Guantanamo-fangi lýsir pyntingum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. janúar 2015 07:00 Mohammedou Ould Salahi. Myndin er tekin í Guantanamo. mynd/Rauði krossinn Mohamedou Ould Slahi hefur verið fangi í Guantanamo á Kúbu frá því í júlí árið 2002. Árið 2010 komst dómari að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri að láta hann lausan. Af því hefur enn ekki orðið. Sumarið 2005 skrifaði hann 460 blaðsíðna dagbók, sem nú er komin út á bók. Bandarísk stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir að dagbækurnar yrðu birtar, en töpuðu málaferlum gegn lögmönnum Slahis. Þeir fengu dagbækurnar afhentar og heimild til að gefa þær út, með því skilyrði þó að ýmsar upplýsingar yrðu strikaðar út. Bæði breska dagblaðið The Guardian og þýska tímaritið Der Spiegel hafa birt útdrætti úr bókinni, en fyrir tæpum tveimur árum birtust einnig nokkrir útdrættir úr dagbókunum í bandaríska tímaritinu Slate. Slahi skrifaði dagbækurnar á ensku, en tungumálið lærði hann af sjálfsdáðum í fangavistinni. Blaðamenn The Guardian segja skrifin sýna að hann sé „klár, hnyttinn, opinskár og merkilega óskemmdur“. Í dagbókunum lýsir hann langdregnum yfirheyrslum, barsmíðum og pyntingum af ýmsu tagi. Meðal annars hafi sér verið hótað dauða og einnig hafi kvalarar hans hótað því að leita uppi móður hans. Í eitt skipti hafi hann verið neyddur til að drekka saltvatn, síðan var farið með hann á hraðskreiðum bát út á haf þar sem hann hafi verið látinn leggjast á ís og barinn klukkustundum saman. Þá segist hann hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvenkyns fangavarða. Einnig segir hann frá því að árið 2003 hafi honum verið meinað að fasta að sið múslima í föstumánuðinum ramadan. Næring hafi verið þvinguð ofan í hann. Á endanum hafi pyntingarnar haft þau áhrif að hann hafi játað á sig ýmsar sakir, sem ekkert var hæft í.Fangabúðirnar í Guantanamo. Enn eru 122 menn þar í haldi og hafa verið þar í meira en áratug, flestir án dómsúrskurðar af nokkru tagi.Nordicphotos/AFPSlahi er frá Máritaníu, var handtekinn þar í nóvember árið 2001, fluttur til Amman í Jórdaníu, hafður þar í einangrun og yfirheyrður í meira en hálft ár. Eftir það fluttu bandarískir leyniþjónustumenn hann til Bagram í Afganistan, þar sem hann var í hálfan mánuð þangað til farið var með hann til Guantanamo-búðanna á Kúbu. Í yfirheyrslu árið 2003 segir hann sjálfur ekkert skrítið að grunur hafi beinst að sér, þar sem frændi hans hafi verið samstarfsmaður Osama bin Laden og hann hafi tvisvar hjálpað þessum frænda sínum að flytja peninga frá Súdan til Máritaníu, í gegnum Þýskaland þar sem Slahi bjó þá. Hann neitar því hins vegar alfarið að hafa viljað taka þátt í hryðjuverkum. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Mohamedou Ould Slahi hefur verið fangi í Guantanamo á Kúbu frá því í júlí árið 2002. Árið 2010 komst dómari að þeirri niðurstöðu, að óhætt væri að láta hann lausan. Af því hefur enn ekki orðið. Sumarið 2005 skrifaði hann 460 blaðsíðna dagbók, sem nú er komin út á bók. Bandarísk stjórnvöld reyndu að koma í veg fyrir að dagbækurnar yrðu birtar, en töpuðu málaferlum gegn lögmönnum Slahis. Þeir fengu dagbækurnar afhentar og heimild til að gefa þær út, með því skilyrði þó að ýmsar upplýsingar yrðu strikaðar út. Bæði breska dagblaðið The Guardian og þýska tímaritið Der Spiegel hafa birt útdrætti úr bókinni, en fyrir tæpum tveimur árum birtust einnig nokkrir útdrættir úr dagbókunum í bandaríska tímaritinu Slate. Slahi skrifaði dagbækurnar á ensku, en tungumálið lærði hann af sjálfsdáðum í fangavistinni. Blaðamenn The Guardian segja skrifin sýna að hann sé „klár, hnyttinn, opinskár og merkilega óskemmdur“. Í dagbókunum lýsir hann langdregnum yfirheyrslum, barsmíðum og pyntingum af ýmsu tagi. Meðal annars hafi sér verið hótað dauða og einnig hafi kvalarar hans hótað því að leita uppi móður hans. Í eitt skipti hafi hann verið neyddur til að drekka saltvatn, síðan var farið með hann á hraðskreiðum bát út á haf þar sem hann hafi verið látinn leggjast á ís og barinn klukkustundum saman. Þá segist hann hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvenkyns fangavarða. Einnig segir hann frá því að árið 2003 hafi honum verið meinað að fasta að sið múslima í föstumánuðinum ramadan. Næring hafi verið þvinguð ofan í hann. Á endanum hafi pyntingarnar haft þau áhrif að hann hafi játað á sig ýmsar sakir, sem ekkert var hæft í.Fangabúðirnar í Guantanamo. Enn eru 122 menn þar í haldi og hafa verið þar í meira en áratug, flestir án dómsúrskurðar af nokkru tagi.Nordicphotos/AFPSlahi er frá Máritaníu, var handtekinn þar í nóvember árið 2001, fluttur til Amman í Jórdaníu, hafður þar í einangrun og yfirheyrður í meira en hálft ár. Eftir það fluttu bandarískir leyniþjónustumenn hann til Bagram í Afganistan, þar sem hann var í hálfan mánuð þangað til farið var með hann til Guantanamo-búðanna á Kúbu. Í yfirheyrslu árið 2003 segir hann sjálfur ekkert skrítið að grunur hafi beinst að sér, þar sem frændi hans hafi verið samstarfsmaður Osama bin Laden og hann hafi tvisvar hjálpað þessum frænda sínum að flytja peninga frá Súdan til Máritaníu, í gegnum Þýskaland þar sem Slahi bjó þá. Hann neitar því hins vegar alfarið að hafa viljað taka þátt í hryðjuverkum.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira