Hróplegt skipulagsleysi Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Kæri Hjálmar Sveinsson. Í Morgunblaðinu nýlega var haft eftir þér að sautján bílastæði við nýtt hótel sem á að opna við Hlemm eigi að duga starfsmönnum sem vinna við hótelið og því sé ekki ástæða til að þvinga eigendur hótelsins til að byggja bílastæðakjallara enda strætóskiptistöð í næsta nágrenni. Ekki er gott að þvinga nokkurn mann. En það er ýmislegt í þessu sem þú þyrftir að athuga betur og því langar mig til að bjóða þér að verja deginum með mér þannig að þú sjáir við hvaða aðstæður við ökuleiðsögumenn og bílstjórar búum í starfi okkar. Það gæti verið fróðlegt og skemmtilegt fyrir þig. Til að útskýra aðeins betur: Í næsta nágrenni við Hlemm eru fjöldamörg hótel og gistiheimili; Hlemmur Square, 101 guesthouse og 4th floor hotel á horni Snorrabrautar og Laugavegs. Ofar við Laugaveg eru að minnsta kosti Phoenix hótel og Laugavegur Apartments. Við Rauðarárstíg er Fosshótel Lind. Eru þá bara taldir þeir staðir sem koma upp í hugann í núinu og eru alveg við Hlemm. Fleiri eru í nágrenninu. Nýtt „risahótel“ bætist svo greinilega við á horni Hlemms og Rauðarárstígs innan tíðar. Ferðamenn kaupa þá þjónustu að vera sóttir eða þeim skilað í næsta nágrenni gististaðar. Það er greinilega markaður fyrir þessa þjónustu og því sjálfsagt að bjóða upp á hana. Ég er ein af þeim fjölmörgu sem sinna þessari þjónustu og ég verð að segja að því miður einkennir hróplegt skipulagsleysi bílastæðamál hótela og gistihúsa úti um alla borg. Hvergi er gert ráð fyrir því að jeppar og rútur, litlar eða stórar, geti stoppað, tekið upp fólk eða skilað fólki. Hvergi! Og í þeim fáu tilvikum þar sem stæði eru fyrir slíka umferð, eru oft fyrir í bæli trukkar í vöruafhendingu og smábílar þegar komið er að.Kjörið tækifæri Ástandið er afar slæmt við Hlemm. Í fyrra kom fram að það ætti að laga með því að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum pláss á strætóskiptistöðinni á Hlemmi. Ég bíð og vona að það nægi til þess að ástandið verði viðunandi. En þetta er ekki einfalt. Hafa verður í huga að ferðamenn taka oft bíla á leigu og þurfa að geta lagt þeim einhvers staðar. Og gera verður ráð fyrir umferð ferðaþjónustufyrirtækja við hótelin. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar verða að geta stoppað fyrir framan gististaði eða í næsta nágrenni þeirra og jafnvel skroppið út til að skoða miða, svara spurningum og taka töskur. Og það gengur ekki inni á miðju bílastæði og þaðan af síður úti á miðri götu þar sem farartækin teppa aðra umferð. Um það erum við örugglega sammála. Og trúðu mér, bílstjórarnir eru brjálaðir yfir að þurfa að bíða meðan rútan teppir umferðina. En kæri Hjálmar, ástandið er slæmt og því vil ég bjóða þér í smá kynningu á því út á hvað starfið gengur og hvernig staðan er við gististaði í borginni. Með því að vera með mér dag eða dagspart myndirðu kynnast því út á hvað þessi vinna gengur, hvert er farið, hvar hægt er að stoppa og hvar þarf að stoppa, hvernig ástandið er í henni Reykjavík. Ég held að þetta sé kjörið tækifæri fyrir metnaðargjarnan og áhugasaman mann eins og þig til að sjá hvernig búið er að stærstu atvinnugrein þjóðarinnar hvað þetta varðar, hvað þarf nauðsynlega að bæta og hvernig það verður best gert. Og í leiðinni gætirðu sagt mér frá plönunum varðandi strætóskiptistöðina á Hlemmi. Líttu endilega á þetta sem formlegt boð. Ég hlakka svo til að fá þig með mér í þennan rúnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Kæri Hjálmar Sveinsson. Í Morgunblaðinu nýlega var haft eftir þér að sautján bílastæði við nýtt hótel sem á að opna við Hlemm eigi að duga starfsmönnum sem vinna við hótelið og því sé ekki ástæða til að þvinga eigendur hótelsins til að byggja bílastæðakjallara enda strætóskiptistöð í næsta nágrenni. Ekki er gott að þvinga nokkurn mann. En það er ýmislegt í þessu sem þú þyrftir að athuga betur og því langar mig til að bjóða þér að verja deginum með mér þannig að þú sjáir við hvaða aðstæður við ökuleiðsögumenn og bílstjórar búum í starfi okkar. Það gæti verið fróðlegt og skemmtilegt fyrir þig. Til að útskýra aðeins betur: Í næsta nágrenni við Hlemm eru fjöldamörg hótel og gistiheimili; Hlemmur Square, 101 guesthouse og 4th floor hotel á horni Snorrabrautar og Laugavegs. Ofar við Laugaveg eru að minnsta kosti Phoenix hótel og Laugavegur Apartments. Við Rauðarárstíg er Fosshótel Lind. Eru þá bara taldir þeir staðir sem koma upp í hugann í núinu og eru alveg við Hlemm. Fleiri eru í nágrenninu. Nýtt „risahótel“ bætist svo greinilega við á horni Hlemms og Rauðarárstígs innan tíðar. Ferðamenn kaupa þá þjónustu að vera sóttir eða þeim skilað í næsta nágrenni gististaðar. Það er greinilega markaður fyrir þessa þjónustu og því sjálfsagt að bjóða upp á hana. Ég er ein af þeim fjölmörgu sem sinna þessari þjónustu og ég verð að segja að því miður einkennir hróplegt skipulagsleysi bílastæðamál hótela og gistihúsa úti um alla borg. Hvergi er gert ráð fyrir því að jeppar og rútur, litlar eða stórar, geti stoppað, tekið upp fólk eða skilað fólki. Hvergi! Og í þeim fáu tilvikum þar sem stæði eru fyrir slíka umferð, eru oft fyrir í bæli trukkar í vöruafhendingu og smábílar þegar komið er að.Kjörið tækifæri Ástandið er afar slæmt við Hlemm. Í fyrra kom fram að það ætti að laga með því að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum pláss á strætóskiptistöðinni á Hlemmi. Ég bíð og vona að það nægi til þess að ástandið verði viðunandi. En þetta er ekki einfalt. Hafa verður í huga að ferðamenn taka oft bíla á leigu og þurfa að geta lagt þeim einhvers staðar. Og gera verður ráð fyrir umferð ferðaþjónustufyrirtækja við hótelin. Ökuleiðsögumenn og bílstjórar verða að geta stoppað fyrir framan gististaði eða í næsta nágrenni þeirra og jafnvel skroppið út til að skoða miða, svara spurningum og taka töskur. Og það gengur ekki inni á miðju bílastæði og þaðan af síður úti á miðri götu þar sem farartækin teppa aðra umferð. Um það erum við örugglega sammála. Og trúðu mér, bílstjórarnir eru brjálaðir yfir að þurfa að bíða meðan rútan teppir umferðina. En kæri Hjálmar, ástandið er slæmt og því vil ég bjóða þér í smá kynningu á því út á hvað starfið gengur og hvernig staðan er við gististaði í borginni. Með því að vera með mér dag eða dagspart myndirðu kynnast því út á hvað þessi vinna gengur, hvert er farið, hvar hægt er að stoppa og hvar þarf að stoppa, hvernig ástandið er í henni Reykjavík. Ég held að þetta sé kjörið tækifæri fyrir metnaðargjarnan og áhugasaman mann eins og þig til að sjá hvernig búið er að stærstu atvinnugrein þjóðarinnar hvað þetta varðar, hvað þarf nauðsynlega að bæta og hvernig það verður best gert. Og í leiðinni gætirðu sagt mér frá plönunum varðandi strætóskiptistöðina á Hlemmi. Líttu endilega á þetta sem formlegt boð. Ég hlakka svo til að fá þig með mér í þennan rúnt.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun