Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum Elín Björg Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 07:00 Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í kjölfar þess að samið var við lækna ætti að vera okkur öllum mikið fagnaðarefni. Þar er kveðið á um samkeppnishæfni við Norðurlöndin varðandi aðbúnað starfsfólks og laun, byggingu nýs Landspítala og endurnýjun tækja svo fátt sé nefnt. En í yfirlýsingunni segir jafnframt „opna þurfi möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum“ innan heilbrigðisþjónustunnar. Það liggur í augum uppi að hér er átt við aukna þátttöku einkaaðila í velferðarþjónustunni og aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Orð fjármálaráðherra í kjölfar undirritunar fyrrnefnds samkomulags benda þar að auki eindregið til þess að nú þegar séu áform innan heilbrigðisráðuneytisins um að fara í auknum mæli leið einkarekstrar. Við þeirri leið ber að vara enda sýna rannsóknir að aukinn einkarekstur er leið til aukinnar misskiptingar. Hvort sem einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er boðaður í nafni „aukins valfrelsis“ eða „meiri hagkvæmni“ eru það staðreyndirnar sem tala sínu máli. Með auknum einkarekstri í félagslegu heilbrigðiskerfi, líkt og því kerfi sem í áratugi hefur ríkt samstaða um að halda úti á Íslandi, minnkar jafnræðið. Þjónustan verður jafnframt brotakenndari, lýðheilsu hrakar og aðgengið verður ekki jafn gott. Þótt öðru sé haldið fram sýna rannsóknir einnig fram á að fjárhagsleg hagkvæmni er meiri þegar heilbrigðisþjónustan er á forræði hins opinbera. Efling heilbrigðiskerfisins er mikilvæg en hún verður að byggja á skynsömum leiðum sem stuðla áfram að jöfnum rétti allra til nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag. Vonandi er frekari sókn nú hafin til að við getum með sanni sagst standa jafnfætis nágrönnum okkar hvað varðar gæði og aðbúnað heilbrigðisstarfsfólks og þeirra sem þjónustuna þurfa að nota. En í þeirri uppbyggingu verðum við að hafa hag landsmanna allra að leiðarljósi, stuðla að jöfnu aðgengi og réttlæti. Hagnaður sem til verður í heilbrigðiskerfinu á að fara í frekari uppbyggingu kerfisins en ekki enda í vasa einkaaðila sem reka þjónustuna. Um leið og heilsa fólks fer að verða mögulegur gróðavegur fyrir einkafyrirtæki á markaði er hætt við að hinir efnaminni verði undir. Það er ekki í anda þeirrar samfélagsgerðar sem við viljum vera kennd við. Það er ekki í anda jafnaðar og réttlætis.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun