Skemmd kartafla leiðarahöfundar Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Leiðarahöfundur Fréttablaðsins í gær var á einkennilegum slóðum. Í það minnsta fyrir miðil sem kennir sig við fréttir. Svo virðist sem leiðarinn snúist fyrst og fremst um að reyna að afsanna fréttagildi þeirra upplýsinga sem Víglundur Þorsteinsson hefur nú lagt fram og margir hafa talið að gefi tilefni til að skoða mál er varðar endurreisn bankakerfisins betur. Undir það hefur forsætisráðherra tekið og það virðist leiðarahöfundurinn ekki skilja. Reyndar er það svo að þeir sem hafa áhuga á að setja sig inn í efnisatriði málsins verða litlu nær af lestri leiðarans sem virðist vera einhvers konar tilraun til að framkvæma pólitíska greiningu á hundavaði.Alvarleg ásökun En lítum aðeins á efnisatriði málsins. Víglundur Þorsteinsson hefur lagt fram gögn sem innihalda bréf, eigin greinargerð og stofnúrskurði Fjármálaeftirlitsins fyrir nýju bankana. Telur Víglundur að gögnin sýni fram á að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum FME um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir hrægammasjóðir hagnast um 300-400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar. Þetta eru alvarlegar ásakanir og margir telja eðlilegt að málið fái einhvers konar efnislega meðferð. Varla getur leiðarahöfundur verið á móti því? Það hefur verið skoðun margra, meðal annars fyrrverandi forstjóra FME, að bankarnir hafi verið afhentir kröfuhöfum á allt of lágu verði. Fyrir vikið hafi einstakt tækifæri glatast til að afskrifa að fullu hluta af kröfum sem þess í stað lentu með fullum þunga á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Það lítur einnig einkennilega út ef fjármálaráðuneytið, undir forystu þáverandi fjármálaráðherra, hafi útbúið samning um stofnefnahag nýja Landsbankans með þeim hætti að það veikti krónuna og veitti kröfuhöfum tangarhald á bankanum svo ekki var nokkur leið að standa við greiðslu í erlendri mynt á tilsettum tíma. Núverandi stjórnvöld hafa þurft að grípa inn í til að fjármálastöðugleika sé ekki ógnað.Vald tekið af FME Er það virkilega svo að leiðarahöfundur hafi engan áhuga á að upplýst sé á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME, eins og kveðið var á um í neyðarlögunum, og færa það til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna á einni nóttu? Hefur ekki verið efnt til eins og einnar skýrslu af minna tilefni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins í gær var á einkennilegum slóðum. Í það minnsta fyrir miðil sem kennir sig við fréttir. Svo virðist sem leiðarinn snúist fyrst og fremst um að reyna að afsanna fréttagildi þeirra upplýsinga sem Víglundur Þorsteinsson hefur nú lagt fram og margir hafa talið að gefi tilefni til að skoða mál er varðar endurreisn bankakerfisins betur. Undir það hefur forsætisráðherra tekið og það virðist leiðarahöfundurinn ekki skilja. Reyndar er það svo að þeir sem hafa áhuga á að setja sig inn í efnisatriði málsins verða litlu nær af lestri leiðarans sem virðist vera einhvers konar tilraun til að framkvæma pólitíska greiningu á hundavaði.Alvarleg ásökun En lítum aðeins á efnisatriði málsins. Víglundur Þorsteinsson hefur lagt fram gögn sem innihalda bréf, eigin greinargerð og stofnúrskurði Fjármálaeftirlitsins fyrir nýju bankana. Telur Víglundur að gögnin sýni fram á að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum FME um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir hrægammasjóðir hagnast um 300-400 milljarða króna á kostnað þjóðarinnar. Þetta eru alvarlegar ásakanir og margir telja eðlilegt að málið fái einhvers konar efnislega meðferð. Varla getur leiðarahöfundur verið á móti því? Það hefur verið skoðun margra, meðal annars fyrrverandi forstjóra FME, að bankarnir hafi verið afhentir kröfuhöfum á allt of lágu verði. Fyrir vikið hafi einstakt tækifæri glatast til að afskrifa að fullu hluta af kröfum sem þess í stað lentu með fullum þunga á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Það lítur einnig einkennilega út ef fjármálaráðuneytið, undir forystu þáverandi fjármálaráðherra, hafi útbúið samning um stofnefnahag nýja Landsbankans með þeim hætti að það veikti krónuna og veitti kröfuhöfum tangarhald á bankanum svo ekki var nokkur leið að standa við greiðslu í erlendri mynt á tilsettum tíma. Núverandi stjórnvöld hafa þurft að grípa inn í til að fjármálastöðugleika sé ekki ógnað.Vald tekið af FME Er það virkilega svo að leiðarahöfundur hafi engan áhuga á að upplýst sé á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME, eins og kveðið var á um í neyðarlögunum, og færa það til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna á einni nóttu? Hefur ekki verið efnt til eins og einnar skýrslu af minna tilefni?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar