Um hagsmuni rekstraraðila Arnþór Jónsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Í Fréttablaðinu á mánudag var haft eftir Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, að meðferðarkerfið hér á landi væri þannig úr garði gert að SÁÁ hefði rekstrarhagsmuni af því að fá sem flesta sjúklinga lagða inn á Vog. Þetta er fráleit staðhæfing. Ritstjórn Fréttablaðsins hefur ekki leitað upplýsinga um málið hjá SÁÁ en ég óska eftir því að blaðið komi eftirfarandi athugasemdum frá SÁÁ á framfæri við lesendur sína. Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Það dugar þó ekki til því árum saman hefur verið mikill halli af þessum rekstri sem hefur verið greiddur upp af samtökunum með fjármunum sem félagsmenn og velunnarar samtakanna láta af hendi rakna. Halli þessi hefur fyrst og fremst orðið til á sjúkrahúsinu Vogi. Til sjúkrastarfsemi SÁÁ telst sjúkrahúsið Vogur, meðferðarheimilin Vík og Staðarfell og göngudeildir SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri. Engin gjöld eru tekin af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahúsið Vog, en sjúklingar greiða gjöld á göngudeild og hluta húsnæðis- og fæðiskostnaðar á Vík og Staðarfelli.Vaxandi hlutur sjúklingagjalda Síðastliðin ár hafa tekjur af þjónustusamningi við ríkið nægt fyrir um 60% af kostnaði við sjúkrareksturinn. Þau gjöld sem sjúklingar á Vík, Staðarfelli og á göngudeildum greiða nema um 20% af kostnaði og hefur það hlutfall farið vaxandi síðustu ár. Sjúkrastarfsemin er rekin samkvæmt heilbrigðislögum og rekstur hennar fellur undir endurskoðun Ríkisendurskoðunar og er hluti af ríkisreikningi.Söfnunarfé greiðir 20% Söfnunarfé samtakanna hefur borið uppi um 20% af af öllum sjúkrarekstri SÁÁ síðustu ár, auk þess sem söfnunarfé hefur verið nýtt til þess að greiða fyrir byggingaframkvæmdir samtakanna. Þær eignir sem SÁÁ hefur byggt upp í fasteignum undir starfsemina hafa verið fjármagnaðar að öllu leyti með sjálfsaflafé samtakanna án þess að ríki og sveitarfélög hafi haft nokkurn kostnað af þeim framkvæmdum. Samtökin hafa gert þjónustusamninga við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins um þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu Vogi, meðferðarstöðvunum Vík og Staðarfelli og á göngudeildunum í Reykjavík og á Akureyri.Ríkið greiðir 1.530 innlagnir af 2.100 Í nýgerðum þjónustusamningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um sjúkrahúsið Vog kemur fram að SÍ greiðir árlega fyrir 1.530 innlagnir á Vog. Síðustu 15 ár hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið að meðaltali um 2.100 á hverju ári. Sjálfsagt er hægt að segja ýmislegt um rekstrarhagsmuni SÁÁ. Það þarf samt ótrúlegar reikningskúnstir til að komast að þeirri niðurstöðu að SÁÁ hagnist fjárhagslega á því að hrúga sem flestum inn á sjúkrahúsið Vog, á sama tíma og samtökin greiða sjálf niður 100-200 m.kr. halla á sjúkrahúsinu á hverju ári. Einu raunverulegu rekstrarhagsmunir SÁÁ eru að veita áfengis- og vímuefnasjúklingum sem besta meðferð svo þeir, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt fái að njóta hæfileika þeirra, sköpunarkrafta og óskertrar lífsorku. Þarf ekkert sérstakt háskólapróf eða góðan vilja til að skilja að engin önnur dæmi eru til á Íslandi þar sem hið opinbera fær jafnmikið eða meira fyrir fjármuni sem það notar til kaupa á heilbrigðisþjónustu. Almannaheillaþjónusta SÁÁ er sameign þjóðarinnar og árangurinn af starfinu er mikill og góður á hvaða mælikvarða sem er. Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknlækningar eru sérgrein í læknisfræði. SÁÁ treystir læknum sínum og öðru heilbrigðisstarfsfólki fyrir sjúklingunum. Gagnreynd þekking byggð á náttúruvísindum er leiðarljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu á mánudag var haft eftir Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, að meðferðarkerfið hér á landi væri þannig úr garði gert að SÁÁ hefði rekstrarhagsmuni af því að fá sem flesta sjúklinga lagða inn á Vog. Þetta er fráleit staðhæfing. Ritstjórn Fréttablaðsins hefur ekki leitað upplýsinga um málið hjá SÁÁ en ég óska eftir því að blaðið komi eftirfarandi athugasemdum frá SÁÁ á framfæri við lesendur sína. Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustusamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Það dugar þó ekki til því árum saman hefur verið mikill halli af þessum rekstri sem hefur verið greiddur upp af samtökunum með fjármunum sem félagsmenn og velunnarar samtakanna láta af hendi rakna. Halli þessi hefur fyrst og fremst orðið til á sjúkrahúsinu Vogi. Til sjúkrastarfsemi SÁÁ telst sjúkrahúsið Vogur, meðferðarheimilin Vík og Staðarfell og göngudeildir SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri. Engin gjöld eru tekin af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahúsið Vog, en sjúklingar greiða gjöld á göngudeild og hluta húsnæðis- og fæðiskostnaðar á Vík og Staðarfelli.Vaxandi hlutur sjúklingagjalda Síðastliðin ár hafa tekjur af þjónustusamningi við ríkið nægt fyrir um 60% af kostnaði við sjúkrareksturinn. Þau gjöld sem sjúklingar á Vík, Staðarfelli og á göngudeildum greiða nema um 20% af kostnaði og hefur það hlutfall farið vaxandi síðustu ár. Sjúkrastarfsemin er rekin samkvæmt heilbrigðislögum og rekstur hennar fellur undir endurskoðun Ríkisendurskoðunar og er hluti af ríkisreikningi.Söfnunarfé greiðir 20% Söfnunarfé samtakanna hefur borið uppi um 20% af af öllum sjúkrarekstri SÁÁ síðustu ár, auk þess sem söfnunarfé hefur verið nýtt til þess að greiða fyrir byggingaframkvæmdir samtakanna. Þær eignir sem SÁÁ hefur byggt upp í fasteignum undir starfsemina hafa verið fjármagnaðar að öllu leyti með sjálfsaflafé samtakanna án þess að ríki og sveitarfélög hafi haft nokkurn kostnað af þeim framkvæmdum. Samtökin hafa gert þjónustusamninga við Sjúkratryggingar Íslands fyrir hönd ríkisins um þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu Vogi, meðferðarstöðvunum Vík og Staðarfelli og á göngudeildunum í Reykjavík og á Akureyri.Ríkið greiðir 1.530 innlagnir af 2.100 Í nýgerðum þjónustusamningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um sjúkrahúsið Vog kemur fram að SÍ greiðir árlega fyrir 1.530 innlagnir á Vog. Síðustu 15 ár hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið að meðaltali um 2.100 á hverju ári. Sjálfsagt er hægt að segja ýmislegt um rekstrarhagsmuni SÁÁ. Það þarf samt ótrúlegar reikningskúnstir til að komast að þeirri niðurstöðu að SÁÁ hagnist fjárhagslega á því að hrúga sem flestum inn á sjúkrahúsið Vog, á sama tíma og samtökin greiða sjálf niður 100-200 m.kr. halla á sjúkrahúsinu á hverju ári. Einu raunverulegu rekstrarhagsmunir SÁÁ eru að veita áfengis- og vímuefnasjúklingum sem besta meðferð svo þeir, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt fái að njóta hæfileika þeirra, sköpunarkrafta og óskertrar lífsorku. Þarf ekkert sérstakt háskólapróf eða góðan vilja til að skilja að engin önnur dæmi eru til á Íslandi þar sem hið opinbera fær jafnmikið eða meira fyrir fjármuni sem það notar til kaupa á heilbrigðisþjónustu. Almannaheillaþjónusta SÁÁ er sameign þjóðarinnar og árangurinn af starfinu er mikill og góður á hvaða mælikvarða sem er. Gamaldags og úreltum hugmyndum um að fíknsjúkdómur sé einhvers konar aumingjaskapur eða félagsleg hliðarverkun á öðrum vanda hefur fyrir löngu verið kastað. Fíknlækningar eru sérgrein í læknisfræði. SÁÁ treystir læknum sínum og öðru heilbrigðisstarfsfólki fyrir sjúklingunum. Gagnreynd þekking byggð á náttúruvísindum er leiðarljósið.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar