Í velsæld í vestrænum velferðarkerfum? Bjarnveig Eiríksdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Tveir breskir ráðherrar hafa nýverið sagt að breyta þurfi reglum um frjálsa för ESB-borgara til að stöðva velferðartúrisma. Verði reglunum ekki breytt geti reynst nauðsynlegt fyrir Bretland að yfirgefa evrópska samstarfið. Þeir vilja m.a. hafa möguleika á að senda ESB/EES-borgara úr landi og að takmarka félagsleg réttindi þeirra. ESB-borgarar mega dvelja í öðrum ESB ríkjum á grundvelli reglna um sambandsborgara sem eiga sér ekki samsvörun í EES. Þeir eiga líka rétt á frjálsri för á grundvelli launþegareglnanna sem einnig hafa verið teknar upp í ESS. En eru launþegareglurnar þannig að raunveruleg hætta sé á að ríkisborgarar annarra Evrópuríkja komi hingað til lands til að misnota velferðarkerfið?Launþegareglur EES ávísun á velferðarkerfi? Samkvæmt launþegareglunum fá þeir sem koma hingað til lands, án þess að hafa hug á að vinna, ekki dvalarleyfi nema sýna fram á að þeir hafi framfærslueyri. Réttindi vinnandi EES-borgara til að dvelja hér ráðast af dvalartíma. Eftir fimm ár við störf fá þeir búsetuleyfi og verða ekki sendir úr landi þótt þeir missi vinnuna. Fjölskyldum þeirra er líka heimilt að vera hér á landi. Hafi EES-borgari unnið hérlendis skemur en fimm ár þegar hann missir vinnu er áframhaldandi dvalarleyfi bundið virkri atvinnuleit. Fjárhæð bóta er tengd tíma á vinnumarkaði. Torvelt er að sjá verulega hættu á misnotkun velferðarkerfis.Er til bóta að breyta reglunum? Sumar þeirra takmarkana sem bresku ráðherrarnir vilja eru til staðar í reglum ESB og spurning hvort þær nægi ekki til að vinna gegn misnotkun velferðarkerfa. Kröfur um mismunun í aðgangi að félagslegum réttindum yrði að telja andstæðar grunnreglum ESB. Þingkosningar eru í Bretlandi á þessu ári. Vera má að ráðherrarnir telji harðlínu líklega til að vinna atkvæði. Nú hefur dagblaðið Guardian upplýst að fjöldi þeirra bresku borgara er þiggja atvinnuleysisbætur í öðrum ESB-ríkjum sé sami og fjöldi ESB-borgara er þiggja slíkar bætur í Bretlandi. Bretar sæki einkum til Írlands og Þýskalands þar sem bótakerfi sé betra. Austur-Evrópubúar sæki í sama skyni til Bretlands. Það á líka við um okkur sem njótum góðs af sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og sækjum á önnur mið þegar þrengingar eru heima fyrir. Þá njótum við þess öryggis að geta haft áframhaldandi dvalarleyfi í EES ríki þótt við missum vinnu. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Tveir breskir ráðherrar hafa nýverið sagt að breyta þurfi reglum um frjálsa för ESB-borgara til að stöðva velferðartúrisma. Verði reglunum ekki breytt geti reynst nauðsynlegt fyrir Bretland að yfirgefa evrópska samstarfið. Þeir vilja m.a. hafa möguleika á að senda ESB/EES-borgara úr landi og að takmarka félagsleg réttindi þeirra. ESB-borgarar mega dvelja í öðrum ESB ríkjum á grundvelli reglna um sambandsborgara sem eiga sér ekki samsvörun í EES. Þeir eiga líka rétt á frjálsri för á grundvelli launþegareglnanna sem einnig hafa verið teknar upp í ESS. En eru launþegareglurnar þannig að raunveruleg hætta sé á að ríkisborgarar annarra Evrópuríkja komi hingað til lands til að misnota velferðarkerfið?Launþegareglur EES ávísun á velferðarkerfi? Samkvæmt launþegareglunum fá þeir sem koma hingað til lands, án þess að hafa hug á að vinna, ekki dvalarleyfi nema sýna fram á að þeir hafi framfærslueyri. Réttindi vinnandi EES-borgara til að dvelja hér ráðast af dvalartíma. Eftir fimm ár við störf fá þeir búsetuleyfi og verða ekki sendir úr landi þótt þeir missi vinnuna. Fjölskyldum þeirra er líka heimilt að vera hér á landi. Hafi EES-borgari unnið hérlendis skemur en fimm ár þegar hann missir vinnu er áframhaldandi dvalarleyfi bundið virkri atvinnuleit. Fjárhæð bóta er tengd tíma á vinnumarkaði. Torvelt er að sjá verulega hættu á misnotkun velferðarkerfis.Er til bóta að breyta reglunum? Sumar þeirra takmarkana sem bresku ráðherrarnir vilja eru til staðar í reglum ESB og spurning hvort þær nægi ekki til að vinna gegn misnotkun velferðarkerfa. Kröfur um mismunun í aðgangi að félagslegum réttindum yrði að telja andstæðar grunnreglum ESB. Þingkosningar eru í Bretlandi á þessu ári. Vera má að ráðherrarnir telji harðlínu líklega til að vinna atkvæði. Nú hefur dagblaðið Guardian upplýst að fjöldi þeirra bresku borgara er þiggja atvinnuleysisbætur í öðrum ESB-ríkjum sé sami og fjöldi ESB-borgara er þiggja slíkar bætur í Bretlandi. Bretar sæki einkum til Írlands og Þýskalands þar sem bótakerfi sé betra. Austur-Evrópubúar sæki í sama skyni til Bretlands. Það á líka við um okkur sem njótum góðs af sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði og sækjum á önnur mið þegar þrengingar eru heima fyrir. Þá njótum við þess öryggis að geta haft áframhaldandi dvalarleyfi í EES ríki þótt við missum vinnu. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar