Vertu til því lífið kallar á þig! Guðrún Högnadóttir skrifar 28. janúar 2015 12:00 Hvað dregur þig á fætur á morgnana? Er það glamrið í snjallsímanum á náttborðinu: 20 nýir póstar og fimm fundarboð fyrir 8.00? Er það stimpilklukkan sem krefst þinnar nærveru klukkan sjöfimmtíuogfimm stundvíslega? Eða – er það skýr tilgangur og mikilvægt lífsframlag sem lokkar þig að heillandi verkefnum dagsins (að ógleymdum ljúfum ilmi af hafragraut)? Frumkvöðullinn Richard Branson var í Davos í vikunni og varð tíðrætt um mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki tengdu sig við mikilvægt langtímaframlag frekar en fjárhagsleg skammtímamarkmið („Focus on improving lives and communities“). Hann minnti okkur á að fyrirtæki sem byggðu á tengslum starfsfólksins við sterkan tilgang döfnuðu vel og týndust ekki með tímanum. Hann nefndi t.d. að Barclays-bankinn vísar stöðugt í rætur sínar á 17. öld sem er að „…fjármagna metnað og tækifæri“. Stofnendur bankans töldu hlutverk sitt vera að halda hagkerfinu í góðum gír og að gera líf fólks betra. Georg Merck, stofnandi lyfjarisans Merck, sagði: „…gleymum því aldrei að lyf eru fyrir fólkið. Ekki fyrir hagnaðinn. Hagnaðurinn fylgir réttri hugsun og þegar við munum þetta hafa hlutirnir alltaf gengið vel.“ Fleiri góðir menn minna okkur á mikilvægi tilgangs. Fræðimaðurinn og forgöngumaðurinn Victor Frankl miðlaði lærdómi sínum úr útrýmingarbúðum nasista – og taldi að skýr tengsl við sinn tilgang gerðu fólki kleift að lifa af mestu hörmungar mannkyns. Af tilgangi og æðruleysi má yfirstíga ómögulegar hindranir og skapa gjöfult samfélag. Arfleið Frankl er okkur öllum verðmæt – þekktu tilgang þinn: þaðan kemur ástríða þín og endalaus orka!Hvort ert þú stöðugt með hugann við EBIDT-una eða fólkið sem þú þjónar?Hvort getur þú betur svarað spurningunni „hvað á ég að gera?“ eða „af hverju er ég að þessu?“.Veist þú með hvaða hætti þín vinna þjónar fólki, samfélögum og plánetunni okkar til lengri tíma?Hvað munu barnabörn þín segja um framlag þitt stórt og smátt eftir þinn tíma? Mundu að það að gera góða hluti gerir þér kleift að lifa góðu lífi. Branson sagði einnig: „Ef ég væri aftur 22 ára myndi ég skemmta mér konunglega við að uppgötva minn tilgang. Þaðan kæmi tækifæri mitt til að skilja þennan heim eftir aðeins betri en ég tók við honum!“ Hvernig væri að leiða þitt teymi inn í farsæla nýja tíma með skýrum svörum við spurningunni „af hverju“. Ég hvet ykkur til að sækja aftur heim sögurnar um af hverju vinnustaðir ykkar voru stofnaðir og finna gleðina í göfugum tilgangi. Vertu til að leggja hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvað dregur þig á fætur á morgnana? Er það glamrið í snjallsímanum á náttborðinu: 20 nýir póstar og fimm fundarboð fyrir 8.00? Er það stimpilklukkan sem krefst þinnar nærveru klukkan sjöfimmtíuogfimm stundvíslega? Eða – er það skýr tilgangur og mikilvægt lífsframlag sem lokkar þig að heillandi verkefnum dagsins (að ógleymdum ljúfum ilmi af hafragraut)? Frumkvöðullinn Richard Branson var í Davos í vikunni og varð tíðrætt um mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki tengdu sig við mikilvægt langtímaframlag frekar en fjárhagsleg skammtímamarkmið („Focus on improving lives and communities“). Hann minnti okkur á að fyrirtæki sem byggðu á tengslum starfsfólksins við sterkan tilgang döfnuðu vel og týndust ekki með tímanum. Hann nefndi t.d. að Barclays-bankinn vísar stöðugt í rætur sínar á 17. öld sem er að „…fjármagna metnað og tækifæri“. Stofnendur bankans töldu hlutverk sitt vera að halda hagkerfinu í góðum gír og að gera líf fólks betra. Georg Merck, stofnandi lyfjarisans Merck, sagði: „…gleymum því aldrei að lyf eru fyrir fólkið. Ekki fyrir hagnaðinn. Hagnaðurinn fylgir réttri hugsun og þegar við munum þetta hafa hlutirnir alltaf gengið vel.“ Fleiri góðir menn minna okkur á mikilvægi tilgangs. Fræðimaðurinn og forgöngumaðurinn Victor Frankl miðlaði lærdómi sínum úr útrýmingarbúðum nasista – og taldi að skýr tengsl við sinn tilgang gerðu fólki kleift að lifa af mestu hörmungar mannkyns. Af tilgangi og æðruleysi má yfirstíga ómögulegar hindranir og skapa gjöfult samfélag. Arfleið Frankl er okkur öllum verðmæt – þekktu tilgang þinn: þaðan kemur ástríða þín og endalaus orka!Hvort ert þú stöðugt með hugann við EBIDT-una eða fólkið sem þú þjónar?Hvort getur þú betur svarað spurningunni „hvað á ég að gera?“ eða „af hverju er ég að þessu?“.Veist þú með hvaða hætti þín vinna þjónar fólki, samfélögum og plánetunni okkar til lengri tíma?Hvað munu barnabörn þín segja um framlag þitt stórt og smátt eftir þinn tíma? Mundu að það að gera góða hluti gerir þér kleift að lifa góðu lífi. Branson sagði einnig: „Ef ég væri aftur 22 ára myndi ég skemmta mér konunglega við að uppgötva minn tilgang. Þaðan kæmi tækifæri mitt til að skilja þennan heim eftir aðeins betri en ég tók við honum!“ Hvernig væri að leiða þitt teymi inn í farsæla nýja tíma með skýrum svörum við spurningunni „af hverju“. Ég hvet ykkur til að sækja aftur heim sögurnar um af hverju vinnustaðir ykkar voru stofnaðir og finna gleðina í göfugum tilgangi. Vertu til að leggja hönd á plóg.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar