Bílnum refsað fyrir glæfraakstur Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Ímyndum okkur mann sem ekur bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Lögreglan grípur hann og sendir málið til dómstóla. Niðurstaða þeirra er sú að bíllinn skuli sektaður en ökumaðurinn kemur frá atvikinu með hreinan skjöld og getur áfram brotið umferðarlög í trausti þess að bíllinn fái skellinn. Því miður er ástandið svona í samkeppnismálum á Íslandi. Ef upp kemst um samkeppnislagabrot, jafnvel ítrekuð, eru það fyrirtækin sem fá sektina. Stjórnendur sem skipuðu fyrir um samkeppnislagabrotin eða létu þau viðgangast eru stikkfríir og eina vandamál þeirra er að finna leiðir til að velta sektum Samkeppniseftirlitsins yfir á viðskiptavini sína. Þetta þýðir að stjórnendur geta vegið og metið kostnaðinn við samkeppnislagabrot og ef þeim sýnist svo að ávinningur af brotunum verði meiri en mögulegar sektir er ákvörðunin einföld. Þessu væri öfugt farið ef stjórnendur væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum við rekstur fyrirtækja og brotum á samkeppnislögum sem þeir, eða starfsfólk í þeirra umboði, fremja. Ef þeir gætu átt von á persónulegum sektum eða sviptingu starfsleyfis í kjölfar slíkra dóma væri ákvörðunin um að brjóta samkeppnislög ekki eins auðveld. Ég hef horft upp á þetta í mínum rekstri í rúm tólf ár. Keppinautar Kortaþjónustunnar ásamt eigendum þeirra, bönkunum, hafa verið sektaðir um samtals 2.855 milljónir króna í þremur aðskildum málum, nú síðast í desember. Einstök brot á samkeppnislögum í þessum málum hafa verið um það bil 40 talsins. Á meðan Valitor og Borgun voru að semja við Samkeppniseftirlitið í fyrsta málinu árið 2008 voru þau að fremja þau brot sem Samkeppniseftirlitið var loks að sekta þau fyrir í lok síðasta árs.Dauður lagabókstafur Enginn stjórnandi hefur fengið svo mikið sem krónu í sekt fyrir öll þessi brot sem framin voru gegn neytendum í landinu. Þeir starfa áfram sem stjórnendur í fyrirtækjunum margir hverjir. Einn er bankastjóri Arion banka. Þetta viðgengst þrátt fyrir að í tiltölulega nýjum lögum um fjármálaþjónustu sé sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Sá lagabókstafur virðist algerlega dauður af því að það eru fyrirtækin en ekki stjórnendurnir sem eru dæmd brotleg.Breytingar eru nauðsynlegar! Því miður höfum við skapað það umhverfi í íslensku viðskiptalífi að það er alltof auðvelt fyrir stjórnendur markaðsráðandi fyrirtækja að ákveða að brjóta samkeppnislög. Úrskurðir Samkeppniseftirlitsins um brot á samkeppnislögum eru orðnir svo daglegt brauð að fjölmiðlar eru næstum hættir að gefa jafnvel milljarðasektum gaum. Stjórnvöld horfa í hina áttina, Fjármálaeftirlitið er ekki til viðtals um þessa hluti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Samkeppniseftirlitið hefur ekki tólin til að gera stjórnendur ábyrgja fyrir gjörðum sínum. Þetta gengur ekki lengur. Á meðan skuldinni er skellt á bílana munu ökumennirnir halda áfram að aka eins og hálfvitar. Alþingi verður að taka á málunum og endurskoða samkeppnislög sem stjórnendur virkilega forðast að brjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur mann sem ekur bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Lögreglan grípur hann og sendir málið til dómstóla. Niðurstaða þeirra er sú að bíllinn skuli sektaður en ökumaðurinn kemur frá atvikinu með hreinan skjöld og getur áfram brotið umferðarlög í trausti þess að bíllinn fái skellinn. Því miður er ástandið svona í samkeppnismálum á Íslandi. Ef upp kemst um samkeppnislagabrot, jafnvel ítrekuð, eru það fyrirtækin sem fá sektina. Stjórnendur sem skipuðu fyrir um samkeppnislagabrotin eða létu þau viðgangast eru stikkfríir og eina vandamál þeirra er að finna leiðir til að velta sektum Samkeppniseftirlitsins yfir á viðskiptavini sína. Þetta þýðir að stjórnendur geta vegið og metið kostnaðinn við samkeppnislagabrot og ef þeim sýnist svo að ávinningur af brotunum verði meiri en mögulegar sektir er ákvörðunin einföld. Þessu væri öfugt farið ef stjórnendur væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum við rekstur fyrirtækja og brotum á samkeppnislögum sem þeir, eða starfsfólk í þeirra umboði, fremja. Ef þeir gætu átt von á persónulegum sektum eða sviptingu starfsleyfis í kjölfar slíkra dóma væri ákvörðunin um að brjóta samkeppnislög ekki eins auðveld. Ég hef horft upp á þetta í mínum rekstri í rúm tólf ár. Keppinautar Kortaþjónustunnar ásamt eigendum þeirra, bönkunum, hafa verið sektaðir um samtals 2.855 milljónir króna í þremur aðskildum málum, nú síðast í desember. Einstök brot á samkeppnislögum í þessum málum hafa verið um það bil 40 talsins. Á meðan Valitor og Borgun voru að semja við Samkeppniseftirlitið í fyrsta málinu árið 2008 voru þau að fremja þau brot sem Samkeppniseftirlitið var loks að sekta þau fyrir í lok síðasta árs.Dauður lagabókstafur Enginn stjórnandi hefur fengið svo mikið sem krónu í sekt fyrir öll þessi brot sem framin voru gegn neytendum í landinu. Þeir starfa áfram sem stjórnendur í fyrirtækjunum margir hverjir. Einn er bankastjóri Arion banka. Þetta viðgengst þrátt fyrir að í tiltölulega nýjum lögum um fjármálaþjónustu sé sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Sá lagabókstafur virðist algerlega dauður af því að það eru fyrirtækin en ekki stjórnendurnir sem eru dæmd brotleg.Breytingar eru nauðsynlegar! Því miður höfum við skapað það umhverfi í íslensku viðskiptalífi að það er alltof auðvelt fyrir stjórnendur markaðsráðandi fyrirtækja að ákveða að brjóta samkeppnislög. Úrskurðir Samkeppniseftirlitsins um brot á samkeppnislögum eru orðnir svo daglegt brauð að fjölmiðlar eru næstum hættir að gefa jafnvel milljarðasektum gaum. Stjórnvöld horfa í hina áttina, Fjármálaeftirlitið er ekki til viðtals um þessa hluti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Samkeppniseftirlitið hefur ekki tólin til að gera stjórnendur ábyrgja fyrir gjörðum sínum. Þetta gengur ekki lengur. Á meðan skuldinni er skellt á bílana munu ökumennirnir halda áfram að aka eins og hálfvitar. Alþingi verður að taka á málunum og endurskoða samkeppnislög sem stjórnendur virkilega forðast að brjóta.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar