Vinnum saman að eflingu heilbrigðiskerfisins Ólafur G. Skúlason skrifar 20. janúar 2015 07:00 Þann 8. janúar síðastliðinn var undirrituð afar mikilvæg viljayfirlýsing. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forsvarsmenn læknafélaga sammæltust þar um að hefja þyrfti uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, það þyrfti að gera það sambærilegt við heilbrigðiskerfi annarra norrænna ríkja bæði hvað varðar fjármuni og starfsmenn. Þar er jafnframt rætt um betri nýtingu fjármagns, mikilvægi byggingar nýs Landspítala og aukinnar samvinnu milli heilbrigðisstofnana auk annarra þátta. Ég fagna þessari yfirlýsingu og vona að hún verði til þess að raunverulega verði farið að byggja upp heilbrigðisþjónustuna þannig að hún verði aftur á heimsmælikvarða bæði hvað varðar þjónustu við sjúklinga, minni þátttöku sjúklinga í kostnaði og bætta starfsaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Ég vil þó fjalla um eitt er varðar þáttinn um stefnumótun í heilbrigðiskerfinu en í umræddri viljayfirlýsingu er talað um virka þátttöku lækna í stefnumótun stjórnvalda. Þátttöku heilbrigðisstétta í stefnumótun ber að fagna. Hins vegar má ekki gleymast að heilbrigðiskerfið er samsett af mörgum fagstéttum sem hver um sig kemur með ákveðna þekkingu og færni að borðinu. Ef ráðast skal í stefnumótun sem stuðlar að auknum árangri í heilbrigðisþjónustu og bættri nýtingu fjármuna er grundvallaratriði að sjónarmið allra komi fram. Skoða þarf heilbrigðiskerfið á breiðum grundvelli þar sem hagsmunir einnar stéttar eru ekki hafðir að leiðarljósi. Skjólstæðingar kerfisins eiga alltaf að vera í fyrsta sæti og slíkt næst ekki fram nema með víðtæku samráði allra heilbrigðisstétta og stjórnvalda. Endurskilgreining á hlutverkum heilbrigðisstétta ætti að vera hluti af þessari stefnumótun og sú vinna verður að fara fram í góðu og markvissu samstarfi allra stétta. Þjóðin öll krefst öflugrar heilbrigðisþjónustu. Hagsmunir einstakra hópa verða að víkja með það að leiðarljósi að hér náist markmið okkar allra um fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu til lengri tíma. Langtímastefnumótun í heilbrigðismálum er það sem þarf hér á landi. Við hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir í þá vinnu og bjóðum hér með fram þjónustu okkar í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 8. janúar síðastliðinn var undirrituð afar mikilvæg viljayfirlýsing. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forsvarsmenn læknafélaga sammæltust þar um að hefja þyrfti uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu, það þyrfti að gera það sambærilegt við heilbrigðiskerfi annarra norrænna ríkja bæði hvað varðar fjármuni og starfsmenn. Þar er jafnframt rætt um betri nýtingu fjármagns, mikilvægi byggingar nýs Landspítala og aukinnar samvinnu milli heilbrigðisstofnana auk annarra þátta. Ég fagna þessari yfirlýsingu og vona að hún verði til þess að raunverulega verði farið að byggja upp heilbrigðisþjónustuna þannig að hún verði aftur á heimsmælikvarða bæði hvað varðar þjónustu við sjúklinga, minni þátttöku sjúklinga í kostnaði og bætta starfsaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Ég vil þó fjalla um eitt er varðar þáttinn um stefnumótun í heilbrigðiskerfinu en í umræddri viljayfirlýsingu er talað um virka þátttöku lækna í stefnumótun stjórnvalda. Þátttöku heilbrigðisstétta í stefnumótun ber að fagna. Hins vegar má ekki gleymast að heilbrigðiskerfið er samsett af mörgum fagstéttum sem hver um sig kemur með ákveðna þekkingu og færni að borðinu. Ef ráðast skal í stefnumótun sem stuðlar að auknum árangri í heilbrigðisþjónustu og bættri nýtingu fjármuna er grundvallaratriði að sjónarmið allra komi fram. Skoða þarf heilbrigðiskerfið á breiðum grundvelli þar sem hagsmunir einnar stéttar eru ekki hafðir að leiðarljósi. Skjólstæðingar kerfisins eiga alltaf að vera í fyrsta sæti og slíkt næst ekki fram nema með víðtæku samráði allra heilbrigðisstétta og stjórnvalda. Endurskilgreining á hlutverkum heilbrigðisstétta ætti að vera hluti af þessari stefnumótun og sú vinna verður að fara fram í góðu og markvissu samstarfi allra stétta. Þjóðin öll krefst öflugrar heilbrigðisþjónustu. Hagsmunir einstakra hópa verða að víkja með það að leiðarljósi að hér náist markmið okkar allra um fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu til lengri tíma. Langtímastefnumótun í heilbrigðismálum er það sem þarf hér á landi. Við hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir í þá vinnu og bjóðum hér með fram þjónustu okkar í þeim efnum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar