Að tryggja sjálfstætt líf þeirra sem þurfa aðstoð sveitarfélaga! Guðjón Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Við sem þurfum aðstoð erum með alls konar hugmyndir um hvernig má bæta aðstoðina til að tryggja okkur sjálfstætt líf. Fyrst og fremst höfum við lagt áherslu á notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem tryggir okkur þau réttindi sem Ísland hefur undirgengist á alþjóðavettvangi. En er það eina og þá besta leiðin fyrir alla sem þurfa aðstoð? Eða getum við fundið millilendingu sem væri bil beggja af NPA og núverandi aðstoð sem sveitarfélögin veita? Það hefur reynst flóknara og seinvirkara en ég sjálfur hefði kosið að koma á NPA-þjónustu. Verkefnastjórn velferðarráðherra hefur reynt sitt allra besta til að flýta málinu sem mest. Í upphafi var að koma verkefninu á koppinn. Ýta því úr vör. Þá tók við endalaus vinna við að koma verklagi til skila, eiga samstarf við atvinnulífið vegna vinnutíma aðstoðarmanna, tala við skattayfirvöld, fá yfirvöld mennta- og heilbrigðismála til að viðurkenna að kostnaðarþátttaka þeirra væri eðlileg og ekki síst að semja um úttekt á verkefninu við HÍ svo nota megi niðurstöðuna til að meta árangur þess. Hvað kostar svona aðstoð miðað við aðra aðstoð? Hvaða hópum nýtist þetta best? Tryggir þetta sjálfstætt líf einstaklinga? Hvað má gera betur? Og svo framvegis. Það hefur þurft tíma til að gera þetta vel. Því miður allt of langan tíma. En eins og oft þá hafa svör við sumum spurningum kallað á fleiri. Því var ákaflega mikilvægt að fá verkefnið framlengt svo raða megi púslinu í marktæka mynd. Að hafa svokallaðan NPA-samning er um margt flókið og þarfnast bæði rekstrarkunnáttu auk hæfileikans til að hafa mannaforráð með öllum þeim skýrslum og skilum sem því fylgir. Skattaskil, launatengd gjöld, lífeyrissjóðir svo eitthvað sé nefnt. Margir fullfrískir einstaklingar hefðu enga getu til að standa í svona rekstri. Vandinn við hefðbundna aðstoð sveitarfélaga liggur fyrst og fremst í skiptingu aðstoðarinnar innan kerfisins. Þar verður að sækja um heimahjúkrun (ríkið), heimilisaðstoð, liðveislu og sérstaka liðveislu svo eitthvað sé nefnt. Þarna er auðvitað kóngur og jafnvel drottning ríkjandi yfir hverjum „kassa“ sem við þurfum að betla út aðstoð hjá, sem við eigum þó fullan rétt á. Sem sagt hver kassi sendir sitt fólk til okkar, þegar honum hentar og auðvitað þangað sem honum hentar. Það eru dæmi um að á einum mánuði hafi komið 52 mismunandi einstaklingar til að aðstoða einn aðila. Sá gerði ekki annað en kenna aðstoðarmönnum sínum á sjálfan sig. Ég held að jafnvel harðasta kerfisfólk viti að þetta er ekki eðlilegt. Er þá eina bótin að fara alveg hinumegin á mælistikuna? Eða er annað í boði?Boðlegt fyrir alla Er mögulegt að hugsa þjónustu sveitarfélaganna upp á nýtt? Gera starfið boðlegt fyrir alla, notendur og starfsmenn? Má ekki sameina alla kassana með misjöfnum nöfnum í einn sem leysir aðstoðarþörf viðkomandi? Um leið og mat á aðstoðarþörf hefur farið fram þá mæti ég á einn stað og fundin er lausn fyrir mig. Ég gæti tilnefnt aðstoðarfólk eða fengi aðstoð frá sveitarfélaginu með þeim mannskap sem þar er á lausu. Starfsmenn væru þá ráðnir til sveitarfélagsins.Nokkur atriði sem ég tel að þurfi að gera:1 Lögfesta/innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.2 Ráða inn fólk sem gerir flest eða allt sem þarf til að aðstoða einn einstakling.3 Gera endanlegan kjarasamning sem nær utan um þetta starf, t.d. sofandi næturvaktir.4 Breyta þeim lögum og reglugerðum sem þvinga sveitarfélögin til að skipta upp aðstoðinni eins og gert er í dag.5 Gera sveitarfélögum mögulegt að sjá um utanumhald vegna starfa aðstoðarfólks.6 Fólk færi í grunnnám sem aðstoðarfólk og það verður að vera sía á sem flesta sem eru óhæfir til að sinna svona viðkvæmum störfum. Þetta eru bara hugsanir settar á blað svo útvega megi sem flestum þá aðstoð sem viðkomandi þarf til að tryggja honum/henni sjálfstætt líf. Það er markmið okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Við sem þurfum aðstoð erum með alls konar hugmyndir um hvernig má bæta aðstoðina til að tryggja okkur sjálfstætt líf. Fyrst og fremst höfum við lagt áherslu á notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem tryggir okkur þau réttindi sem Ísland hefur undirgengist á alþjóðavettvangi. En er það eina og þá besta leiðin fyrir alla sem þurfa aðstoð? Eða getum við fundið millilendingu sem væri bil beggja af NPA og núverandi aðstoð sem sveitarfélögin veita? Það hefur reynst flóknara og seinvirkara en ég sjálfur hefði kosið að koma á NPA-þjónustu. Verkefnastjórn velferðarráðherra hefur reynt sitt allra besta til að flýta málinu sem mest. Í upphafi var að koma verkefninu á koppinn. Ýta því úr vör. Þá tók við endalaus vinna við að koma verklagi til skila, eiga samstarf við atvinnulífið vegna vinnutíma aðstoðarmanna, tala við skattayfirvöld, fá yfirvöld mennta- og heilbrigðismála til að viðurkenna að kostnaðarþátttaka þeirra væri eðlileg og ekki síst að semja um úttekt á verkefninu við HÍ svo nota megi niðurstöðuna til að meta árangur þess. Hvað kostar svona aðstoð miðað við aðra aðstoð? Hvaða hópum nýtist þetta best? Tryggir þetta sjálfstætt líf einstaklinga? Hvað má gera betur? Og svo framvegis. Það hefur þurft tíma til að gera þetta vel. Því miður allt of langan tíma. En eins og oft þá hafa svör við sumum spurningum kallað á fleiri. Því var ákaflega mikilvægt að fá verkefnið framlengt svo raða megi púslinu í marktæka mynd. Að hafa svokallaðan NPA-samning er um margt flókið og þarfnast bæði rekstrarkunnáttu auk hæfileikans til að hafa mannaforráð með öllum þeim skýrslum og skilum sem því fylgir. Skattaskil, launatengd gjöld, lífeyrissjóðir svo eitthvað sé nefnt. Margir fullfrískir einstaklingar hefðu enga getu til að standa í svona rekstri. Vandinn við hefðbundna aðstoð sveitarfélaga liggur fyrst og fremst í skiptingu aðstoðarinnar innan kerfisins. Þar verður að sækja um heimahjúkrun (ríkið), heimilisaðstoð, liðveislu og sérstaka liðveislu svo eitthvað sé nefnt. Þarna er auðvitað kóngur og jafnvel drottning ríkjandi yfir hverjum „kassa“ sem við þurfum að betla út aðstoð hjá, sem við eigum þó fullan rétt á. Sem sagt hver kassi sendir sitt fólk til okkar, þegar honum hentar og auðvitað þangað sem honum hentar. Það eru dæmi um að á einum mánuði hafi komið 52 mismunandi einstaklingar til að aðstoða einn aðila. Sá gerði ekki annað en kenna aðstoðarmönnum sínum á sjálfan sig. Ég held að jafnvel harðasta kerfisfólk viti að þetta er ekki eðlilegt. Er þá eina bótin að fara alveg hinumegin á mælistikuna? Eða er annað í boði?Boðlegt fyrir alla Er mögulegt að hugsa þjónustu sveitarfélaganna upp á nýtt? Gera starfið boðlegt fyrir alla, notendur og starfsmenn? Má ekki sameina alla kassana með misjöfnum nöfnum í einn sem leysir aðstoðarþörf viðkomandi? Um leið og mat á aðstoðarþörf hefur farið fram þá mæti ég á einn stað og fundin er lausn fyrir mig. Ég gæti tilnefnt aðstoðarfólk eða fengi aðstoð frá sveitarfélaginu með þeim mannskap sem þar er á lausu. Starfsmenn væru þá ráðnir til sveitarfélagsins.Nokkur atriði sem ég tel að þurfi að gera:1 Lögfesta/innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.2 Ráða inn fólk sem gerir flest eða allt sem þarf til að aðstoða einn einstakling.3 Gera endanlegan kjarasamning sem nær utan um þetta starf, t.d. sofandi næturvaktir.4 Breyta þeim lögum og reglugerðum sem þvinga sveitarfélögin til að skipta upp aðstoðinni eins og gert er í dag.5 Gera sveitarfélögum mögulegt að sjá um utanumhald vegna starfa aðstoðarfólks.6 Fólk færi í grunnnám sem aðstoðarfólk og það verður að vera sía á sem flesta sem eru óhæfir til að sinna svona viðkvæmum störfum. Þetta eru bara hugsanir settar á blað svo útvega megi sem flestum þá aðstoð sem viðkomandi þarf til að tryggja honum/henni sjálfstætt líf. Það er markmið okkar allra.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar