Breskt og íslenskt: Draumablanda Stuart Gill skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Discovery Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa alltaf eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vettvang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bretlandi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem farþegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bretlands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglubundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flugvöllum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda.Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferðamannastraumi. Reyndar er umferðin milli landanna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður duglegir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flugvalla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þrautbetri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands, og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bretlands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hagsbóta á marga vísu; skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengurinn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar.Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bretlandi hefur verið að aukast á síðustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þessari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum breskum matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaupum í Smáralind fimmtudaginn 5. febrúar og mun standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekkmenn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragðdæmum frá Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Discovery Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa alltaf eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vettvang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bretlandi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem farþegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bretlands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglubundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flugvöllum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda.Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferðamannastraumi. Reyndar er umferðin milli landanna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður duglegir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flugvalla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þrautbetri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands, og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bretlands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hagsbóta á marga vísu; skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengurinn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar.Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bretlandi hefur verið að aukast á síðustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þessari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum breskum matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaupum í Smáralind fimmtudaginn 5. febrúar og mun standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekkmenn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragðdæmum frá Bretlandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun