Guantanamo-fangi lýsir pyntingum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. janúar 2015 07:00 Mohammedou Ould Salahi. Myndin er tekin í Guantanamo. mynd/Rauði krossinn Mohamedou Ould Slahi hefur verið fangi í Guantanamo á Kúbu frá því í júlí árið 2002. Árið 2010 komst dómari að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri að láta hann lausan. Af því hefur enn ekki orðið. Sumarið 2005 skrifaði hann 460 blaðsíðna dagbók, sem nú er komin út á bók. Bandarísk stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir að dagbækurnar yrðu birtar, en töpuðu málaferlum gegn lögmönnum Slahis. Þeir fengu dagbækurnar afhentar og heimild til að gefa þær út, með því skilyrði þó að ýmsar upplýsingar yrðu strikaðar út. Bæði breska dagblaðið The Guardian og þýska tímaritið Der Spiegel hafa birt útdrætti úr bókinni, en fyrir tæpum tveimur árum birtust einnig nokkrir útdrættir úr dagbókunum í bandaríska tímaritinu Slate. Slahi skrifaði dagbækurnar á ensku, en tungumálið lærði hann af sjálfsdáðum í fangavistinni. Blaðamenn The Guardian segja skrifin sýna að hann sé „klár, hnyttinn, opinskár og merkilega óskemmdur“. Í dagbókunum lýsir hann langdregnum yfirheyrslum, barsmíðum og pyntingum af ýmsu tagi. Meðal annars hafi sér verið hótað dauða og einnig hafi kvalarar hans hótað því að leita uppi móður hans. Í eitt skipti hafi hann verið neyddur til að drekka saltvatn, síðan var farið með hann á hraðskreiðum bát út á haf þar sem hann hafi verið látinn leggjast á ís og barinn klukkustundum saman. Þá segist hann hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvenkyns fangavarða. Einnig segir hann frá því að árið 2003 hafi honum verið meinað að fasta að sið múslima í föstumánuðinum ramadan. Næring hafi verið þvinguð ofan í hann. Á endanum hafi pyntingarnar haft þau áhrif að hann hafi játað á sig ýmsar sakir, sem ekkert var hæft í.Fangabúðirnar í Guantanamo. Enn eru 122 menn þar í haldi og hafa verið þar í meira en áratug, flestir án dómsúrskurðar af nokkru tagi.Nordicphotos/AFPSlahi er frá Máritaníu, var handtekinn þar í nóvember árið 2001, fluttur til Amman í Jórdaníu, hafður þar í einangrun og yfirheyrður í meira en hálft ár. Eftir það fluttu bandarískir leyniþjónustumenn hann til Bagram í Afganistan, þar sem hann var í hálfan mánuð þangað til farið var með hann til Guantanamo-búðanna á Kúbu. Í yfirheyrslu árið 2003 segir hann sjálfur ekkert skrítið að grunur hafi beinst að sér, þar sem frændi hans hafi verið samstarfsmaður Osama bin Laden og hann hafi tvisvar hjálpað þessum frænda sínum að flytja peninga frá Súdan til Máritaníu, í gegnum Þýskaland þar sem Slahi bjó þá. Hann neitar því hins vegar alfarið að hafa viljað taka þátt í hryðjuverkum. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Mohamedou Ould Slahi hefur verið fangi í Guantanamo á Kúbu frá því í júlí árið 2002. Árið 2010 komst dómari að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri að láta hann lausan. Af því hefur enn ekki orðið. Sumarið 2005 skrifaði hann 460 blaðsíðna dagbók, sem nú er komin út á bók. Bandarísk stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir að dagbækurnar yrðu birtar, en töpuðu málaferlum gegn lögmönnum Slahis. Þeir fengu dagbækurnar afhentar og heimild til að gefa þær út, með því skilyrði þó að ýmsar upplýsingar yrðu strikaðar út. Bæði breska dagblaðið The Guardian og þýska tímaritið Der Spiegel hafa birt útdrætti úr bókinni, en fyrir tæpum tveimur árum birtust einnig nokkrir útdrættir úr dagbókunum í bandaríska tímaritinu Slate. Slahi skrifaði dagbækurnar á ensku, en tungumálið lærði hann af sjálfsdáðum í fangavistinni. Blaðamenn The Guardian segja skrifin sýna að hann sé „klár, hnyttinn, opinskár og merkilega óskemmdur“. Í dagbókunum lýsir hann langdregnum yfirheyrslum, barsmíðum og pyntingum af ýmsu tagi. Meðal annars hafi sér verið hótað dauða og einnig hafi kvalarar hans hótað því að leita uppi móður hans. Í eitt skipti hafi hann verið neyddur til að drekka saltvatn, síðan var farið með hann á hraðskreiðum bát út á haf þar sem hann hafi verið látinn leggjast á ís og barinn klukkustundum saman. Þá segist hann hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvenkyns fangavarða. Einnig segir hann frá því að árið 2003 hafi honum verið meinað að fasta að sið múslima í föstumánuðinum ramadan. Næring hafi verið þvinguð ofan í hann. Á endanum hafi pyntingarnar haft þau áhrif að hann hafi játað á sig ýmsar sakir, sem ekkert var hæft í.Fangabúðirnar í Guantanamo. Enn eru 122 menn þar í haldi og hafa verið þar í meira en áratug, flestir án dómsúrskurðar af nokkru tagi.Nordicphotos/AFPSlahi er frá Máritaníu, var handtekinn þar í nóvember árið 2001, fluttur til Amman í Jórdaníu, hafður þar í einangrun og yfirheyrður í meira en hálft ár. Eftir það fluttu bandarískir leyniþjónustumenn hann til Bagram í Afganistan, þar sem hann var í hálfan mánuð þangað til farið var með hann til Guantanamo-búðanna á Kúbu. Í yfirheyrslu árið 2003 segir hann sjálfur ekkert skrítið að grunur hafi beinst að sér, þar sem frændi hans hafi verið samstarfsmaður Osama bin Laden og hann hafi tvisvar hjálpað þessum frænda sínum að flytja peninga frá Súdan til Máritaníu, í gegnum Þýskaland þar sem Slahi bjó þá. Hann neitar því hins vegar alfarið að hafa viljað taka þátt í hryðjuverkum.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira