Bók bókanna Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 B I B L Í A er bókin bókanna. Á orði Drottins er allt mitt traust. B I B L Í A. Biblía. Þessi litli söngur hefur verið sunginn í kristilegu barnastarfi um áratuga skeið. Í einfaldleika sínum undirstrikar hann mikilvægi Biblíunnar sem trúarrit kristni en fyrsta heildarþýðing á ritum Biblíunnar, Guðbrandsbiblía kom út á íslensku árið 1584. Hið íslenska biblíufélag sem hefur það að markmiði að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar hefur verið starfandi í 200 ár en það var stofnað 10. júlí árið 1815. Ýmsir viðburðir í tilefni afmælisins hafa verið skipulagðir á vegum biblíufélagsins til að minnast þessara merku tímamóta. Það var á fermingarári mínu sem ég eignaðist mínu fyrstu Biblíu. Ég man enn tilfinninguna þegar ég opnaði fermingargjöfina frá föðurömmu minni og sá rauða fallega bók með gylltu sniði. Biblían var mér þó ekki ókunn. Á yngri árum hafði ég sjálf lesið Barnabiblíur og heillast af hinum ýmsu frásögnum þótt skilningur á þeim hafi vafalítið verið takmarkaður. Ég hafði líka flett Biblíu móður minnar með mikilli lotningu; svarta bókin sem lá á náttborði hennar og ég fann hve skipti hana miklu máli. Ég gleymi seint þeirri tilfinningu þegar ég handlék mína eigin Biblíu í fyrsta sinn. Fremst hafði verið skrautskrifaður texti sem hafði að geyma kveðju frá ömmu minni og það vers úr Biblíunni sem hún hafði einna mestar mætur á úr Filippíbréfinu en þar segir: Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú (Fil 4.4-7). Síðan hafa liðið mörg ár og Biblíuna nota ég daglega – bæði í mínu einkalífi og þjónustu sem prestur á sjúkrahúsi. Iðulega er ég beðin um að hafa kveðjustundir við dánarbeð þar sem huggunarorð úr Biblíunni fá að hljóma og farið er með bænavers sem margir hafa lært í bernsku. Kveðjan frá ömmu minni hefur fylgt mér og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég hefði seint gert mér í hugarlund hve sú speki sem Biblían hefur að geyma hefur mótað mig og mín lífsgildi og þá sérstaklega orð og athafnir Jesú Krists. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
B I B L Í A er bókin bókanna. Á orði Drottins er allt mitt traust. B I B L Í A. Biblía. Þessi litli söngur hefur verið sunginn í kristilegu barnastarfi um áratuga skeið. Í einfaldleika sínum undirstrikar hann mikilvægi Biblíunnar sem trúarrit kristni en fyrsta heildarþýðing á ritum Biblíunnar, Guðbrandsbiblía kom út á íslensku árið 1584. Hið íslenska biblíufélag sem hefur það að markmiði að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar hefur verið starfandi í 200 ár en það var stofnað 10. júlí árið 1815. Ýmsir viðburðir í tilefni afmælisins hafa verið skipulagðir á vegum biblíufélagsins til að minnast þessara merku tímamóta. Það var á fermingarári mínu sem ég eignaðist mínu fyrstu Biblíu. Ég man enn tilfinninguna þegar ég opnaði fermingargjöfina frá föðurömmu minni og sá rauða fallega bók með gylltu sniði. Biblían var mér þó ekki ókunn. Á yngri árum hafði ég sjálf lesið Barnabiblíur og heillast af hinum ýmsu frásögnum þótt skilningur á þeim hafi vafalítið verið takmarkaður. Ég hafði líka flett Biblíu móður minnar með mikilli lotningu; svarta bókin sem lá á náttborði hennar og ég fann hve skipti hana miklu máli. Ég gleymi seint þeirri tilfinningu þegar ég handlék mína eigin Biblíu í fyrsta sinn. Fremst hafði verið skrautskrifaður texti sem hafði að geyma kveðju frá ömmu minni og það vers úr Biblíunni sem hún hafði einna mestar mætur á úr Filippíbréfinu en þar segir: Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú (Fil 4.4-7). Síðan hafa liðið mörg ár og Biblíuna nota ég daglega – bæði í mínu einkalífi og þjónustu sem prestur á sjúkrahúsi. Iðulega er ég beðin um að hafa kveðjustundir við dánarbeð þar sem huggunarorð úr Biblíunni fá að hljóma og farið er með bænavers sem margir hafa lært í bernsku. Kveðjan frá ömmu minni hefur fylgt mér og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég hefði seint gert mér í hugarlund hve sú speki sem Biblían hefur að geyma hefur mótað mig og mín lífsgildi og þá sérstaklega orð og athafnir Jesú Krists.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar