Stór skref með þróunarsjóði innflytjendamála Sigurjón Kjærnested skrifar 6. febrúar 2015 00:01 Á síðustu árum hafa mörg frambærileg og mikilvæg verkefni hlotið styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála, t.d. rannsóknir á stöðu húsnæðismála innflytjenda í Reykjavík, móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda, rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði og hönnun námskeiðs fyrir samfélagstúlka. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum, en sjóðurinn hefur frá árinu 2007 unnið að þeim markmiðum að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur, óháð þjóðerni og uppruna, og að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og samfélagsins alls, okkur öllum til hagsbóta.Áhersla á þróunarverkefniÁherslur þróunarsjóðsins í ár eru í samræmi við markmið og áherslur þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019, sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leggja fram á Alþingi á komandi vikum, en innflytjendaráð hefur, ásamt starfsfólki ráðuneyta og stofnana, unnið að henni í umboði og eftir fyrirmælum ráðherra. Í fyrsta lagi verður lögð áhersla á „þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra“. Ein jákvæðasta þróun undanfarinna ára í málaflokknum er sú mikla gróska sem verið hefur hjá félags- og hagsmunasamtökum innflytjenda, en slík samtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er það eindreginn vilji okkar að styðja þau áfram á næstu árum. Í öðru lagi er áhersla lögð á „þróunarverkefni sem styrkja nærþjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar og í samfélaginu almennt“. Það er metnaðarmál fyrir okkur að vinna að bættri þjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar, og höfum við fundið sterkt fyrir því sama hjá fagfólki sem vinnur á sviði innflytjendamála. Í þriðja lagi er áhersla sjóðsins á „þróunarverkefni og rannsóknir sem beinast að auknum tækifærum innflytjenda til endurmenntunar og starfstengds náms og stuðla almennt að bættri stöðu þeirra á vinnumarkaði“. Við teljum mikilvægt að sérstaklega sé hugað að þörfum innflytjenda við skipulag náms á öllum stigum, til að tryggja að þeir njóti í raun jafnra tækifæra og aðrir. Að sama skapi er mikilvægt að vinna að því að auðvelda innflytjendum að nýta menntun sína og hæfileika á vinnumarkaði, en það er alltof algengt að aðgangshindranir hérlendis komi í veg fyrir að svo sé. Síðasta áhersla sjóðsins í ár er „þróunarverkefni sem sýna hvernig fjölmenning eykur félagsauð og styrkir innviði samfélagsins“. Undanfarna mánuði og ár hefur því miður borið of mikið á neikvæðri umræðu í samfélaginu, sem á engan rétt á sér og endurspeglar ekki hversu jákvæð fjölmenning er fyrir íslensk samfélag og allt það jákvæða sem innflytjendur koma með til íslensks samfélags. Þegar fólk af ólíkum uppruna og bakgrunni tekst í sameiningu á við erfiðustu verkefni samtímans, náum við fram betra og réttlátara samfélagi. Þessa meginreglu hefur innflytjendaráð haft að leiðarljósi í störfum sínum við þróunarsjóð og framkvæmdaáætlun – og á því verður engin breyting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa mörg frambærileg og mikilvæg verkefni hlotið styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála, t.d. rannsóknir á stöðu húsnæðismála innflytjenda í Reykjavík, móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda, rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði og hönnun námskeiðs fyrir samfélagstúlka. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum, en sjóðurinn hefur frá árinu 2007 unnið að þeim markmiðum að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur, óháð þjóðerni og uppruna, og að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og samfélagsins alls, okkur öllum til hagsbóta.Áhersla á þróunarverkefniÁherslur þróunarsjóðsins í ár eru í samræmi við markmið og áherslur þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019, sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leggja fram á Alþingi á komandi vikum, en innflytjendaráð hefur, ásamt starfsfólki ráðuneyta og stofnana, unnið að henni í umboði og eftir fyrirmælum ráðherra. Í fyrsta lagi verður lögð áhersla á „þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra“. Ein jákvæðasta þróun undanfarinna ára í málaflokknum er sú mikla gróska sem verið hefur hjá félags- og hagsmunasamtökum innflytjenda, en slík samtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er það eindreginn vilji okkar að styðja þau áfram á næstu árum. Í öðru lagi er áhersla lögð á „þróunarverkefni sem styrkja nærþjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar og í samfélaginu almennt“. Það er metnaðarmál fyrir okkur að vinna að bættri þjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar, og höfum við fundið sterkt fyrir því sama hjá fagfólki sem vinnur á sviði innflytjendamála. Í þriðja lagi er áhersla sjóðsins á „þróunarverkefni og rannsóknir sem beinast að auknum tækifærum innflytjenda til endurmenntunar og starfstengds náms og stuðla almennt að bættri stöðu þeirra á vinnumarkaði“. Við teljum mikilvægt að sérstaklega sé hugað að þörfum innflytjenda við skipulag náms á öllum stigum, til að tryggja að þeir njóti í raun jafnra tækifæra og aðrir. Að sama skapi er mikilvægt að vinna að því að auðvelda innflytjendum að nýta menntun sína og hæfileika á vinnumarkaði, en það er alltof algengt að aðgangshindranir hérlendis komi í veg fyrir að svo sé. Síðasta áhersla sjóðsins í ár er „þróunarverkefni sem sýna hvernig fjölmenning eykur félagsauð og styrkir innviði samfélagsins“. Undanfarna mánuði og ár hefur því miður borið of mikið á neikvæðri umræðu í samfélaginu, sem á engan rétt á sér og endurspeglar ekki hversu jákvæð fjölmenning er fyrir íslensk samfélag og allt það jákvæða sem innflytjendur koma með til íslensks samfélags. Þegar fólk af ólíkum uppruna og bakgrunni tekst í sameiningu á við erfiðustu verkefni samtímans, náum við fram betra og réttlátara samfélagi. Þessa meginreglu hefur innflytjendaráð haft að leiðarljósi í störfum sínum við þróunarsjóð og framkvæmdaáætlun – og á því verður engin breyting.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar