Leikskólakennurum fjölgað í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Dagur leikskólans verður haldinn í áttunda sinn á morgun, föstudaginn 6. febrúar. Af því tilefni er vel við hæfi að benda á jákvæða þróun í leikskólum Kópavogs í kjölfar aðgerða sem gripið var til síðastliðið vor. Meginmarkmið tillagna sem samþykktar voru í bæjarstjórn Kópavogs síðastliðið vor var að fjölga leikskólakennurum og efla faglegt starf í leikskólum Kópavogs. Tillögurnar fela einkum í sér þrennt: Að styrkja starfsmenn til náms í leikskólakennarafræðum, að umbuna fyrir störf og verkefni af faglegum toga og loks að kynna og efla ímynd leikskóla Kópavogs. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því í haust hófu 25 starfsmenn nám með vinnu til þess að bæta hæfni sína í starfi með börnum. Þessi mikla þátttaka fór fram úr okkar björtustu vonum og hún er ótvírætt merki um mikinn metnað í leikskólastarfi í Kópavogi. Í Kópavogi hefur hlutfall leikskólakennara verið um 36%. Það er markmið okkar, sem meðal annars endurspeglast í þessum aðgerðum, að það hlutfall hækki verulega á komandi árum.Bjartsýn á að markmið náist Með þessum aðgerðum viljum við laða nýja leikskólakennara til starfa í leikskólum Kópavogs, halda í góða leikskólakennara sem þegar starfa í leikskólunum og ekki síst fjölga nemendum í leikskólakennarafræðum. Miðað við viðbrögðin þá erum við bjartsýn á að þessi markmið muni nást. Kópavogsbær hefur um nokkurt skeið styrkt starfsmenn sem vilja bæta við sig menntun í leikskólakennarafræðum. Með nýjustu aðgerðum hefur styrkurinn verið hækkaður umtalsvert og starfsmönnum gefið aukið svigrún til þess að stunda námið með vinnu. Þeir sem hljóta styrkinn skuldbinda sig til þess að starfa í ákveðinn tíma í leikskólum bæjarins að námi loknu. Þá hafa leikskólastjórar nú heimild til þess að ráða sérgreinastjóra sem styrkir faglegt starf í leikskólum enn frekar. Sem dæmi um spennandi verkefni sem sérgreinastjórar hafa leitt eru útinám, skapandi starf, tónlist, jóga og fleira fyrir börn í leikskólum bæjarins. Með tillögunum er einnig veitt heimild til fjölgunar yfirvinnutíma í leikskólum til greiðslu fyrir stýringu verkefna af faglegum toga svo og fé í þróunarsjóð til styrkingar verkefna í leikskólum. Nú þegar hefur fjármagni verið veitt úr þessum sjóði í áhugavert þróunarverkefni um sjálfbærni og vísindi, sem allir leikskólar bæjarins taka þátt í. Sú vísa verður ekki of oft kveðin að snemma beygist krókurinn. Hlutverk leikskólanna í velgengni og árangri bæjarins í uppeldis- og menntunarmálum er óumdeilt og við erum stolt af því hversu vel hefur tekist til. Kópavogsbær hefur stigið stórt skref í því að efla og styrkja leikskólastigið. Með aðgerðunum höfum við eflt faglegt starf leikskólanna og við sjáum fram á að leikskólakennurum í Kópavogi muni fjölga. Þannig hefur Kópavogur lagt sitt af mörkum í samstarfsverkefni Félags leikskólakennara og mennta- og menningarráðuneytis um átak til fjölgunar leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Dagur leikskólans verður haldinn í áttunda sinn á morgun, föstudaginn 6. febrúar. Af því tilefni er vel við hæfi að benda á jákvæða þróun í leikskólum Kópavogs í kjölfar aðgerða sem gripið var til síðastliðið vor. Meginmarkmið tillagna sem samþykktar voru í bæjarstjórn Kópavogs síðastliðið vor var að fjölga leikskólakennurum og efla faglegt starf í leikskólum Kópavogs. Tillögurnar fela einkum í sér þrennt: Að styrkja starfsmenn til náms í leikskólakennarafræðum, að umbuna fyrir störf og verkefni af faglegum toga og loks að kynna og efla ímynd leikskóla Kópavogs. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því í haust hófu 25 starfsmenn nám með vinnu til þess að bæta hæfni sína í starfi með börnum. Þessi mikla þátttaka fór fram úr okkar björtustu vonum og hún er ótvírætt merki um mikinn metnað í leikskólastarfi í Kópavogi. Í Kópavogi hefur hlutfall leikskólakennara verið um 36%. Það er markmið okkar, sem meðal annars endurspeglast í þessum aðgerðum, að það hlutfall hækki verulega á komandi árum.Bjartsýn á að markmið náist Með þessum aðgerðum viljum við laða nýja leikskólakennara til starfa í leikskólum Kópavogs, halda í góða leikskólakennara sem þegar starfa í leikskólunum og ekki síst fjölga nemendum í leikskólakennarafræðum. Miðað við viðbrögðin þá erum við bjartsýn á að þessi markmið muni nást. Kópavogsbær hefur um nokkurt skeið styrkt starfsmenn sem vilja bæta við sig menntun í leikskólakennarafræðum. Með nýjustu aðgerðum hefur styrkurinn verið hækkaður umtalsvert og starfsmönnum gefið aukið svigrún til þess að stunda námið með vinnu. Þeir sem hljóta styrkinn skuldbinda sig til þess að starfa í ákveðinn tíma í leikskólum bæjarins að námi loknu. Þá hafa leikskólastjórar nú heimild til þess að ráða sérgreinastjóra sem styrkir faglegt starf í leikskólum enn frekar. Sem dæmi um spennandi verkefni sem sérgreinastjórar hafa leitt eru útinám, skapandi starf, tónlist, jóga og fleira fyrir börn í leikskólum bæjarins. Með tillögunum er einnig veitt heimild til fjölgunar yfirvinnutíma í leikskólum til greiðslu fyrir stýringu verkefna af faglegum toga svo og fé í þróunarsjóð til styrkingar verkefna í leikskólum. Nú þegar hefur fjármagni verið veitt úr þessum sjóði í áhugavert þróunarverkefni um sjálfbærni og vísindi, sem allir leikskólar bæjarins taka þátt í. Sú vísa verður ekki of oft kveðin að snemma beygist krókurinn. Hlutverk leikskólanna í velgengni og árangri bæjarins í uppeldis- og menntunarmálum er óumdeilt og við erum stolt af því hversu vel hefur tekist til. Kópavogsbær hefur stigið stórt skref í því að efla og styrkja leikskólastigið. Með aðgerðunum höfum við eflt faglegt starf leikskólanna og við sjáum fram á að leikskólakennurum í Kópavogi muni fjölga. Þannig hefur Kópavogur lagt sitt af mörkum í samstarfsverkefni Félags leikskólakennara og mennta- og menningarráðuneytis um átak til fjölgunar leikskólakennara.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar