Rétt nálgun Orkustofnunar Gústaf Adolf Skúlason skrifar 26. janúar 2015 00:00 Orkustofnun hefur lagt fjölda orkukosta fyrir verkefnisstjórn rammaáætlunar til umfjöllunar. Sumir umræddra kosta eru lagðir fram að frumkvæði orkufyrirtækja, aðrir að frumkvæði Orkustofnunar. Mörgum kostanna hefur áður verið raðað í nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk í ferli rammaáætlunar, aðrir koma nú nýir til umfjöllunar í verkefnisstjórn. Orkustofnun hefur hlotið talsverða gagnrýni fyrir þetta verklag, að láta kosti sem þegar hefur verið raðað í verndarflokk fylgja með á þessum lista (líkt og kosti í nýtingarflokki). Jafnvel er talað um að vegið sé að friði um rammaáætlun eða hann sagður úti vegna þessa verklags stofnunarinnar. Stutta svarið við þessari gagnrýni er tvíþætt. Í fyrsta lagi er stofnunin þarna að vinna sína vinnu í samræmi við 9. gr. laga nr. 48/2011 um rammaáætlun. Í öðru lagi var allur friður um rammaáætlun rofinn í tvöföldu pólitísku ferli sumarið 2011 og í janúar 2013, þegar orkukostir sem fyrri verkefnisstjórn hafði talið vænlega til nýtingar rötuðu í átt frá nýtingu til verndar. Fyrst tólf kostir í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta, síðan sex kostir í meðförum Alþingis.Sáttin löngu rofin Nú er það vissulega svo að Alþingi hefur úrslitavaldið um röðun orkukosta í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk hverju sinni. En forsenda almennrar sáttar um þetta ferli er fólgin í faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar. Eftir átta ára faglega vinnu fyrri verkefnisstjórnar varð niðurstaðan á hinum pólitíska vettvangi sú sem fyrr segir. Þar var sáttin rofin. Aðferðafræði verkefnisstjórnar um rammaáætlun byggist að stórum hluta á innbyrðis samanburði orkukosta. Ef ætlast er til að ekki sé hirt um að hafa verðmæta kosti út frá verndarsjónarmiðum með í þeim samanburði þá væri e.t.v. einfaldast að sleppa líka þessu ferli gagnvart vænlegustu orkukostunum. Vandséð er hvernig ætti að skilgreina slíkt regluverk. Þess vegna er það rétt stjórnsýsla af hálfu Orkustofnunar, og í algeru samræmi við lögin um rammaáætlun, að leggja þennan lista fram með þessum hætti. Hins vegar er rétt að minna á að röðun orkukosts í nýtingarflokk þarf engan veginn að þýða að ráðist verði í umræddar framkvæmdir. Meti eitthvert orkufyrirtæki kostinn hagkvæman og eftirsóknarverðan er t.d. lýðræðislegt ferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda eftir, leyfisveitingar og skipulagsferli. Nýtingarflokkur er því í raun listi yfir orkukosti sem heimilt er að halda áfram að skoða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Orkustofnun hefur lagt fjölda orkukosta fyrir verkefnisstjórn rammaáætlunar til umfjöllunar. Sumir umræddra kosta eru lagðir fram að frumkvæði orkufyrirtækja, aðrir að frumkvæði Orkustofnunar. Mörgum kostanna hefur áður verið raðað í nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk í ferli rammaáætlunar, aðrir koma nú nýir til umfjöllunar í verkefnisstjórn. Orkustofnun hefur hlotið talsverða gagnrýni fyrir þetta verklag, að láta kosti sem þegar hefur verið raðað í verndarflokk fylgja með á þessum lista (líkt og kosti í nýtingarflokki). Jafnvel er talað um að vegið sé að friði um rammaáætlun eða hann sagður úti vegna þessa verklags stofnunarinnar. Stutta svarið við þessari gagnrýni er tvíþætt. Í fyrsta lagi er stofnunin þarna að vinna sína vinnu í samræmi við 9. gr. laga nr. 48/2011 um rammaáætlun. Í öðru lagi var allur friður um rammaáætlun rofinn í tvöföldu pólitísku ferli sumarið 2011 og í janúar 2013, þegar orkukostir sem fyrri verkefnisstjórn hafði talið vænlega til nýtingar rötuðu í átt frá nýtingu til verndar. Fyrst tólf kostir í lokuðu ferli innan tveggja ráðuneyta, síðan sex kostir í meðförum Alþingis.Sáttin löngu rofin Nú er það vissulega svo að Alþingi hefur úrslitavaldið um röðun orkukosta í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk hverju sinni. En forsenda almennrar sáttar um þetta ferli er fólgin í faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar. Eftir átta ára faglega vinnu fyrri verkefnisstjórnar varð niðurstaðan á hinum pólitíska vettvangi sú sem fyrr segir. Þar var sáttin rofin. Aðferðafræði verkefnisstjórnar um rammaáætlun byggist að stórum hluta á innbyrðis samanburði orkukosta. Ef ætlast er til að ekki sé hirt um að hafa verðmæta kosti út frá verndarsjónarmiðum með í þeim samanburði þá væri e.t.v. einfaldast að sleppa líka þessu ferli gagnvart vænlegustu orkukostunum. Vandséð er hvernig ætti að skilgreina slíkt regluverk. Þess vegna er það rétt stjórnsýsla af hálfu Orkustofnunar, og í algeru samræmi við lögin um rammaáætlun, að leggja þennan lista fram með þessum hætti. Hins vegar er rétt að minna á að röðun orkukosts í nýtingarflokk þarf engan veginn að þýða að ráðist verði í umræddar framkvæmdir. Meti eitthvert orkufyrirtæki kostinn hagkvæman og eftirsóknarverðan er t.d. lýðræðislegt ferli mats á umhverfisáhrifum framkvæmda eftir, leyfisveitingar og skipulagsferli. Nýtingarflokkur er því í raun listi yfir orkukosti sem heimilt er að halda áfram að skoða.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar