Grágásarlög og aðgerð gegn fátækt fyrir 900 árum Ólafur Ólafsson skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Fyrstu skráð lög sem til eru fyrir Ísland eru Grágásarlög (Hafliðaskrá, Vígslóði) frá 1118 e. Kr. Í lögunum eru skráðar skyldur hreppstjóra og hreppsþings að framfæra ómaga og veita þurfamönnum sveitarstyrk, þ.e. að sinna fátækum. Hreppstjórar voru þó ekki einráðir í þessum efnum. Eftirlitið var falið hreppsdómi er í sátu 6 innanhreppsmenn, 3 fyrir sækjendur og 3 fyrir verjendur. Það var fylgst með þeim er ráða. Svipað eftirlit borgaranna komst ekki á hér á landi fyrr en með stjórnsýslulögum á 20. öldinni. Ekki hafa fundist skráð lög um að hið opinbera ætti að sinna fátækum í öðrum löndum á þeim tíma, heldur var kirkjunni falið hlutverkið. Um 500 árum síðar eða 1601 voru skráð svipuð lög á Englandi. (Tillögur til sveitarstjórnarlaga, nefnd skipuð með konungsbréfi 1901. Gutenberg 1905). Ljóst er að við Íslendingar vorum í fararbroddi annarra þjóða í Evrópu við slíkar aðgerðir. Orsakir þessara aðgerða má eflaust rekja til góðra samfélagstengsla og ábyrgðar ráðandi manna. Jafnframt að draga úr fátækt. Vissulega hefur margt mistekist í aðstoðinni við fátæka síðar meir en lögin voru skráð og samþykkt. Nú er spurt. Hver er orsök þess að nú er hafin aðför að launalægsta fólkinu, öryrkjum og eldri borgurum og ekki staðið við leiðréttinguna er lofað var fyrir kosningar 2013? Ég nefni einnig hækkun virðisaukaskatts á matvæli sem kemur verst niður á framangreindum hópum.Stéttaskipting Stuðlar hátt matarverð og íbúðarverð að stéttaskiptingu? Fregnir berast um að öryrkjar flytjist til minni kaupstaða á landsbyggðinni en versli lítið í kaupfélaginu. Kaupi fiskinn af sjómönnum og kjöt af bændum. Fólkið er ráðgott. Í nýlegri grein í Læknablaðinu (próf. L. Steingrímsdóttur o.fl.) kemur í ljós að þeir efnaminni neyta minna hollustufæðis (grænmetis, ávaxta og grófs brauðs) en marktækt meira sykraða fæðu en efnað fólk enda dýr fæða. Tæp 60% öryrkja eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og 55% atvinnulausra. Slíkur munur hollustu og næringargilda í fæðuneyslu eftir efnahag hefur ekki komið fram áður í könnunum á Íslandi. Hátt matarverð getur stuðlað að stéttaskiptingu eins og komið hefur fram í mörgum erlendum fræðigreinum. Jafnræði þegnanna til heilbrigðs lífs var veigamikill þáttur í fyrri heilbrigðisáætlunum heilbrigðisyfirvalda. Í heild búa nú fleiri börn við lélegt og dýrt húsnæði en félagar þeirra á Norðurlöndum (Save the children 2014) Hvað hefur breyst? Skortir þá er stjórna samfélagsleg tengsl, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir fólki sem tíðkaðist meðal almennings hér á landi jafnvel fyrir 900 árum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu skráð lög sem til eru fyrir Ísland eru Grágásarlög (Hafliðaskrá, Vígslóði) frá 1118 e. Kr. Í lögunum eru skráðar skyldur hreppstjóra og hreppsþings að framfæra ómaga og veita þurfamönnum sveitarstyrk, þ.e. að sinna fátækum. Hreppstjórar voru þó ekki einráðir í þessum efnum. Eftirlitið var falið hreppsdómi er í sátu 6 innanhreppsmenn, 3 fyrir sækjendur og 3 fyrir verjendur. Það var fylgst með þeim er ráða. Svipað eftirlit borgaranna komst ekki á hér á landi fyrr en með stjórnsýslulögum á 20. öldinni. Ekki hafa fundist skráð lög um að hið opinbera ætti að sinna fátækum í öðrum löndum á þeim tíma, heldur var kirkjunni falið hlutverkið. Um 500 árum síðar eða 1601 voru skráð svipuð lög á Englandi. (Tillögur til sveitarstjórnarlaga, nefnd skipuð með konungsbréfi 1901. Gutenberg 1905). Ljóst er að við Íslendingar vorum í fararbroddi annarra þjóða í Evrópu við slíkar aðgerðir. Orsakir þessara aðgerða má eflaust rekja til góðra samfélagstengsla og ábyrgðar ráðandi manna. Jafnframt að draga úr fátækt. Vissulega hefur margt mistekist í aðstoðinni við fátæka síðar meir en lögin voru skráð og samþykkt. Nú er spurt. Hver er orsök þess að nú er hafin aðför að launalægsta fólkinu, öryrkjum og eldri borgurum og ekki staðið við leiðréttinguna er lofað var fyrir kosningar 2013? Ég nefni einnig hækkun virðisaukaskatts á matvæli sem kemur verst niður á framangreindum hópum.Stéttaskipting Stuðlar hátt matarverð og íbúðarverð að stéttaskiptingu? Fregnir berast um að öryrkjar flytjist til minni kaupstaða á landsbyggðinni en versli lítið í kaupfélaginu. Kaupi fiskinn af sjómönnum og kjöt af bændum. Fólkið er ráðgott. Í nýlegri grein í Læknablaðinu (próf. L. Steingrímsdóttur o.fl.) kemur í ljós að þeir efnaminni neyta minna hollustufæðis (grænmetis, ávaxta og grófs brauðs) en marktækt meira sykraða fæðu en efnað fólk enda dýr fæða. Tæp 60% öryrkja eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og 55% atvinnulausra. Slíkur munur hollustu og næringargilda í fæðuneyslu eftir efnahag hefur ekki komið fram áður í könnunum á Íslandi. Hátt matarverð getur stuðlað að stéttaskiptingu eins og komið hefur fram í mörgum erlendum fræðigreinum. Jafnræði þegnanna til heilbrigðs lífs var veigamikill þáttur í fyrri heilbrigðisáætlunum heilbrigðisyfirvalda. Í heild búa nú fleiri börn við lélegt og dýrt húsnæði en félagar þeirra á Norðurlöndum (Save the children 2014) Hvað hefur breyst? Skortir þá er stjórna samfélagsleg tengsl, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir fólki sem tíðkaðist meðal almennings hér á landi jafnvel fyrir 900 árum?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun