Að vera dæmdur fyrir að vinna vinnuna sína – og vinna hana vel! Lúðvík E. Gústafsson skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Hvernig má það vera? Hver gerir svona? Stundum gerast greinilega undarlegir hlutir og það jafnvel í dómum felldum af dómstólum. Nýlega var byggðasamlagið Sorpa dæmt til að greiða 45 milljóna króna sekt vegna misnotkunar á „markaðsráðandi stöðu“. Í lögum um úrgang nr. 55 frá árinu 2003 segir að sveitarfélög skuli sjá um að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir allan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Heimilt er að gera það í samvinnu við önnur sveitarfélög og einmitt þess vegna var Sorpa stofnuð fyrir um 25 árum. Sorpa hefur sinnt þessari lögbundnu skyldu fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru nú sjö, eftir sameiningu sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar. Í úrgangslögum er ekki minnst á samkeppni, heldur er einu stjórnvaldi, sveitarfélögum, gert að stofna og reka þjónustufyrirtæki. Þessu hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur þessarar þjónustu sé sem hagkvæmastur, þjónustuþegum til hagsbóta. Það er því eðlilegt að eigendur þessarar þjónustuveitu, sveitarfélög, njóti bestu kjara. En sveitarfélög, það erum við, íbúar þessa lands. Við höfum kosið að hafa þetta skipulag. Meðhöndlun úrgangs er ekki bara einhver þjónusta, heldur grunnþjónusta, sem allir þurfa á að halda. Löggjafinn hefur staðfest hlutverk sveitarfélaga með ábyrgðarákvæðum í áðurnefndum lögum um úrgang. Svo kom allt í einu Samkeppniseftirlitið og taldi að Sorpa bryti lög um samkeppni með því að veita eigendum sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega gerði Sorpa athugasemdir við þessa skoðun og var málinu skotið til dómstóla. Samkeppni hvað? Ef einum aðila er gert að veita tiltekna þjónustu, hvar er samkeppnin? Samkeppni og markaður ríkja þar sem það á við, og er það vel. Á Íslandi og reyndar víða í veröldinni er sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs.Misskilningur Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi, hafa menn reynt að hafa meðhöndlun t.d. heimilisúrgangs „á markaði“ eins og það heitir. Hver sem hafði áhuga gat þá keppt við aðra um að fá að taka úrgang og nýta sér til hagsbóta. Það leiddi til ringulreiðar og verri þjónustu fyrir íbúa og var því breytt og sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin, var sorphirðuþjónustan boðin út, en í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu að veita hana og gerir það enn. Í þessu ljósi er það undarlegt svo ekki sé meira sagt, að samkeppnisyfirvöld og nú dómstóll hér á landi hafi séð samkeppni þar sem hún er ekki fyrirhuguð og hafi úrskurðað að hefta eigi eðlilegar og hagkvæmar vinnuaðferðir. Eigum við, íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði Sorpu, að borga fyrir misskilning þessara aðila, ekki bara með dýrari þjónustu heldur með sektargjöldum í ofanálag? Ég vona að þessi skilningur á samkeppni og markaðshugsun breiðist ekki út á kostnað hagkvæmni. Það verður að leiðrétta þennan misskilning sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera? Hver gerir svona? Stundum gerast greinilega undarlegir hlutir og það jafnvel í dómum felldum af dómstólum. Nýlega var byggðasamlagið Sorpa dæmt til að greiða 45 milljóna króna sekt vegna misnotkunar á „markaðsráðandi stöðu“. Í lögum um úrgang nr. 55 frá árinu 2003 segir að sveitarfélög skuli sjá um að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir allan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Heimilt er að gera það í samvinnu við önnur sveitarfélög og einmitt þess vegna var Sorpa stofnuð fyrir um 25 árum. Sorpa hefur sinnt þessari lögbundnu skyldu fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru nú sjö, eftir sameiningu sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar. Í úrgangslögum er ekki minnst á samkeppni, heldur er einu stjórnvaldi, sveitarfélögum, gert að stofna og reka þjónustufyrirtæki. Þessu hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur þessarar þjónustu sé sem hagkvæmastur, þjónustuþegum til hagsbóta. Það er því eðlilegt að eigendur þessarar þjónustuveitu, sveitarfélög, njóti bestu kjara. En sveitarfélög, það erum við, íbúar þessa lands. Við höfum kosið að hafa þetta skipulag. Meðhöndlun úrgangs er ekki bara einhver þjónusta, heldur grunnþjónusta, sem allir þurfa á að halda. Löggjafinn hefur staðfest hlutverk sveitarfélaga með ábyrgðarákvæðum í áðurnefndum lögum um úrgang. Svo kom allt í einu Samkeppniseftirlitið og taldi að Sorpa bryti lög um samkeppni með því að veita eigendum sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega gerði Sorpa athugasemdir við þessa skoðun og var málinu skotið til dómstóla. Samkeppni hvað? Ef einum aðila er gert að veita tiltekna þjónustu, hvar er samkeppnin? Samkeppni og markaður ríkja þar sem það á við, og er það vel. Á Íslandi og reyndar víða í veröldinni er sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs.Misskilningur Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi, hafa menn reynt að hafa meðhöndlun t.d. heimilisúrgangs „á markaði“ eins og það heitir. Hver sem hafði áhuga gat þá keppt við aðra um að fá að taka úrgang og nýta sér til hagsbóta. Það leiddi til ringulreiðar og verri þjónustu fyrir íbúa og var því breytt og sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin, var sorphirðuþjónustan boðin út, en í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu að veita hana og gerir það enn. Í þessu ljósi er það undarlegt svo ekki sé meira sagt, að samkeppnisyfirvöld og nú dómstóll hér á landi hafi séð samkeppni þar sem hún er ekki fyrirhuguð og hafi úrskurðað að hefta eigi eðlilegar og hagkvæmar vinnuaðferðir. Eigum við, íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði Sorpu, að borga fyrir misskilning þessara aðila, ekki bara með dýrari þjónustu heldur með sektargjöldum í ofanálag? Ég vona að þessi skilningur á samkeppni og markaðshugsun breiðist ekki út á kostnað hagkvæmni. Það verður að leiðrétta þennan misskilning sem allra fyrst.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar