Er lágt olíuverð bara gott? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mesta efnahagsinnspýting í langan tíma fyrir Íslendinga á sér nú stað með stórfelldri lækkun olíuverðs. Íslenska þjóðin kaupir um 500 milljónir lítra af olíu árlega til að keyra samfélagið til sjávar og sveita. Ef heimsmarkaðsverð á lítra lækkar um 50 kr. þá sparar þjóðarbúið um 25 milljarða árlega. Þetta er alvöru sparnaður fyrir íbúana sem dreifist um allt samfélagið, m.ö.o. þá vaxa og dafna milljarðarnir í hagkerfinu okkar í stað þess að leka beint til olíuframleiðsluríkja. Þessi áhrif olíukostnaðar á þjóðarbúið sýna okkur hversu jákvæð áhrif minni olíunotkun hefur á ríki eins og Ísland, sem ekki framleiðir olíu. Minni olíunotkun skilar hins vegar mun öruggari og fyrirsjáanlegri sparnaði en vonir um lágt olíuverð til langframa. Þess vegna er mikilvægt að sofna ekki á verðinum nú heldur halda áfram í þá átt að gera Ísland óháðara olíu. Lágt olíuverð slævir og nú þegar eru t.d. komnar vísbendingar um að eyðslugildi nýrra bifreiða í Bandaríkjunum sé í fyrsta skipti í mörg ár að stíga upp á við. Það er mjög varhugaverð þróun ef við förum að nota meiri olíu á hvern ekinn kílómetra í skjóli lágs olíuverðs. Einnig eru fiskimjölsverksmiðjur farnar að hóta því að skipta yfir í olíu sem tímabundið gæti farið örlítið undir raforkuverð. Erum við sátt við að sameiginleg auðlind sé brædd með olíu í stað innlendrar raforku vegna lágs olíuverðs sem því miður getur aðeins verið tímabundið ástand? Olíuverð mun hækka vegna þeirrar einföldu staðreyndar að olían mun klárast þar sem hún er ekki endanleg auðlind. Olía er sem sagt ósjálfbær en að auki er hún mengandi, gjaldeyriseyðandi og orkuöryggistruflandi. Hvernig getur verð á vöru sem mun klárast, líklega vel innan hundrað ára, lækkað yfirleitt? Mannkynið hefur því miður aldrei átt auðvelt með að verðleggja endanlegar auðlindir og yfirleitt valið þá leið að senda raunkostnaðinn að mestu yfir á næstu kynslóðir. Ef ég segði þér, lesandi góður, að pottþétt væri að sauðfé, sem tegund, myndi deyja út vegna riðu á næsta ári, hvernig myndir þú verðmeta lambalærið í kistunni þinni þá?Lífeyrissjóður Flestir hafa skilning á mikilvægi þess að leggja fyrir í lífeyrissjóð. Ástæðan er einföld, við þurfum vinnu og laun til að mæta útgjöldum hins daglega lífs. Þegar við eldumst og verðum að hætta að vinna þá hverfa launin en ekki útgjöldin. Þess vegna leggjum við fyrir til að tryggja lífeyri sem mætir útgjöldum efri ára. Hvers vegna hugsum við ekki eins um olíu sem verður búin eða á óviðráðanlegu verði eftir einhverja áratugi? Væri ekki ráð að leggja fyrir og nota þá peninga til að skapa framtíð eftir olíu eins og við vinnum markvisst að því að skapa framtíð eftir vinnu? Er það algerlega fáránleg hugmynd að leggja eina krónu á hvern lítra af olíu sem nota mætti til að styðja við framleiðslu og uppbyggingu innviða fyrir innlenda nýorku sem taka mun við af olíunni fyrr en síðar? Ein króna á lítra gefur um 500 milljónir á ári ef hún leggst á alla olíu. Þessa peninga mætti líka nota til að milda framtíðarhækkanir á olíu til að draga úr áhrifum á verðlag o.fl. En líklega er til of mikils mælst að hækka olíuverð um krónu fyrir bjartari framtíð og langbest að láta komandi kynslóðir bara taka skellinn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar