringulreiðar og verri þjónustu fyrir íbúa og var því breytt og sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin, var sorphirðuþjónustan boðin út, en í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu að veita hana og gerir það enn. Í þessu ljósi er það undarlegt svo ekki sé meira sagt, að samkeppnisyfirvöld og nú dómstóll hér á landi hafi séð samkeppni þar sem hún er ekki fyrirhuguð og hafi úrskurðað að hefta eigi eðlilegar og hagkvæmar vinnuaðferðir. Eigum við, íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði Sorpu, að borga fyrir misskilning þessara aðila, ekki bara með dýrari þjónustu heldur með sektargjöldum í ofanálag? Ég vona að þessi skilningur á samkeppni og markaðshugsun breiðist ekki út á kostnað hagkvæmni. Það verður að leiðrétta þennan misskilning sem allra fyrst.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar