Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Sigríður Bilddal og Rannveig Óladóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar