Vertu til því lífið kallar á þig! Guðrún Högnadóttir skrifar 28. janúar 2015 12:00 Hvað dregur þig á fætur á morgnana? Er það glamrið í snjallsímanum á náttborðinu: 20 nýir póstar og fimm fundarboð fyrir 8.00? Er það stimpilklukkan sem krefst þinnar nærveru klukkan sjöfimmtíuogfimm stundvíslega? Eða – er það skýr tilgangur og mikilvægt lífsframlag sem lokkar þig að heillandi verkefnum dagsins (að ógleymdum ljúfum ilmi af hafragraut)? Frumkvöðullinn Richard Branson var í Davos í vikunni og varð tíðrætt um mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki tengdu sig við mikilvægt langtímaframlag frekar en fjárhagsleg skammtímamarkmið („Focus on improving lives and communities“). Hann minnti okkur á að fyrirtæki sem byggðu á tengslum starfsfólksins við sterkan tilgang döfnuðu vel og týndust ekki með tímanum. Hann nefndi t.d. að Barclays-bankinn vísar stöðugt í rætur sínar á 17. öld sem er að „…fjármagna metnað og tækifæri“. Stofnendur bankans töldu hlutverk sitt vera að halda hagkerfinu í góðum gír og að gera líf fólks betra. Georg Merck, stofnandi lyfjarisans Merck, sagði: „…gleymum því aldrei að lyf eru fyrir fólkið. Ekki fyrir hagnaðinn. Hagnaðurinn fylgir réttri hugsun og þegar við munum þetta hafa hlutirnir alltaf gengið vel.“ Fleiri góðir menn minna okkur á mikilvægi tilgangs. Fræðimaðurinn og forgöngumaðurinn Victor Frankl miðlaði lærdómi sínum úr útrýmingarbúðum nasista – og taldi að skýr tengsl við sinn tilgang gerðu fólki kleift að lifa af mestu hörmungar mannkyns. Af tilgangi og æðruleysi má yfirstíga ómögulegar hindranir og skapa gjöfult samfélag. Arfleið Frankl er okkur öllum verðmæt – þekktu tilgang þinn: þaðan kemur ástríða þín og endalaus orka!Hvort ert þú stöðugt með hugann við EBIDT-una eða fólkið sem þú þjónar?Hvort getur þú betur svarað spurningunni „hvað á ég að gera?“ eða „af hverju er ég að þessu?“.Veist þú með hvaða hætti þín vinna þjónar fólki, samfélögum og plánetunni okkar til lengri tíma?Hvað munu barnabörn þín segja um framlag þitt stórt og smátt eftir þinn tíma? Mundu að það að gera góða hluti gerir þér kleift að lifa góðu lífi. Branson sagði einnig: „Ef ég væri aftur 22 ára myndi ég skemmta mér konunglega við að uppgötva minn tilgang. Þaðan kæmi tækifæri mitt til að skilja þennan heim eftir aðeins betri en ég tók við honum!“ Hvernig væri að leiða þitt teymi inn í farsæla nýja tíma með skýrum svörum við spurningunni „af hverju“. Ég hvet ykkur til að sækja aftur heim sögurnar um af hverju vinnustaðir ykkar voru stofnaðir og finna gleðina í göfugum tilgangi. Vertu til að leggja hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvað dregur þig á fætur á morgnana? Er það glamrið í snjallsímanum á náttborðinu: 20 nýir póstar og fimm fundarboð fyrir 8.00? Er það stimpilklukkan sem krefst þinnar nærveru klukkan sjöfimmtíuogfimm stundvíslega? Eða – er það skýr tilgangur og mikilvægt lífsframlag sem lokkar þig að heillandi verkefnum dagsins (að ógleymdum ljúfum ilmi af hafragraut)? Frumkvöðullinn Richard Branson var í Davos í vikunni og varð tíðrætt um mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki tengdu sig við mikilvægt langtímaframlag frekar en fjárhagsleg skammtímamarkmið („Focus on improving lives and communities“). Hann minnti okkur á að fyrirtæki sem byggðu á tengslum starfsfólksins við sterkan tilgang döfnuðu vel og týndust ekki með tímanum. Hann nefndi t.d. að Barclays-bankinn vísar stöðugt í rætur sínar á 17. öld sem er að „…fjármagna metnað og tækifæri“. Stofnendur bankans töldu hlutverk sitt vera að halda hagkerfinu í góðum gír og að gera líf fólks betra. Georg Merck, stofnandi lyfjarisans Merck, sagði: „…gleymum því aldrei að lyf eru fyrir fólkið. Ekki fyrir hagnaðinn. Hagnaðurinn fylgir réttri hugsun og þegar við munum þetta hafa hlutirnir alltaf gengið vel.“ Fleiri góðir menn minna okkur á mikilvægi tilgangs. Fræðimaðurinn og forgöngumaðurinn Victor Frankl miðlaði lærdómi sínum úr útrýmingarbúðum nasista – og taldi að skýr tengsl við sinn tilgang gerðu fólki kleift að lifa af mestu hörmungar mannkyns. Af tilgangi og æðruleysi má yfirstíga ómögulegar hindranir og skapa gjöfult samfélag. Arfleið Frankl er okkur öllum verðmæt – þekktu tilgang þinn: þaðan kemur ástríða þín og endalaus orka!Hvort ert þú stöðugt með hugann við EBIDT-una eða fólkið sem þú þjónar?Hvort getur þú betur svarað spurningunni „hvað á ég að gera?“ eða „af hverju er ég að þessu?“.Veist þú með hvaða hætti þín vinna þjónar fólki, samfélögum og plánetunni okkar til lengri tíma?Hvað munu barnabörn þín segja um framlag þitt stórt og smátt eftir þinn tíma? Mundu að það að gera góða hluti gerir þér kleift að lifa góðu lífi. Branson sagði einnig: „Ef ég væri aftur 22 ára myndi ég skemmta mér konunglega við að uppgötva minn tilgang. Þaðan kæmi tækifæri mitt til að skilja þennan heim eftir aðeins betri en ég tók við honum!“ Hvernig væri að leiða þitt teymi inn í farsæla nýja tíma með skýrum svörum við spurningunni „af hverju“. Ég hvet ykkur til að sækja aftur heim sögurnar um af hverju vinnustaðir ykkar voru stofnaðir og finna gleðina í göfugum tilgangi. Vertu til að leggja hönd á plóg.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar