Trúarbrögð og ofbeldi Sólveig Anna Bóasdóttir og Hjalti Hugason skrifar 20. janúar 2015 07:00 Undanfarið hafa spunnist miklar umræður um þá ógn sem ýmsir telja að stafi af múslimum m.a. hér á landi. Mörgum hefur verið umhugað um að ekki verði hafnað þeim kristnu gildum sem virt hafi verið hér í þúsund ár. Þessi gildi eru talin undirstaða þess friðar sem ríkir á Vesturlöndum nú um stundir. Samkvæmt þessu sjónarmiði er ofbeldisógn ekki talin vestræn heldur er hún álitin koma utanfrá og þá ekki síst frá trúarhugmyndum múslima.Andstæð gildi? Sú skoðun er algeng að kristin trú sé friðsöm en íslamstrú ekki. Stenst það og er raunhæft að líta svo á að trúarkenningar og trúarrit hvetji öðru fremur til ofbeldis? Hvernig ber þá að réttlæta allt það ofbeldi sem framið er af Vesturlandabúum? Hvert sóttu ráðamenn t.d. réttlætingu fyrir innrás kristinna þjóða í Írak 2003? Fjölmargir vestrænir ráðamenn studdu hana, þar á meðal íslenskir ráðherrar. Við sem þetta ritum erum að vísu ekki sérfræðingar í íslömskum fræðum né í Kóraninum. Við gerum okkur þó ljóst að þar er að finna fjölmarga staði þar sem rætt er um ofbeldi og það réttlætt sem boðorð Guðs. Hið sama má raunar segja um trúarrit kristinna manna, Biblíuna, einkum ýmis rit Gamla testamentisins. Þar er ofbeldi víða fyrirferðarmikið og hvatt til hefnda og ófriðar. Í báðum trúarritum má því finna tengsl trúar og ofbeldis en ekki síður tengsl trúar og friðar.Bókstafstrú Tilvísun til trúarbókstafs er ekki framandi fyrir kristið fólk frekar en múslima. Um langt skeið mótaði kristin bókstafstrú afstöðu einstaklinga og hópa í ýmsum samfélagslegum málefnum bæði hér og erlendis. Svo er víða enn. Íslenska samfélagið einkenndist t.d. til skamms tíma af hugmyndum feðraveldis og forræðishyggju sem voru rökstuddar með tilvísun til bókstaflegrar túlkunar Biblíunnar. Lausleg trúarsöguleg athugun færir okkur enda heim sanninn um að kristnar og múslimskar trúarhugmyndir eru ákaflega líkar hvort sem þær lúta að friði eða ofbeldi. Af því leiðir að skírskotun til trúarhugmynda hefur takmarkað gildi þegar skýra á ofbeldi.Trú og stjórnmál Trú og stjórnmál voru til skamms tíma samtvinnuð á Vesturlöndum. Á síðari öldum hefur svokölluð nútímavæðing aftur á móti átt sér stað okkar á meðal. Hún lýsir sér ekki síst í að trúmál hafa verið leidd til sætis á einkasviðinu en stjórnmálum komið fyrir á almannasviðinu. Í íslömskum ríkjum hefur þessi þróun ekki átt sér stað í sama mæli. Trú og stjórnmál eru þar enn samofin eins og tíðkaðist hjá okkur áður fyrr. Enn er líka svo að margar kristnar kirkjur og trúfélög eiga langt í land með að geta kallast nútímaleg. Af framansögðu leiðir að við leysum ekki þann vanda sem mörgum virðist ríkja í samskiptum kristinna manna og múslima með að halda fram kostum kristinna gilda en ókostum hinna múslimsku. Gildi þessara trúarbragða eru mun líkari en margur hyggur.Berjumst gegn ofbeldi Við verðum að berjast gegn ofbeldi í öllum myndum en megum ekki einblína á hryðjuverk íslamista. Við verðum t.d. að líta í eigin barm og mótmæla gegndarlausu ofbeldi sem kristnir valdamenn standa fyrir og réttlæta með að þeir séu verndarar mannréttinda og lýðræðis á alþjóðavísu. – Ofbeldi er ofbeldi, hvar og hvernig sem það birtist og hver sem beitir því. Ofbeldi er alltaf mannfjandsamlegt hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða heil samfélög. Þetta á ekki síst við linnulaust pólitískt ofbeldi sem beitt er á veraldarvísu og er réttlætt með reglum alþjóðasamfélagsins.Samstaða er lausnin Mikilvægt er að samfélög sem ekki hafa innleitt mannréttindi og frelsi borgurum sínum til handa verði studd í að tileinka sér þessi gildi. Við sem erum kristin getum ekki eignað okkur einum þessi grundvallargildi. Þvert á móti verðum við að viðurkenna að þeirra má víða sjá stað bæði í trúarlegu og veraldlegu samhengi. Sama má segja um samstöðu, samhygð, samlíðan og siðvit. Þetta eru mannlegir eiginleikar sem alls staðar má finna burtséð frá trúarbrögðum. Hið sama á við um ofbeldi. Það er alls staðar að finna og birtingarmyndir þess eru bæði trúarlegar og veraldlegar. Skörp aðgreining hins trúarlega og veraldlega á enda ekki rétt á sér í öllu tilliti. Í stað þess að stilla upp andstæðum kristins og íslamsks eða trúarlegs og veraldlegs er heillavænlegra að halda til haga því besta úr hugsjónum hvers um sig og sameinast um allt sem horfir til farsældar fyrir einstaklinga og samfélög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa spunnist miklar umræður um þá ógn sem ýmsir telja að stafi af múslimum m.a. hér á landi. Mörgum hefur verið umhugað um að ekki verði hafnað þeim kristnu gildum sem virt hafi verið hér í þúsund ár. Þessi gildi eru talin undirstaða þess friðar sem ríkir á Vesturlöndum nú um stundir. Samkvæmt þessu sjónarmiði er ofbeldisógn ekki talin vestræn heldur er hún álitin koma utanfrá og þá ekki síst frá trúarhugmyndum múslima.Andstæð gildi? Sú skoðun er algeng að kristin trú sé friðsöm en íslamstrú ekki. Stenst það og er raunhæft að líta svo á að trúarkenningar og trúarrit hvetji öðru fremur til ofbeldis? Hvernig ber þá að réttlæta allt það ofbeldi sem framið er af Vesturlandabúum? Hvert sóttu ráðamenn t.d. réttlætingu fyrir innrás kristinna þjóða í Írak 2003? Fjölmargir vestrænir ráðamenn studdu hana, þar á meðal íslenskir ráðherrar. Við sem þetta ritum erum að vísu ekki sérfræðingar í íslömskum fræðum né í Kóraninum. Við gerum okkur þó ljóst að þar er að finna fjölmarga staði þar sem rætt er um ofbeldi og það réttlætt sem boðorð Guðs. Hið sama má raunar segja um trúarrit kristinna manna, Biblíuna, einkum ýmis rit Gamla testamentisins. Þar er ofbeldi víða fyrirferðarmikið og hvatt til hefnda og ófriðar. Í báðum trúarritum má því finna tengsl trúar og ofbeldis en ekki síður tengsl trúar og friðar.Bókstafstrú Tilvísun til trúarbókstafs er ekki framandi fyrir kristið fólk frekar en múslima. Um langt skeið mótaði kristin bókstafstrú afstöðu einstaklinga og hópa í ýmsum samfélagslegum málefnum bæði hér og erlendis. Svo er víða enn. Íslenska samfélagið einkenndist t.d. til skamms tíma af hugmyndum feðraveldis og forræðishyggju sem voru rökstuddar með tilvísun til bókstaflegrar túlkunar Biblíunnar. Lausleg trúarsöguleg athugun færir okkur enda heim sanninn um að kristnar og múslimskar trúarhugmyndir eru ákaflega líkar hvort sem þær lúta að friði eða ofbeldi. Af því leiðir að skírskotun til trúarhugmynda hefur takmarkað gildi þegar skýra á ofbeldi.Trú og stjórnmál Trú og stjórnmál voru til skamms tíma samtvinnuð á Vesturlöndum. Á síðari öldum hefur svokölluð nútímavæðing aftur á móti átt sér stað okkar á meðal. Hún lýsir sér ekki síst í að trúmál hafa verið leidd til sætis á einkasviðinu en stjórnmálum komið fyrir á almannasviðinu. Í íslömskum ríkjum hefur þessi þróun ekki átt sér stað í sama mæli. Trú og stjórnmál eru þar enn samofin eins og tíðkaðist hjá okkur áður fyrr. Enn er líka svo að margar kristnar kirkjur og trúfélög eiga langt í land með að geta kallast nútímaleg. Af framansögðu leiðir að við leysum ekki þann vanda sem mörgum virðist ríkja í samskiptum kristinna manna og múslima með að halda fram kostum kristinna gilda en ókostum hinna múslimsku. Gildi þessara trúarbragða eru mun líkari en margur hyggur.Berjumst gegn ofbeldi Við verðum að berjast gegn ofbeldi í öllum myndum en megum ekki einblína á hryðjuverk íslamista. Við verðum t.d. að líta í eigin barm og mótmæla gegndarlausu ofbeldi sem kristnir valdamenn standa fyrir og réttlæta með að þeir séu verndarar mannréttinda og lýðræðis á alþjóðavísu. – Ofbeldi er ofbeldi, hvar og hvernig sem það birtist og hver sem beitir því. Ofbeldi er alltaf mannfjandsamlegt hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða heil samfélög. Þetta á ekki síst við linnulaust pólitískt ofbeldi sem beitt er á veraldarvísu og er réttlætt með reglum alþjóðasamfélagsins.Samstaða er lausnin Mikilvægt er að samfélög sem ekki hafa innleitt mannréttindi og frelsi borgurum sínum til handa verði studd í að tileinka sér þessi gildi. Við sem erum kristin getum ekki eignað okkur einum þessi grundvallargildi. Þvert á móti verðum við að viðurkenna að þeirra má víða sjá stað bæði í trúarlegu og veraldlegu samhengi. Sama má segja um samstöðu, samhygð, samlíðan og siðvit. Þetta eru mannlegir eiginleikar sem alls staðar má finna burtséð frá trúarbrögðum. Hið sama á við um ofbeldi. Það er alls staðar að finna og birtingarmyndir þess eru bæði trúarlegar og veraldlegar. Skörp aðgreining hins trúarlega og veraldlega á enda ekki rétt á sér í öllu tilliti. Í stað þess að stilla upp andstæðum kristins og íslamsks eða trúarlegs og veraldlegs er heillavænlegra að halda til haga því besta úr hugsjónum hvers um sig og sameinast um allt sem horfir til farsældar fyrir einstaklinga og samfélög.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun