Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 07:00 Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hefur horft upp á menn klikka á mörgum færum. Vísir/Eva Björk Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira